Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 119
— 117 —
1954
Flateijrar (151). Lúsin er heldur á
undanhaldi hjá SúgfirSingum, en
tannskemmdir svipaðar og áður í
barnaskólum. Eitlaþroti 38, eitlinga-
auki 5, kokeitlingaauki 5, ilsig 7,
hryggskekkja 8, beinkramareinkenni
3, sjóndeyfa 5, heyrnardeyfa 4, Per-
thessjúkdómur 1, psoriasis 1.
ísafí. (436). Heilsufar yfirleitt gott
í skólum héraSsins, enda þótt farsótt-
ir væru meS meira móti, og enginn
þurfti aS hætta námi vegna veikinda.
Barnaskóli ísafjarSar: HúSkvillar 6,
ilsig og aSrir sköpulagsgallar á fótum
50, kokeitlaauki 46, eitlaþroti 26,
beinkramareinkenni 1, hryggskekkja
18. Barnaskóli í Hnifsdal: Hrygg-
skekkja 2, lcokeitlaauki 3, eitlaþroti 4,
ilsig 1.
Súðavíkur (62). Útlit barnanna og
holdafar var yfirleitt gott. Þetta helzt
athugavert: Sjóngallar: Asthenopia 1,
strabismus convergens 1, heyrnargall-
ar 1, microadenitis colli 14, hyper-
trophia tonsillarum 6, adenitis mesen-
terii 1, pityriasis simplex 1, sequelae
rachitidis 1, ilsig 1, naevus 1, scolio-
sis 2.
Árnes (36). Heilsufar skólabarna
gott. Tannskemmdir þó tiöar. Viðgerð-
ar tennur engar. Flest börnin lúsug
öðru hverju.
Hólmavíkur (149). Heilsufar yfir-
leitt gott. Lúsin enn við lýði á nokkr-
um heimilum. Algengustu kvillar
skólabarna: Hálseitlaþroti 62, kok-
eitlaauki 30, hryggskekkja 20, bein-
kramareinkenni 4.
Hvammstanga (136). Heilsufar skóla-
barna talið gott. 2 hryggskakkar stúlk-
ur (smávægilegt), engir áberandi sjón-
gallar, heyrn allra barnanna eðlileg,
ekki finnanleg skjaldkirtilsstækkun í
stúlkunum (1 sérstaklega athuguð).
Aðrir kvillar: Conjunctivitis 1, hol-
góma 1, lcokeitlaauki 24, hálseitla-
þroti 3.
Blönduós (107). Ekkert skólabarna
nieð alvarleg mein. Tæpur þriðjung-
ur hafði heilar tennur. Næstalgengasti
kvillinn alls konar sjóngallar, sem eru
hér mjög tiðir, því að þá hefur allt
að 4. hvert barn, fá þó á háu stigi.
Helzt er um að ræða sjónskekkjur. Þá
höfðu 5 börn kokeitlaauka, 4 rifja-
skekkjur, 2 eitlabólgu, 1 blóðskort og
1 var með offitu. Lús fannst að þessu
sinni ekki, en er þó ekki aldauða, sem
síðar kom í ljós. Er þar að visu varla
um að ræða nema eitt heimili hér á
Blönduósi, sem mjög illa gengur að fá
til samstarfs um aflúsun og maður á
í vandræðum með ár eftir ár.
Höfða (89). Tannskemmdir mest á-
berandi. Nokkur börn höfðu kokeitla-
bólgu, ilsig, hryggskekkju og sjóngalla,
fáein (nærsýni og sjónskekkju). Lús
eða nit fyrirfannst ekki, þótt ég leit-
aði með stækkunargleri.
Sauðárkróks (239). Óþrifakvillar
mikið að hverfa. Adenitis colli (oftast
á mjög lágu stigi) 138, kirtilauki í
koki 89, sjóngallar 20, blepharitis 6,
strabismus 5, kyphosis 3, scoliosis 2,
heyrnardeyfa 1, acne vulgaris 1, her-
nia 1, rhachialgia 1, conjunctivitis 1,
kryptorchismus 1, psoriasis 1, arthroi-
tis manus 1, strophulus 1.
Hofsós (133). Algengasti kvilli barn-
anna tannskemmdir. Um hypertrophia
tonsillarum virtist mér erfitt að dæma,
svo að vit væri í. Fannst tonsillur í
stærra lagi í 30 börnum, en fæst þeirra
höfðu einkenni frá þeim. 4 börn voru
greinilega adenoid, enda höfðu þau
öll fengið komplikationir frá því, svo
sem króniska nefstíflu, nefrennsli,
sinusitis og otitis. 2 börn virtust van-
nærð, og var hlutaðeiganda gert að-
vart um það. Ljósböð féllu niður að
þessu sinni vegna rafmagnsskorts.
Ólafsfí. (161). Lítils háttar eitlaþroti
9, kokeitlastækkun 23, sjóngallar 12,
afleiðingar beinkramar 15, hrygg-
skekkja 1, rangeygt 1, albinotismus 1,
kryptorchismus 1, pes equino-varus 1,
fæðingarblettur 1.
Akureyrar (1193). Akureyrarbarna-
skóli (850): Kokeitlastækkun 100,
sjóngalli 52, heyrnardeyfa 3, hrygg-
skekkja 12, flatfóta 45, aflögun á
brjóstkassa vegna fyrrverandi bein-
kramar 18, kvefhljóð við hlustun 30.
Barnaslcólar utan Akureyrar (343):
Sjóngalli 38, kokeitlastækkun 45,
hryggskekkja 14, beinkramareinkenni
5, slímhljóð i lungum 8, heyrnardeyfa
2, hvarmabólga 2, liðagigt um hné-
liði 2.
Grenivíkur (42). Börnin yfirleitt
i