Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 207
— 205
1954
arþingi Reykjavikur 7. s. m., leitað
umsagnar læknaráðs í málinu nr.
225/1954: H. P-son gegn T. T-syni.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 10. marz 1954, kl. rúmlega 20,
var H. P-son, ..., Reykjavík, f. ...
^ebrúar 1904, á gangi eftir veginum
frá Keflavíkurflugvelli til Keflavíkur.
Er hann var kominn á móts viS innsta
húsið við ... vildi það slys til, að bif-
1-eiðinni R 3... var ekið aftan á hann,
l’ar sem hann gekk á vinstri vegar-
hrún. Bifreiðarstjórinn, G. T-son, ...,
^tri Njarðvík, telur sig hafa ekið á
Um 15 km hraða. Slasaði telur slysið
hafa orðið með þeim hætti, að fram-
hormur bifreiðarinnar hafi lent í
hnésbótum sér og hann fyrst fallið
aftur á vatnskassahlíf hennar og af
Pvi fengið kúlu á hnakkann, en síðan
skollið fram yfir sig í götuna og þá
fengið skurð á hægri augabrún. Slas-
aði stóð upp af sjálfsdáðum, en bif-
J'eiðarstjórinn hjálpaði honum upp í
hifreið sína og flutti hann til ...
keknis, sem gerði að meiðslum hans.
Samkvæmt læknisvottorði hans hafði
slasaði við slysið hlotið concussio
eerebri og vulnus incisivum super-
eiliaris dx. Auk þess hafði hann verið
^ankaður. Læknirinn kveður slasaða
hafa legið rúmfastan fyrstu þrjá dag-
ana eftir slysið og hafa verið óvinnu-
færan til 28. marz, en hann hafi byrj-
að að vinna fulla vinnu hinn 29. marz
1954. Við skoðun 31. marz kveður
keknirinn sárið gróið, en slasaða hafa
nöfuðþyngsii#
• • • læknir segir i læknisvottorði,
'lags. 3. april 1954, að hann hafi skoð-
a<5 slasaða hinn 12. marz s. á., og hafi
þá eftirfarandi komið i ljós:
1- 2 cm langur skurður á hægri
augabrún, saman saumaður.
2- Brotinn falskur tanngarður.
3- Einkenni um heilahristing.
'f- Eymsli í vöðvum á hálsi og
mjöðm.
Siðast nefndur læknir telur, að hinn
, ?pril hafi slasaði ekki enn náð sér
eftir slysið, þótt hann hafi unnið síð-
an 29, marz. Segir hann, að slasaða
hætti við svima og búast megi við, að
nokkrar vikur liði, þangað til hann
nái sér alveg.
. .., sérfræðingur í gigt- og liðsjúk-
dómum i Reykjavík, segir í læknis-
vottorði, dags. 2. september 1954, að
slasaði hafi enn þá verk og stirðleika
i vinstri öxl og treysti sér ekki til að
vinna erfiðisvinnu. Telur hann, að
það muni taka slasaða langan tíma að
ná fullum bata.
í vottorði Röntgendeildar Landspít-
aians um röntgenskoðun, sem fram fór
á slasaða hinn 2. júní 1954, segir svo:
„Á frontalmynd af cranium kemur
fram aflöng kalkskella, svarandi til
phalx cerebri. Á hliðarmynd kemur
egglaga þéttur blettur i hæð við reg.
parietale. Utan um þessa kalkskellu
kemur þynnri, boglaga skel, sem bezt
sést á framanfrámynd.
Sinusar eru vel loftfylltir og ekki
einkenni um sinusitis. í höfuðskeljar-
beinum sjálfum sjást ekki neinar
sprungur, og hlykkjóttar rákir eru
vafalaust diploegangar.
R. diagn.: Calcificatio intra crania-
lis. Tumor?“
í sama vottorði segir svo um rönt-
genskoðun, sem fram fór 4. september
1954:
„Ekkert athugavert að sjá í v. axlar-
region. Liðlínur sléttar og jafnar og
liðbil eðlileg.
Röntgenskoðun negativ.“
í máiinu liggur fyrir örorkumat . ...
starfandi læknis í Reykjavik, dags. 23.
september 1954. Þar segir svo meðal
annars:
„Þrautir þær, sem slasaði hefur nú
i vinstri öxl, verða ekki skýrðar sem
afleiðing fyrr greinds slyss og hljóta
þvi að vera þvi óviðkomandi.“
í málinu liggur fyrir læknisvottorð
. .., fyrrnefnds sérfræðings í gigt- og
liðsjúkdómum í Reykjavik, dags. 1
október 1954, svohljóðandi:
„H. P-son, f. ... febrúar 1904, kom
til mín þ. 27. júlí 1954 vegna verkja
í vinstri öxl, en verkina taldi hann
sig hafa fengið eftir meiðsli á öxlina,
og er slíkt algengt.
Öxlin var þá allsár, og verki við
hrevfingar, sem voru óeðlilega hindr-
aðar, áleit ég vera vegna sársauka.