Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 83
— 81
1954
Mislingar, sem virðast eiga erfitt
með að gerast hér, svo sem æskilegast
væri, landlægur, nokkurn veginn sam-
felldur faraldur, gerðu enn nokkurra
mánaða hlé á sókn sinni, þ. e. frá því
í september 1953 og þangað til í
febrúar á þessu ári. Var á þvi tíma-
bili ekkert mislingatilfelli skráð i
landinu. í febrúar hefst faraldur á
Akranesi og breiddist siðara hluta
ársins út um allt land að kalla, og er
aðeins ógetið í 3 héruðum (Bíldudals,
Grenivíkur og Djúpavogs). Náði far-
aldurinn hámarki i október og nóvem-
ber og hafði engan veginn lokið sér
af um áramót. Veikin mun yfirleitt
hafa verið væg og eftir atvikum ekki
mannskæð.
Rvík. Faraldur kom upp siðara
bluta sumars, náði hámarki í október
—nóvember, en var í mikilli rénun
um áramót.
Hafnarfj. Varð vart fyrst i maímán-
uði og náðu hámarki í nóvember. Um
aramót var faraldurinn farinn að réna.
Akranes. Komu í héraðið í marzlok
og gengu einkum í apríl—júlí. Úr því
fór allverulega að draga úr þeim, og
var þeim lokið fyrir áramót.
Kleppjárnsreykja. Gengu síðustu
fjóra mánuði ársins. Með vægasta
móti og ullu engu mannsláti.
Búðardals. Varð þó nokkuð vart í
vestari hluta sýslunnar i október og
nóvember. Engir fylgikvillar.
Reykhóla. Örfá tilfelli. Fjaraði fljót-
!ega út.
Þinfjeyrar. Enginn lézt.
Bolunffarvíkur. Meðalþungir; eng-
inn verulega mikið veikur og enginn
beldur verulega létt veikur, nema þau
börn, sem sprautuð voru með serum
á heppilegum tíma.
fsafj. Léttir og lítið um fylgikvilla.
Arnes. í október bárust mislingar á
einn bæ (ekki á mánaðarskrám).
Meiktust þar allir, sem þá áttu ó-
fengna, þ. e. 4 stúlkur: 15 ára, 12 ára
°g tvíburar 6 ára). Veikin var væg,
°g frétti ég ekki af henni fyrr en eftir
dúk og disk.
Hólmavíkur. Gengu síðustu mánuði
arsins, aðallega i Drangsnesi, þar sem
þeir höfðu ekki komið í 20 ár. Bárust
frá Reykjavik. Nokkuð var gefið af
reconvalescent-serum.
Hvammstanga. Faraldur í septem-
ber til desember, byrjaði í Bæjar-
hreppi, kominn frá Reykjavik. Mjög
margir fengu serum til varnar.
Blöndnós. Gengu siðara hluta árs-
ins, og fengu þá menn á öllum aldri.
Þeim heimilum fer mjög fækkandi,
sem reyna að einangra sig gegn þeim,
eins og áður tíðkaðist.
Höfffa. Fáein tilfelli. Veikin, sem
var væg og án fylgikvilla, náði ekki
að breiðast út, enda gengið liér ný-
lega.
Sauðárkróks. Bárust inn í héraðið
í september og breiddust mikið út.
Komu þeir upp samtímis á mörgum
bæjum í einum hreppi, en þar hafði
noklcru áður verið haldin barna- og
unglingasamkoma, og var auðséð, að
þar hafði einhver verið, er smitaði.
F.ftir eina meira háttar samkomu í
Varmahlíð breiddust þeir svo út um
allt héraðið. Voru þeir mikið iit-
Lreiddir september—nóvember, en
dóu svo út í desember. Lögðust
nokkuð misjafnlega á fólk, en lítið bar
á fylgikvillum. Nokkrir fengu mis-
lingaserum til varnar, eða til að draga
úr veikinni, annað hvort að ráði lækn-
is eða eftir eigin ósk, en erfitt reynd-
ist að fá serum.
Hofsós. Bárust i Haganeshrepp með
fólki frá Reykjavík. Hafði veikin ver-
ið greind þar sem rauðir hundar, að
sögn viðkomandi fólks. Engir fylgi-
kvillar.
Siglufj. Tóku að gera vart við sig i
september; fóru sér hægt í október,
en breiddust ört út í nóvember. Mátti
lieita, að þeir dæu út með árinu og
voru aldauða um áramótin. Yfirleitt
var faraldur þessi vægur og bar lítið
á eftirköstum og sérstaklega engum
berklatilfellum.
Ólafsfj. Bárust hingað frá Siglufirði
í nóvember. Byrjuðu aðallega að
breiðast út í desember.
Akuregrar. Bárust frá Reykjavík í
júlí, en breiddust aldrei neitt út og
voru fremur vægir.
Breiffumýrar. Komu á 1 bæ í vetrar-
byrjun. Létt tilfelli og engin út-
breiðsla.
11