Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 100
1954
— 98 —
Ca. non v. male definitus ....... 9
Chondrosarcoma .................. 1
Lymphosarcoma ................... 2
Sa. cutis ....................... 1
— chorioideae ................. 1
— intrathoracalis ............. 1
— humeri ...................... 1
— femoris ................... 1
— genus ....................... 1
— cruris ...................... 1
— uteri ....................... 2
Melanoma......................... 2
Myeloma ......................... 2
Neuroblastoma ................... 2
Lymphogranulomatosis ............ 9
(6 karlar, 3 konur).
Leukaemia ...................... 13
(8 karlar, 5 konur).
Syndroma Cushing ................ 4
(allt konur).
Tumor cerebri .................. 10
(4 karlar, 6 konur). _______
Samtals 452
Hafnarf]. Mikil vanhöld eru á taln-
ingu krabbameinssjúklinga á mánað-
arskrám lækna. Á lífi eru í árslok í
héraðinu 8 sjúklingar með þenna
sjúkdóm, eða hafa verið skornir vegna
hans fyrir einu eSa fleiri árum, sumir
dauSvona. 1 kona hefur lifaS meira
en 5 ár eftir skurS.
Búðardals. 2 gamalmenni dóu úr
þessum sjúkdómi. 74 ára kona var
skorin upp i Reykjavik vegna carci-
noma thyreoidea. Er viS þolanlega
heilsu. Sjúklingur sá meS ca. pro-
statae, sem getið er um í undanförnum
skýrslum, er enn á lifi, en við frekar
laka heilsu.
Reykhóla. Enn er skráð kona sú,
sem fyrst var getið á skrá 1949 með
melanoma malignum clitoris et meta-
stases lymphonodorum inguinalium.
Hún vinnur fulla vinnu og virðist ekki
kenna sér meins. Bóndi sá, er verið
hefur á skrá frá 1951, fórst í sjóslysi
á heimleið frá VífilsstaSahæli, en 1953
var greind í honum tbc. columnae.
Flateyjar. 1 tilfelli á árinu (cancer
ventriculi et pancreatis).
Flateyrar. Ca. ventriculi 2 karlar,
báðir sendir á IV. deild Landsspital-
ans, annar skorinn upp, en hinn neit-
aði að láta skera sig og er dáinn. Ca.
coli, líka 2 karlar. Annar dó á 4.
degi eftir aðgerð á IV. deild Lands-
spitalans. Hinn var frá Suðureyri og
kom til min vegna obstipatio acuta.
Við gegnlýsingu virtist mér, að um
tumor í colon væri að ræða og ylli
hann stíflunni. Sendi ég sjúklinginn á
4. degi á IV. deild Landsspitalans, og
var hann skorinn þar.
ísafj. Enginn nýr krabbameinssjúk-
lingur er skráður innanhéraðs á þessu
ári, en á sjúkrahús ísafjarðar komu 2,
karl með ca. ventriculi og kona með
ca. mammae c. metastasi, og dóu
bæði.
Súðavíkur. Kona frá Súðavik, 58
ára, dó syðra af völdum ca. ventri-
culi c. metastasi hepatis. Laparotomia
explorativa hafði verið gerð nokkru
áður á Landsspitalanum. Karlmaður
um sjötugt með achlorhydria kemur
til eftirlits á 6 mánaða fresti.
Árnes. 62 ára karlmaður dó úr ca.
ventriculi. Leitaði fyrst læknis 2—3
mánuðum fyrir andlátið. Gamall mað-
ur, 82 ára (óskráður), hefur liklega
lengi haft ulcus rodens, en hann vill
ekkert láta við það eiga.
Hólmavíkur. 73 ára maður dó i mai
úr haemoptysis, sjálfsagt vegna metas-
tasis. Hafði verið skorinn i marz 1953
vegna ca. oesophagi. 71 árs bóndi dó
vegna meinvarps í lifur. Skorinn 1949
vegna ca. ventriculi.
Hvammstanga. 3 nýir sjúklingar.
Fengu allir viðeigandi meðferð á
handlæknisdeild Landsspítalans. Þeir
5 krabbameinssjúklingar, sem um get-
ur á fyrra árs skýrslu og enn dveljast
í héraðinu, eru allir á lífi og við
sæmilega heilsu, en elli mæðir suma.
87 ára karl, sem skorinn hafði veriö
við ca. ventriculi 1948 og fengið góð-
an bata, dó á árinu, sennilega úr ca.
intestinum.
Blönduós. Gerði litið vart við sig-
77 ára kona héðan af Blönduósi dó
hér á spítalanum úr ca. pulmonum, en
2 konur úr Höfðakaupstað komu auk
þess á spitalann. Önnur, 54 ára, var
með mein í maga, var send á Lands-
spitalann og dó þar. Hin var með
mjög stórt æxli í kviðarholi hægra
megin, sem virtist geta veriö ovarial-
lumor. Ég skar hana upp og nam