Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 159
1954
— 157 —
(18,5%). Enn fremur voru þungapróf
framkvæmd á 17 deildum, og reyndist
þungi 4 deilda (23,5%) vera utan óá-
talinna frávika lyfjaskrár.
5) Augndropar og augndropaglös.
Gerð voru sæfingarpróf á þrem teg-
undum augndropa. Reyndist óveru-
iegur gerlagróður í einum dropunum
(33,3%). Fundið var að því á þrem
stöðnm, að starfsskilyrði væru þar
alls kostar ófullnægjandi. Þá voru og
framkvæmd sæfingarpróf á sex hreins-
uðum, tómum augndropaglösum.
Reyndist gerlagróður i tveim glasanna
(33,3%).
6) Sæfingarpróf voru gerð á þrem
tegundum stungulyfja, og stóðust öll
lyfin prófið.
I einni lyfjabúð var stungulyfjum,
er þar höfðu verið framleidd, fargað,
bar sem þau voru sýnilega ónothæf.
7) Galenskar samsetningar. Magn
virkra efna var ákvarðað i 29 galensk-
um samsetningum. Reyndist magn
yirkra efna vera utan óátalinna marka
í 10 samsetningum (34,5%). Tóku
rannsóknir þessar til neðangreindra
lyfja, en tölur í svigum gefa til kynna
fjölda þeirra samsetninga, sem efna-
greindur var. Styrkleika þeirra sam-
setninga, sem reyndust utan óátalinna
frávika, er getið hverju sinni.
Guttae jodi (2): 3,72% I2.
— kalii arsenitis (6): 0,91% AS2O3.
— natrii arsenatis (5).
Hydrarg. amido chlor. pult. 1+4
(7): 15,42%, 21,2%, 21,2% og
21,3% HgNHaCl.
— ox. pult. 1 + 4 (1): 17,1% HgO.
Injectabile ascorbici 5% (1): 5,67%
askorbínsýra.
Pasta zinci (6): 42,8% ZnO.
Syr. C-vitamini (1): 0,09% askor-
bínsýra.
Bxkur og færsla þeirra. Rækur þær,
sem lyfsölum er gert að færa, sbr.
augl. nr. 197 19. sept. 1950, um búnað
°g rekstur lyfjabúða, voru yfirleitt
haldnar með svipuðu sniði og árið
áður. Fer hér á eftir yfirlit um færslu
nefndra bóka:
1) Vörukaupabækur eða vörukaupa-
spjaldskrár. Skrá þessi haldin i 13
lyfjabúðum, engin i 7. í þrem lyfja-
húðum voru færslur orðnar mjög eftir
á, og á einum stað skorti nokkuð á,
að alls væri getið í skránni, sem þar
á að vera.
2) Vinnustofudagbók eða vinnu-
stofuspjaldskrá. Skrár þessar voru
betur færðar en s. 1. ár. Víða vildi þó
brenna við, að framleiðslu i búri væri
ekki getið í skrám þessum.
3) Símalyfseðlabók. Ekki teljandi
breyting frá skoðun fyrra árs.
4) Eftirritunarbók. Var færð í öll-
um lyfjabúðum landsins. Smávægilegr-
ar ónákvæmni varð vart i færslum á
9 stöðum (7 árið áður).
5) Eiturbók. Bók þessi var haldin
i öllum lyfjabúðunum að einni und-
antekinni. Var látið úti eitur gegn sem
næsí 813 eiturbeiðnum.
6) Eyðsiubók. Á fyrra ári var tekin
upp sú nýbreytni, að lyfsölum var
fengin í hendur sérstök eyðslubók til
að skrá í hvers konar notkun ómcng-
aðs vínanda, er á sér stað í lyfjabúð-
um. Voru bækur þessar færðar í öllum
lyfjabúðum landsins að einni undan-
tekinni, en sú lyfjabúð hefur löngum
verið í sérflokki að því er varðar
hvers konar óreiðu i færslum fyrir-
skipaðra bóka. Ónákvæmni í færslum
gaf þó tilefni til athugasemda á nokkr-
um stöðum (7).
Magn það af neðangreindum áfeng-
istegundum, sem lyfjabúðirnar öfluðu
sér á árinu frá Áfengisverzlun ríkis-
ins, var sem hér segir:
Alcohol absolutus og Spiri-
tus alcoholisatus ...... 2064,5 kg
Spiritus bergamiae ......... 478,5 —
— denaturatus ............. 8645,0 —
Glycerinum 1 + Spiritus
alcoholisatus 2 ........ 1092,0 —
Misferli i lyfjabúðum o. fl.
1) Þau mistök áttu sér stað í einni
lyfjabúð á árinu, að i brúna lausa-
söluskammta var blandað fenemali
(svefnlyf) í stað fenacetíns (hita- og
verkjastillandi lyf). Veiktust tvær kon-
ur, er tekið höfðu skammta þessa, þó
ekki lífshættulega.
2) Kvörtun barst út af svefnlyfi,
Tabl. allypropymali, er kona hafði
fengið gegn lyfseðli í lyfjabúð í
Reykjavik. Rannsókn leiddi i ljós, að