Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 184
1954
— 182 —
æSum hjarta, enn fremur breyt-
ingar í hjartavöðva, sem báru
vott um langvinnan súrefnisskort.
Bæði lungu voru einnig mjög
stækkuð og bjúgur kominn i þau
bæði. Sýnilegt er, að dauðinn hef-
ur stafað af lokun á kransæðum.
64. 20. desember. S. B-dóttir, 42 ára.
Fannst hengd heima hjá sér. Hafði
verið hugsjúk eftir missi eigin-
manns síns. Ályktun: Suicidium.
Rvík. Ef mannslát urðu með voveif-
legum hætti eða lik fundust, var ég
jafnan til kallaður. Var þá ætíð kraf-
izt réttarkrufningar. Sakadómari leit-
aði álits míns i 6 barnsfaðernismálum.
Hafnarfi. Réttarkrufningar á líkum
í samhandi við slys hafa farið fram á
Rannsóknarstofu Háskólans i Reykja-
vík.
Akranes. 1 lík flutt til Reykjavíkur
á Rannsóknarstofu Háskólans til rétt-
arkrufningar.
22. Sótthreinsun samkvæmt
lögum.
Tafla XX.
Skipun sótthreinsunar eftir næmar
sóttir á heimilum er löngu úrelt orð-
in. Sótthreinsunarmenn fást trauðlega
skipaðir lögum samkvæmt, og er engu
nafni komið á þá skipun i allt að
helmingi héraða. Víðast annars staðar
er skipun sótthreinsunarmanna nafn-
ið eitt, enda reynir litt á, þvi að við-
burður er í flestum héruðum, að lækn-
ar fyrirskipi sótthreinsun. Má þá fara
nærri um æfingu þessara starfsmanna
til verka, ef til kæmi endrum og eins,
með ára og jafnvel áratuga millibili.
Almennt mun og glötuð trú á gildi
slíkrar sótthreinsunar fram yfir ræki-
lega heimilishreingerningu, er héraðs-
læknir gæti sagt fyrir um, hvernig
haga bæri í hverju einstöku tilfelli.
Þegar mikið þætti við liggja, mætti
fyrirskipa málningu herbergis eða
herbergja, sem nú er orðin svo auð-
veld i framkvæmd og mundi taka fram
allri annarri sótthreinsun. Er tími til
kominn að endurskoða farsóttalög-
gjöfina, að því leyti sem þetta varðar.
Á árinu fór hvergi fram lögskipuð
sótthreinsun í héruðum utan Reykja-
víkur. Þaðan bárust reikningar fyrir
32 sótthreinsanir, svo til eingöngu
vegna berklaveiki (91%).
23. Húsdýrasjúkdómar.
Reykhóla. Meira bar á doða í kúm
en undanfarin ár. Vilja sumir kenna
um óheppilegu fóðri vegna óþurrka-
sumars.
Hvammstanga. Þó nokkuð bar á
vesöld í kúm, doða og júgurbólgu.
Sauðárkróks. Allmikið bar á sjúk-
dómum og jafnvel bráðadauða í kúm.
Er óheppilegri fóðrun um kennt, en
lítið mun vitað um orsakir.
Grenivikur. Nokkuð bar á doða í
kúm eftir burð. Eru þvi bændur farn-
ir að gefa þeim sol. calc-borogluconas
fyrir burðinn, og reynist það vel.
Nokkuð bar einnig á doða i ám um
burðinn, en hans hefur ekki orðið vart
fyrr en síðustu ár.
Sey&isfj. Garnaveiki i sauðfé varð
vart á árinu. Aðrar sóttir ekki áber-
andi, aðallega doði í kúm.
24. Framfarir til almenningsþrifa.
Reykhóla. Vegur er nú kominn um
allt héraðið. Sími er á öllum bæjum
nema tveimur.
Flateyrar. Súgandafjörður: H.f.
Freyja keypti bátana m/s Friðbert
Guðmundsson og m/s Freyju II, rekur
þá og verkar aflann. Sturla Jónsson
leigir m/s Freyju I af h.f. Freyju og
vinnur úr aflanum, en hans bátur er
gerður út i Keflavík. H.f. ísver gerir
út m/s Hallvarð og lcaupir fisk af m/s
Súgfirðingi og m/s Gylli. Hreppsfélag-
ið keypti stóra ýtu, og heldur hún
götunum bílgengum og leiðinni út á
brimbrjótinn á vetrum. Siðast liðið
sumar var unnið með henni að vega-
gerð í ísafjarðardjúpi langt fram á
haust. Önundarfjörður: Unnið var síð-
ast liðið sumar að hafskipabryggjunni,
en smíði ekki lokið. Reistur var svart-
olíutankur hjá Kaupfélagi Önfirðinga,
og h/f ísfell kom upp hjá sér ísfram-
leiðslu. Keypt var 230 hestafla Liester-
vél í rafstöðina og hún stækkuð um
helming. Ásgeir Guðnason og Ragnar