Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 176
1954
— 174 —
tvær skellur í aorta, sem við smá-
sjárrannsókn reyndist aortitis lue-
tica. Heilinn baðaður í blóði og
litið aneurysma sprungið í vinstri
a. fissurae Sylvii. Við smásjár-
rannsókn fannst greinilegur vott-
ur um encephalitis syphilitica og
meningitis.
11. 8. marz. G. S-son, 68 ára pakk-
húsmaður. Hafði legið í sjúkra-
húsi fyrir 2 árum vegna hjarta-
sjúkdóms. 4. marz, er hann sat að
kaffidrykkju með félögum sínum
á vinnustað, hné hann skyndilega
út af og var þegar örendur.
Ályktun: Við krufningu fannst
mikil kölkun í vinstri kransæð,
sömuleiðis í hinni hægri og mjög
miklar breytingar í hjartavöðva
(fibrosis), sem bentu til þess, að
hann hefði lengi þjáðst af blóð-
leysi. Enn fremur fannst töluvert
af magainnihaldi í barkakýli og'
barka. Banameinið mun hafa ver-
ið það, að manninum hefur
svelgzt á, er hann var að drekka
kaffi, og vegna þess hve hjartað
var veiklað og blóðlítið, hefur á-
reynzlan gert út af við hann.
12. 8. marz. N. P. G-son, 32 ára sjó-
maður. Varð fyrir slysi á togara,
þannig að sjór skall á hann, þar
sem hann var á þilfari. Fékk hann
upp úr því verk i höfuð og hægri
öxl, og ágerðist það svo, að hann
varð viðþolslaus. Var þá lagt af
stað til Rvíkur með hann, en áð-
ur en þangað kom, var maðurinn
látinn, tæpum 6 klukkustundum
eftir slysið. Ályktun: Við krufn-
ingu fannst mikil blæðing milli
heilabasts og beins hægra megin
á höfði (haemotoma extradurale).
Þessi blæðing haf'ði valdið mikl-
um heilaþrýstingi, og sáust merki
þess á heilanum, svo að það hef-
ur orðið bani mannsins. Enn
fremur fannst brot á kúpubotni
hægra megin.
13. 23. marz. L. B-dóttir, 4 ára. Dó
skyndilega eftir ákafan blóðspýt-
ing. Ályktun: Við krufningu
fannst stór ígerð hægra megin á
hálsi, út frá igerð í hálsliðum
(osteomyelitis). ígerðin hafði rutt
sér braut inn i vélindi. Banamein
barnsins hefur sýnilega verið
skyndileg og mikil blæðing inn i
ígerðarholuna, en blóðið síðan
ruðzt inn í vélindi og þaðan bæði
út um vit barnsins og einnig nið-
ur í maga.
14. 5. apríl. S. F-son, 18 ára. Talið,
að bíll hafi ekið yfir hann, þar
sem hann lá á veginum utan við
Keflavík. Ekki víst, hvort piltur-
inn hefur verið drukkinn eða
flogaveikur. Ályktun: Við krufn-
ingu fannst stórt, gapandi sár
þvert yfir heilabúið, og hafði
mikill hluti heilans spýtzt út um
það. Enn fremur fannst mikið
brot á andlitsbeinum, bæði nefi
og kjálkabeini, auk smáhrufls
hingað og þangað. Sýnilegt er, að
áverkinn á höfuðið hefur verið
svo mikill, að maðurinn hefur
dáið samstundis. Blóðrannsókn
sýnir, að maðurinn hefur verið
ölvaður (í blóði 1,88&, vínandi).
15. 5. april. J. Þ-son, 53 ára. Likið
fannst rekið suður með sjó. Álykt-
un: Enginn sjúkdómur fannst,
nema fitulifur. Engin einkenni
um drukknun. Blóðrannsókn sýn-
ir, að maðurinn hefur verið mjög
ölvaður (i blóði 2,7%» vínandi),
og er helzt útlit fyrir, að hann
hafi verið dáinn, er hann kom í
sjóinn. Engin áverkamerki finn-
ast, er bent geti til, að hinn látni
hafi verið beittur ofbeldi. Af út-
liti likisins virðist mega ráða, að
hinn látni hafi legið allt að viku-
tíma í sjónum.
16. 7. april. H. H-son, 38 ára verka-
maður. Féll niður af 80 sm háum
stigapalli 2. apríl og kom niður á
höfuðið. Missti meðvitund og fékk
fljótlega krampa. Andaðist 6.
apríl. Ályktun: Við krufningu
fannst mikið mar neðan á heila
hægra megin. Út frá því mikil
blæðing, sem nær langt upp í
hægra heilahvel. Kúpubotn brot-
inn framan til hægra megin og
mikið mar hægra megin á hálsi
og öxl, hægra 2. rif brotið og
mikið mar á hægri mjöðm. Þess-
ir miklu áverkar eru naumast út-
j