Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 156
1954
154 —
sm3 og 6 í 1/100 sm3. Mjólkurflöskur:
Af 123 flöskum voru 102 vel þvegnar,
10 sæmilega og 11 illa þvegnar. Vatn
og sjór: Af 14 sýnishornum af neyzlu-
vatni reyndust 9 óaðfinnanleg, 1 gall-
að og 4 ónothæf. Af 19 sýnisliornum
af vatni og sjó til baða reyndust 9
óaðfinnanleg, 1 sæmilegt, 3 gölluð og
0 ónothæf. Uppþvottavatn: Sýnishorn-
in metin af borgarlækni. Lyf o. fl.:
Sýnishornin metin af eftirlitsmanni
lyfjabúða.
Atvinnudeildin hóf rannsóknir á
vatni i þorpum úti á landi, einkum
því vatni, sem notað er við fram-
leiðslu matvæla, svo sem i hraðfrysti-
liúsum, sláturhúsum og mjólkurbúum.
Tekin voru 18 sýnishorn, og reyndust
17 vera óaðfinnanleg, en 1 ónothæft.
II. Ymsar neyzlu- og nauðsynja-
vörur.
Borðedik 1 (innihélt mygluþræði),
ediksýra 1 (styrkleiki of litill, merk-
ing röng), kaffi, brennt og malað 2
(geymluskemmdir, mygla), karde-
mommur 1 (öskuinnihald of mikið),
kjötfars 24 (19 sýnishorn innihéldu of
mikla sterkju), pylsur 12 (3 sýnis-
horn innihéldu of mikla sterkju),
rjómaís 11 (prófun á smjörfitu, reynd-
ist eðlileg), smjör 6 (4 sýnishorn
verulega gölluð vegna geymslu-
skemmda), smjörliki 3 (1 sýnishorn,
merking vafasöm), sykur og sykur-
lögur 5 (1 sýnishorn, illa hreinsaður
sykur), neyzluvatn 3 (1 sýnishorn
zinkmengað, 1 með of miklu járni),
annað vatn 1 (mengun, þvagefni),
ýmislegt 6 (ekki ástæða til athuga-
semda). Sýnishornin voru flest send
til rannsóknar af borgarlækni í
Reykjavík.
Rvík. Við matvælaeftirlit og annað
heilbrigðiseftirlit unnu nú, eins og
áður, 5 eftirlitsmenn. Fóru þeir i sam-
tals 6937 bókaðar eftirlitsferðir á ár-
inu. Að öðru leyti visast til undanfar-
andi töflu um framkvæmd og niður-
stöðu eftirlitsins.
Vestmannaeyja. Heilbrigðisfulltrúi
hefur, í samráði við héraðslækni,
eftirlit með matvælum, sem seld eru
almenningi í bænum, en ekki er það
eftirlit fullnægjandi, og enn vantar
nokkuð á, að ákvæðum laga um út-
búnað matvöruverzlana sé fullnægt.
E. Manneldisráð rikisins.
Prófessor Júlíus Sigurjónsson hélt
áfram vítamínrannsóknum sinum á
sama hátt og áður.
F. Barnahæli, leikskólar og uppeldisheimili.
Ráðstafanir Rauðakrossins og ann-
arra til að sjá kaupstaðarbörnum fyrir
sumarvist í sveitum mun hafa verið í
svipuðu horfi sem undanfarið.
Rvík. Barnavinafélagið Sumargjöf
rak 4 dagheimili og 6 leikskóla á ár-
inu. Voru þar samtals 1576 börn.
Reykjavíkurbær rak 3 barnaheimili,
vöggustofu að Hlíðarenda (22 börn),
sumardvalarheimili að Silungapolli
(30 börn) og heimili fyrir munaðar-
laus börn í Kumbaravogi (20 börn).
Heimavistarskólar voru reknir að
Jaðri fyrir drengi (30), sem sækja
illa skóla eða eru erfiðir á einhvern
hátt. Heimavist fyrir 23 veikluð börn
í Laugarnesskólanum. Ríkið starfrækti
upptökuheimili að Elliðahvammi sem
athugunarstöð fyrir unglinga, er lent
hafa á glapstigum. Þar dvöldust 43
börn og unglingar á árinu. Einnig
starfrækti rikið vistheimili fyrir af-
vegaleidda drengi i Breiðuvik. Þar
voru 12 drengir á árinu. Hjúkrunar-
kona barnaverndarnefndar hafði eftir-
lit með 119 heimilum á árinu. Nefnd-
in útvegði 244 börnum og unglingum
dvalarstaði. Hjá nefndinni eru bók-
færð 529 afbrot 208 barna og ung-
linga. Á sumardvalarheimilum Rauða
Kross íslands dvöldust 241 barn. Á
sumardvalarheimilum Vorboðans
dvöldust 83 börn.
Sauðárkróks. Á 2 bæjum, Brekku og
Bergsstöðum (Lindarbæ), voru tekin
10—15 börn til sumardvalar frá Hafn-
arfirði og Keflavik. Dvöldust börnin
þar um 9 mánuði.
Akureyrar. Dagheimilið Pálmholt er
eign Kvenfélagsins Hlífar, sem einnig
annast rekstur þess. Árið 1954 starfaði