Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 121
— 119 —
1954
Akureyrar % af héraðs- Tala búum Ferðir .. 8045 77,0 368
Grenivíkur .... .. 957 207,1 65
Breiðumýrar ... — — 302
Kópaskers — — 137
Þórshafnar . .. . 814 82,5 99
Vopnafj 902 129,8 84
Nes .. 3100 196,6 55
Hafnar .. 1630 135,6 154
Samkvæmt þessu nemur meðalsjúk-
lingafjöldi í héruðum þessum á árinu
102,0% af ibúatölu héraðanna (á fyrra
ári 96,6%). Fjöldi læknisferða á ár-
inu nemur til uppjafnaöar í héraði
145,4 (133,8).
Á töflum XVII og XVIII sést að-
sóknin að sjúkrahúsum á árinu. Legu-
dagafjöldinn er nokkru meiri en árið
fyrir: 517974 (478755). Koma 3,4
sjúkrahúslegudagar á hvern mann i
landinu (1953: 3,2), á almennum
sjúkrahúsum 2,0 (1,8) og heilsuhæl-
um 0,56 (0,61).
Sjúkdómar þeirra sjúklinga, sem
lágu á hinum almennu sjúkrahúsum á
árinu, flokkast þannig (tölur síðasta
árs í svigum):
Farsóttir 2,99 % ( 2,74 %)
Kynsjúkdómar . . 0,03 — ( 0,08—)
Berklaveiki 1,10 — ( 1,50—)
Sullaveiki 0,01 — ( 0,05—)
Krabbamein og illkynjuð æxli 3,12 — ( 3,33—)
Fæðingar, fóstur- lát o. þ. h. ... 21,53 — (20,11 —)
%s 6,47 — ( 7,02—)
Aðrir sjúkdómar 64,75 — (65,17—)
Hafnarfj. Aðsókn að St. Josephs-
spítala hefur verið svipuð og undan-
farin ár, alltaf fullur. Hjúkrunarheim-
ilið Sólvangur hefur nú starfað í eitt
ár. Eru þar öryrkjar, gamalmenni og
langvarandi sjúklingar, sem Lands-
spitalinn sendir frá sér og hafa fengið
meðferð þar. Nú um áramótin er
hjúkrunarheimilið alveg fullt og horf-
ur á, að svo verði framvegis.
Ólafsvíkur. Aðsókn að lækni með
uieira móti og fer vaxandi. Veldur þar
yerulega um síaukin tala aðkomufólks
á vertíðum.
Búðardals. Aðsókn með meira móti
og ferðir fleiri en nokkru sinni áður,
að minnsta kosti svo að mér sé kunn-
ugt. Ferðalög með allra mesta móti.
Reykhóla. 3 læknar voru í héraðinu
á árinu, og fórst þvi fyrir að halda
þessu saman.
Flateyjar. ASsókn að lækni ekki
mikil.
Þingeyrar. Auk ferða út úr þorpinu
var mín vitjað 78 sinnum vegna skipa.
Flateyrar. Á sjúkraskýlinu voru
færri en áður, en sá háttur var upp
tekinn að selja gistingu og fæði, þegar
sjúklingar voru ekki fyrir.
Súðavíkur. Nokkurrar óánægju hef-
ur gætt, einkum meðal Inn-Djúpsbúa,
vegna þess að héraðslæknir situr í
Súðavík. Djúpbáturinn kemur þar við
aðeins einu sinni í viku á leið inn i
Djúp. Er þvi óhægt um vik að nota
hann á áætlunardögum til læknis-
ferða. Lyf er sjaldan hægt að afgreiða
þá leiðina. Allt um það var mín meira
leitað, þegar frá leið, en í fyrstu. Al-
gengt er, að ráða sé leitað símleiðis,
og hef ég þá oft símað lyfseðla til
ísafjaröar. Til mála hefur komið að
hafa viðtalstíma einu sinni i viku á
ísafirði, svo að Djúpbúar geti snúið
sér til sins læknis milli áætlunarferða
Djúpbátsins. Ferðir skiptast þannig:
Til Reykjarfjarðar á Ströndum 1,
Grunnavíkur 1, Út-Djúp 8, Inn-Djúp 5.
Sjúklingar, sem ég hef skoðað einu
sinni eða oftar, skiptast sem næst
þannig: Súðavíkurhreppur um 120,
Út-Djúp um 24, Inn-Djúp um 20, ann-
ars staðar í héraöinu 6. í Súðavíkur-
hreppi eru nú tæp 40% allra héraðs-
húa. Um 70% þeirra héraðsbúa, sem
leita Súðavikurlæknis, eru úr Súða-
víkurhreppi.
Árnes. Venjulega vitjað margra i
hverri ferð.
Hólmavíkur. Aðsókn að lælcni svip-
uð og undanfarin ár.
Blönduós. Aðsólcn sjúklinga nokkru
minni og ferðalög færri en undanfarin
ár, vegna sérstaks læknis í Höfða-
kaupstað. Ferðalög nema samtals um
8090 km.
Sauðárkróks. Sjúklingar 1016 karl-
ar, 999 konur og 955 börn. Sjúklinga-
fjöldi á sjúkrahúsinu nokkru minni
en síðast liðið ár.