Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 146
1954
— 144 —
desember til 6 mánaða dvalar á rönt-
gendeild Landsspitalans, svo að hann
gœti tekið við starfi Árna Guðmunds-
sonar sem röntgenlæknir við Sjúkra-
hús Akureyrar.
Kópaskers. Sæmundur Kjartansson
stud. med. & chir. starfaði á Raufar-
höfn 4 mánuði um sumarið. Var hann
ráðinn af hreppsnefnd, sem til þess
fékk nokkurn styrk af ríkisfé.
Seyðisfj. Lárus Jónsson, læknir frá
Sauðárkróki, var staðgengill héraðs-
læknis frá 24. nóvember til áramóta,
í fjarveru hans erlendis.
Kirkjubæjar. Héraðslæknir dvaldist
erlendis júní, júli og ágúst. Sinnti
Kjartan Magnússon cand. med. &
chir. störfum fyrir hann á meðan, og
kona hans, Snjólaug Sveinsdóttir, vann
mikið og gott verk með þvi að betr-
umbæta tennur héraðsbúa.
V estmannaeyja. Ólafur Thoraren-
sen tannlæknir fluttist burtu um ára-
mótin. Kjartan Ólafsson augnlæknir
starfaði hér nokkuð.
3. Sjúkrahús og heilbrigðis-
stofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII—XVIII.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á
þessu ári samkvæmt töflu XVII 48
alls og eru jafnmörg sem á siðast
liðnu ári. Þó hefur siðan bætzt við
nýtt sjúkrahús í Keflavík. Á móti þvi
vegur, að af skrá hefur fallið Sótt-
varnarhús ríkisins, sem er úr sögunni
samlcvæmt ákvæðum hinna nýju sótt-
varnarlaga. Hið mikla, nýja sjúkrahús
á Akureyri, sem tekið var til nota á
árinu, telst ekki nýtt sjúkrahús i þessu
sambandi, með því að það kemur í
stað sjúkrahúss þess, sem fyrir var,
en þau umskipti segja til sín i sjúkra-
rúmafjölgun.
Rúmafjöldi allra sjúkrahúsanna telst
1585. Koma þá 10,2 rúm á hverja 1000
íbúa. Almennu sjúkrahúsin teljast 43
með 1029 rúmum samtals, eða 6,6%«.
Rúmafjöldi heilsuhælanna er 257, eða
1,6%».
Rvik. Um nokkur undanfarin ár
hefur Farsóttahús bæjarins að mestu
verið notað fyrir geðveika sjúklinga.
Hafa nokkrir starfandi læknar i
Reykjavík lagt þar inn sjúklinga hvað-
anæva af landinu, og haft þá þar til
rannsóknar og meðferðar, venjulega
um stuttan tíma. Hafa legið þar um
134 geðveikir sjúklingar á árinu (þar
með taldir 27 alkóhólistar). Fram-
kvæmdum við sjúkrahúsbyggingar
þær, sem unnið hefur verið að á ár-
inu, miðar hægt áfram.
Hafnarfj. Þetta er fyrsta heila árið,
sem hjúkrunarheimilið Sólvangur
starfar. Læknir var þar ráðinn Ólafur
Ólafsson, fyrrverandi héraðslæknir,
frá 1. febrúar. Bæði er þar rekið elli-
lieimili fyrir Hafnarfjörð og hjúkrun-
arheimili fyrir öryrkja og króniska
sjúklinga. í maíbyrjun tók svo til
starfa fæðingardeild í húsakynnum,
sem henni höfðu verið fyrirhuguð þar.
Meiri hluti fæðinga hefur farið fram
á deildinni, og auk þess hafa rúmlega
30 konur utan héraðs fætt þar lika.
í fyrstu var áformað, að læknar bæj;
arins legðu fæðandi konur þar inn. í
reyndinni hefur þetta orðið svo, að
læknir hælisins og Jónas Bjarnason,
sérfræðingur í fæðingarhjálp, sem
settist hér að á árinu, hafa stundað
konurnar. Óhætt er að segja, að deild-
in bæti úr brýnni þörf, þó að hún sé
ekki stór, en hún rúmar 16 fæðandi
konur. Um heimilishjálp er ekki að
ræða í slíkum tilfellum, nema að sjálf-
sögðu Ijósmóðurhjálp. Á þessu ári var
byrjað á viðbótarbyggingu St. Jósephs-
spitala hér. Sjúlcrarúmum fjölgar ekki,
svo að teljandi sé, en húsrými eykst,
og lyfta verður sett í húsið, en það
mun stórlega létta störfin. Héraðs-
læknir fékk leyfi heilbrigðisyfirvalda
til að sækja embættislæknanámskeið
World Health Organization i Gauta-
borg i ágúst og september.
Kleppjárnsreykja. Sjúkraskýlið ekki
rekið.
Reykhóla. Fest voru kaup á rönt-
gentækjum og koma þau á næsta ári.
Fjársöfnun til þeirra gekk með af-
brigðum vel. Þá voru keypt tæki til
súrefnisgjafar fyrir héraðið, og er það
til mikils öryggis, ekki sízt þar sem
sundlaug er á Reykhólum og sækja
börnin hana mikið.