Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 85
ig fer margt af þessu fólki fram á
serum til varnar, en er þó mjög sér-
hlífið að selja einn skammt úr sjálfu
sér, þegar því er batnað eftir veikina.
Þótt veikin væri allþung og tilþrifa-
mikil sums staðar, varð hún engum að
hana, og síðast á árinu má heita, að
veikin sé að fjara út.
13. Hvo.tsótt (myositis epidemica).
Töflur II, III og IV, 13.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. 26 1250 187 155 100
Þánir „ „ „ „
Er skráð í allmörgum héruðum
(16), en ekki umtalsverður faraldur
nema í einu þeirra (Þingeyrar).
Þingeyrar. Faraldur um miðbik
ársins.
Keflavíkur. Verður aðeins vart á
árinu öðru hverju, en varla svo, að
orð sé á gerandi, enda tel ég sjúk-
dómsgreiningu vafasama.
14. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 14.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. 925 33 14 12 434
Þánir ,, ,, ,, ,, ,,
Auk dreifðra tilfella hér og þar og
smáfaraldra í 4 héruðum (Bíldudals,
Balvíkur, Nes og Selfoss) fyrr á ár-
inu, virðist víðtækur faraldur á upp-
siglingu í árslokin og hefur auðsjáan-
lega hafizt um haustið í Reykjavik. f
desember er veikin skráð í 14 héruð-
um í öllum landsfjórðungum.
Rvík. Faraldur kom upp um haust-
ið. Var i töluverðri aukningu um ára-
mót.
Hafnarfj. Faraldur í uppsiglingu í
desember, sem hélt áfram eftir ára-
mótin.
Súðavíkur. Kom upp í héraðsskól-
anum í Reykjanesi skömmu fyrir ára-
mót (ekki skráð). Var væg, og fylgi-
kvilla varð ekki vart.
Hólmavíkur. Barst frá Reykjavík ti!
Hólmavikur um jólaleytið.
Hvammstanga. Faraldur hefst í des-
ember.
Blönduós. Skráð tvisvar í desember
og varð allútbreidd í Bólstaðarhliðar-
hreppi, þegar kom fram á næsta ár;
hafði borizt þangað úr Skagafirði.
Höfða. 1 tilfelli í desember, kona,
sem kom heim lasin í jólaleyfi, en
veikin náði ekki útbreiðslu.
Siglufj. Gerði vart við sig á árinu
og hélt því áfram fram á næsta ár
(ekki skráð).
Ólafsfj. Barst hingað með konu frá
Reykjavík í desember.
Vestmannaeyja. Aðeins 1 tilfelli
skráð (aðkomumaður), en veikin náði
ekki að breiðast út.
15. Kveflungnabólga
(pneumonia catarrhalis).
16. Taksótt
(pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 15—16.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl.i) 819 1541 1999 1720 2650
— 1 2) 162 212 273 188 231
Dánir 56 75 62 63 77
Árið er óvenjulegt lungnabólguár,
einkum að því er tekur til kvef-
lungnabólgu, en lungnabólgudauðinn
ekki að sama skapi, eða miðað við
skráð tilfelli 2,7% (1953: 3,6%; 1952:
2,7%; 1951: 4,3%; 1950: 5,7%).
1. Um kveflungnabólgu:
Rvík. Mun meira um sjúkdóm þenna
en árið áður.
Hafnarfj. Nokkur tilfelli í sambandi
við livefsóttina.
Akranes. Gerði töluvert vart við sig
frá þvi í febrúar og fram í júní í sam-
bandi við kvefsóttina, inflúenzuna og
mislingana, og var það viruspneu-
ruonia í maí- og júnimánuðum.
Reykhóla. Helmingur skráðra til-
fella fylgikvilli inflúenzu.
Hvammstanga. Nokkur tilfelli. Ekk-
ert sögulegt.
Blönduós. Kom nokkuð oft fyrir
1) Pneumonia catarrhalis.
2) Pneumonia crouposa.