Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 179
— 177 —
1954
magainnihald í barkakýli og barka
og lungu með drukknunareinkenn-
um. Virðist svo sem maðurinn
hafi kastað upp og drukknað í
spýjunni í ölæði. I lifur fannst
mjög mikil fita, eins og vanalegt
er í ofdrykkjumönnum. í ofan-
verðum ristli mörg sár, sem voru
á leiðinni að gróa. Litu þau út
eins og paratyfussár á batavegi.
^8. 21. júní. S. Þ-son, 37 ára. Lík
mannsins fannst á botni sund-
laugar í Rvík, en mun ekki hafa
legið þar lengi. Talið, að maður-
inn hafi verið geðbilaður um
skeið, en ekki vel syndur. Álykt-
un: Af krufningu auðsætt, af út-
liti lungna og froðu í barka og
berkjum, að maðurinn hefur
drukknað. í maganum fundust 2
smásár.
29- 22. júni. H. M-son, 32 ára kaup-
maður. Hafði drukkið mjög mikið
um langt skeið, en sérstaklega
síðustu 3 mánuði. Var fluttur í
sjúkrahús og fékk þar fljótlega de-
lirium tremens, brauzt mikið um
og var lítt viðráðanlegur. Dó upp
úr áflogunum. Ályktun: Við krufn-
ingu fannst geysimikil fitulifur,
svo að lifrin var meira en tvöfalt
þyngri en eðlilegt er (vó 3835 g).
Enginn annar sjúkdómur fannst.
Banameinið hefur verið ofdrykkja
með eyðileggingu á lifur og siðan
hin mikla áreynsla í delirium tre-
mens, sem hefur gert út af við
manninn.
22. júní. G. K., 53 ára kona. Hvarf
úr rúmi sínu um nótt og fannst
hengd uppi á lofti. Var talin bil-
uð á geðsmunum og hafði fengið
2 rafmagnslost með stuttu milli-
bili, hið seinna daginn áður en
hún fannst látin, en ákveðið hafði
verið, að hún fengi 3. lostið dag-
inn eftir. Ályktun: Af upplýsing-
um lögreglunnar og krufningu er
auðsætt, að konan hefur dáið af
hengingu.
29. júní. S. H. Þ-son, 9 ára. Hafði
fengið hníf (dolk) að gjöf og var
að leika sér með hann, sama
kvöldið og hann fékk hann. Var
einn i stofu heima hjá foreldrum
sínum, er hann kallaði til þeirra,
að hann hefði stungið sig í mag-
ann og að sér væri að blæða út.
Var strax fluttur í sjúkrahús, en
var að deyja, er þangað kom.
Ályktun: Við krufningu fannst
hægri arteria iliaca alveg slcorin
í sundur og einnig vena iliaca.
Töluvert magainnihald fannst í
barka, og virðist svo sem dreng-
urinn hafi kafnað, er hann lá
rænulaus af blæðingunni.
32. 30. júni. H. G. A-dóttir, 76 ára.
Fannst örend á tröppunum heima
hjá sér að næturlagi. Ályktun: Við
krufningu fannst mikil kölkun í
vinstri kransæð, svo að hún var
að kalla alveg lokuð. Einnig
fannst stækkað hjarta, aðallega
vinstra afturhólf, og allt hjartað
var vaxið við gollurshúsið. Nýru
voru bæði gífurlega stækkuð af
króniskri nýrnabólgu. Lokun á
kransæð hefur valdið skyndileg-
um dauða.
33. 5. júlí. H. F. S-son, 25 ára. Hafði
verið berklaveikur undanfarin 3
ár. Var að fara á skipi til Reykja-
víkur eftir thoracoplastík á Akur-
eyri. Var kvefaður, er hann fór
af stað, þyngdi fljótt og dó eftir
liálfan annan sólarhring á skip-
inu. Ályktun: Við krufningu
fannst gömul og að miklu leyti
gróin berklaveiki i hægra lunga,
en einnig noklcrar berklabreyting-
ar i efra hluta vinstra lunga. All-
ur neðri hluti vinstra lunga var
undirlagður af bólgu, og sáust
streptokokkar i bólgunni við smá-
sjárrannsókn. Banameinið hefur
verið lungnabólga af völdum
streptokokka.
34. 5. júli. M. T-dóttir, 57 ára. Hafði
verið heilsutæp, síðan hún datt
fyrir 12 árum og liður brákaðist
í hálsi hennar. Fyrir 3 vikum
hneig hún niður fyrir utan hús
sitt og var þá svo magnþrota, að
hún komst ekki hjálparlaust inn.
Lá síðan rúmföst mestan tímann
með óráði, unz hún lézt. Við
krufningu fannst bjúgur í heila,
sem var einkennilega blakkur á
lit. Við smásjárrannsókn fannst
23
L