Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 104
1954
— 102 —
blóðmynd. Blóðkornatalningu varð
ekki við komið. Barnið hafði haft
vomitus cyclicus og var komið með
mikla acidosis. Engin tök voru á
skjótri blóðgjöf, enda gafst ekki mikið
svigrúm, því að barnið dó rúmum
sólarhring siðar.
Grenivíkur. Allmikið af blóðleysi,
sérstaklega í börnum og konum.
Vopnafí. Anaemia simplex, asthenia,
avitaminosis 8.
Seijðisfí. Talsvert ber á blóðleysi,
einkum í kvenfólki.
11. Ankyloglosson.
Vopnafí. 2 tilfelli.
12. Anorexia.
Kleppjárnsreykja. 1 tilfelli.
Ólafsvíkur. 13 tilfelli.
13. Apoplexia cerebri.
Kleppjárnsreykja. 4 tilfelli.
Hólmavíkur. 61 árs sveitakona með
hypertensio fékk heilablœðingu í mai.
Hemiparetisk og rúmliggjandi í árs-
lok.
Höfða. Dánarmein gamals manns.
Hofsós. 64 ára karlmaður fannst
meövitundarlaus í rúmi sínu að
morgni og andaðist að kvöldi. Gömul
kona fékk heilablæðingu og lá með-
vitundarlaus í 3 sólarhringa, mötuð
gegnum duodenalsondu ok raknaði
við. Hefur hjarað síöan, karlæg og ó-
sjálfbjarga. Onnur gömul kona lamað-
ist hægra megin og hefur legið síðan.
Hvorugri þessari konu var unnt að
koma á sjúkrahús, enda þótt engar
aðstæður væru til að hjúkra þeim í
heimahúsum vegna fólksfæðar.
Ólafsfí. 3 sjúklingar, 2 dóu.
Þórshafnar. Banamein 3 sjúklinga.
Nes. Háaldraður maður dó af völd-
um þessa sjúkdóms. Gömul kona fékk
heilablæöingu, lamaöist milciS á hægri
hlið og hefur verið rúmföst síðan.
Djúpavogs. 85 ára kona dó úr heila-
blæðingu. Önnur gömul kona er sögð
hafa fengið heilablæðingu á árinu.
Hafði aphasi á eftir, en mun nú oröin
nær jafngóð.
14. Appendicitis.
Kleppjárnsreykja. 12 tilfelli.
Ólafsvíkur. 5 tilfelli.
Búðardals. 6 sjúklingar. 2 sendir á
spítala í kasti. 1 sjúkling með sprung-
inn botnlanga var ekki hægt að senda
á spítala, fyrr en kastiö var löngu
liðið hjá. Allir sjúklingarnir lifðu.
Reykhóla. 3 sjúklingar. 14 ára stúlka
með bráða botnlangabólgu. Flutt á
báti, bíl og í flugvél til Reykjavíkur
og skorin þar upp. Sama sagan um 66
ára bónda. 20 ára stúlka með hæg-
bráða bólgu, einnig skorin upp í
Reykjavík að liðnu kasti.
Flateyjar. 4 voru sendir til skurð-
aögerðar með grun um botnlanga-
bólgu. 3 reyndust skemmdir, 1 heil-
hrigður.
Þingeyrar. 5 tilfelli.
Flateyrar. 2 sjúklingar, annar skor-
inn á Landsspítalanum og var botn-
langinn ekki bólginn, en hinn á ísa-
fjarðarspitala; var sá botnlangi mjög
bólginn.
ísafí. Enginn kvilli mun hér hafa
verið á ferð, sem talizt getur afbrigði-
legur eða sérkennandi fyrir ísafjörð
og því ástæða til að geta sérstaklega.
Að vísu mættu þeir ætla, sem í Heil-
brigðisskýrslur líta, að svo væri hátt-
að um botnlangabólgu hér og i ná-
grenni, og víst er kvillinn tíður. Árið
1950 var gerður 51 botnlangskurður
hér i sjúkrahúsinu, þar af á 31 inn-
anhéraðsmanni. Á því ári voru gerðir
27 skurðir á innanhéraösmönnum í
Blönduóshéraði, og talinn siður „að
hreinsa á haustin úr fólki þá botn-
langa, sem valdið hafa óþægindum“,
og er slikt birt án athugasemda.1)
Sjúklingar, sem sendir eru til aögeröar
vegna botnlangabólgu úr nærsveitum,
eru yfirleitt ekki sendir læknum sin-
um aftur án aðgeröar, en sjúkdóms-
greiningu læknanna treyst, og enn þá
eru afstaðin köst talin gild ástæða til
aðgerða.
Árnes. Á árinu voru 3 botnlangar
teknir úr héraðsbúum (1 á ísafirði, 2
í Reykjavík). Allir sjúklingarnir voru
konur (48, 19 og 7 ára), og allir botn-
1) Þegar einum er kennt, er öðrum bent.
4