Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 202
1934
200
Eftir að sjúklingurinn fór af hand-
læknisdeildinni, hafði hann alltaf ann-
að slagið verk í vinstri síðu og fékk
fjögur slæm köst með hitahækkun,
blóðlituðum uppgangi og verk í
vinstri síðu brjóstsins. Síðustu þrjá
dagana fyrir komu á deildina hafði
hann stöðugt blóðlitaðan uppgang, og
daginn, sem hann var lagður inn á
deildina, var tekin röntgenmynd af
lungum, og sýndi hún breytingar neð-
an til, vinstra megin.
Fljótlega eftir komu á spitalann var
sjúklingnum gefin pensilinmeðferð, og
rokkru síðar heparíninnspýtingar, en
það síðarnefnda er gefið inn i æð til
varnar því, að blóðtappar myndist í
rrðakerfinu. Fékk hann heparínmeð-
f'rð frá 13. desember til 4. janúar
1955. Fljótlega hætti að bera á blóði
hráka, og liðan batnaði. Hann fann
' ó til verkjar í vinstri síðu við og við.
n ma síðustu 10 daga spítalavistar-
innar, að hann var alveg einkenna-
laus frá lungum.
Rtg.mynd var tekin, eins og áður er
getið, daginn sem hann kom á deild-
ina (6. desember), og síðar brottfar-
ardag þ. 4. janúar 1955. Eru þær
breytingar, sem sáust við myndatök-
una, nú horfnar.
Röntgenmynd var tekin af hægri
fótlegg komudag á lyflæknisdeildina
(6. desember), og sýndi hún brot, sem
ekki var gróið. Röntgenmynd var end-
urtekin brottfarardaginn, og virtist á-
stand brotsins óbreytt.
Það er þekkt meðal lækna, að viss
tími líður frá slysum (t. d. beinbrot-
um), þar til einkenni um blóðtappa í
lungum koma fram. H. heitinn veikt-
ist hastarlega með öllum einkennum
um síðastnefndan sjúkdóm og einmitt
á þeim tíma frá beinbrotinu, sem hans
er helzt að vænta.
Allur gangur sjúkdómsins er mjög
einkennandi fyrir blóðtappa í lungum,
sem svo eftir heimkomuna gefur ein-
kenni með sprettum og versnar nokkr-
um dögum fyrir komu á lyflæknis-
deildina. Hin specifika meðferð (hepa-
rín) hafði fljótt góð áhrif á liðan
sjúklingsins, til styrktar þessari sjúk-
dómsgreiningu.“
Loks segir svo í læknisvottorði ...,
sérfræðings í augnsjúkdómum i
Reykjavik, dags. 4. nóvember 1955:
„Aðfaranótt sunnudagsins 23. jan.
1955 hafði ég undirritaður nætur-
vörzlu i læknavarðstofunni í Reykja-
vík og var þá kallaður, kl. milli 4 og
5, í húsið ... til H. B-sonar, er að
undanförnu hafði legið rúmfastur
vegna afleiðinga opins fótbrots, er
hann hafði hlotið i slysi á sumri
liðnu.
Sjúklingnum hafði skyndilega þyngt
mjög mikið, og er ég kom á staðinn,
var útiit sjúklingsins mjög slæmt, blá-
grár í framan (cyanotiskur), púls ó-
reglulegur, veikur og miklar kvalir i
brjósti vinstra megin. Sjúklingur tjáði
mér í slitróttum setningum, að hann
hefði í legu sinni á Landspítalanum
fengið i fleiri skipti blóðtappa í
brjóstið (infarkt), og kom sjúkdóms-
myndin vel heim við, að um slikt gæti
verið að ræða að nýju. Ég gaf sjúkl-
ingi hálfan annan cc af inj. pethidini.
Létti honum nokkuð við sprautuna, og
liðan varð skárri. Dvaldi ég hjá hon-
um tæpan hálftima.
Varð ég að því búnu að fara i aðra
vitjun, en að henni lokinni, nálægt
þrem kortérum seinna, fór ég enn til
H., og var hann þá nýlátinn, hafði
versnað skyndilega og dáið á 2 til 3
mínútum.“
Málið er lagt fgrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er álits á því, hvort blóð-
tappi, sem H. heitinn B-son mun hafa
látizt af, verði rakinn til slyss þess,
sem um ræðir i málinu.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð telur allar líkur benda til
þess, að blóðtappi sá, sem H. heitinn
B-son mun hafa látizt af, eigi rót sína
að rekja til slyssins, sem um ræðir.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 20. janúar 1956,
staðfest af forseta og ritara 19. febrúar
s. á. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.