Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 166
1954
— 164 —
nokkur reynsla að vera fengin af því.
Héraðsbannið gerir að visu ekki nema
hálft gagn, þar sem hægt er að fá
áfengi sent í póstkröfum frá Reykja-
vík, og hefur pósthúsið þannig tekið
við af áfengisútsölunni. Þrátt fyrir
þetta er fullyrt, að miklu minna áfengi
komi í bæinn en áður. Er ekki óiík-
legt, að svo sé og töluvert minna sé
drukkið. Gömlu drykkjumennirnir
liafa þó ekki hætt, því að þeir
hafa alltaf einhver ráð. Standandi
póstkrafa þykir góð öryggisráðstöfun,
en margir láta sér nægja suðusprittið.
Það er notað hér óhóflega, og virðist
erfitt að sporna við því, á meðan
suðusprittsala á annað borð er leyfð
og sprittið ekki meira mengað en nú
er liér. Sú leið væri sjálfsagt bezt að
menga sprittið þeim efnum, er gerðu
það í raun og sannleika ódrekkandi,
þótt ekki væri banvænt eða hættu-
legt. Sagt er, að Norðmenn hafi nú
nýlega tekið upp þá aðferð hjá sér, og
ætti slíkt einnig að vera hægt hér, því
að ómótmælanlegt er, að því erfiðara
sem er að ná í áfengið, því minna
verður drukkið. Hitt er svo annað
mál, að mér finnst allt hjal um bind-
indisfræðslu koma að litlu gagni, þ. e.
a. s. framkvæmdirnar vera litlar. Ég
hefði haldið, að hér gætu skólarnir
unnið miklu meira gagn en þeir gera
nú, ef málið væri tekið réttum tökum,
og mætti þá tóbakið vel vera með á
þeirri námsskrá.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess i skýrslum
sinum (sbr. töflu XIII), hvernig 4109
börn, sem skýrslurnar ná til að þessu
leyti, voru nærð eftir fæðinguna. Eru
hundraðstölur sem hér segir:
Brjóst fengu........ 93,6 %
Brjóst og pela fengu 3,5 —
Pela fengu ......... 2,9 —
í Reykjavík líta samsvarandi tölur
þannig út:
Brjóst fengu........ 98,7 %
Brjóst og pela fengu 0,2 —
Pela fengu ......... 1,1 —
Af 745 ungbörnum, sem hurfu úr
umsjá Heilsuverndarstöðvar Reykja-
víkur á árinu, höfðu samkvæmt
skýrslu stöðvarinnar 643 ungbörn, eða
86,3%, verið lögð á brjóst, 55, eða
7,4%, voru eingöngu alin á pela, en
ókunnugt er um 47, eða 6,3%. Af
brjóstabörnunum voru 194, eða 30,2%,
„eingöngu á brjósti", 53, eða 8,2%,
i 4—5 (líklega réttara 4—6) mánuði,
81, eða 12,6%, í 3—4 mánuði, 123,
eða 19,1%, i 2—3 mánuði, 165, eða
25,7%, i 1—2 mánuði, og 27, eða 4,2%,
ckki fullan mánuð. Ef gert er ráð fyr-
ir, að þau börn, er voru „eingöngu á
brjósti", hafi sleppt brjóstinu eftir 6
mánuði, hefur meðalbrjósteldistími
þeirra numið sem næst 3% mánuði.
Ólafsvíkur. Þokast líklega frekar í
rétta átt. Þó eru ungar mæður lítt
sjálfbjarga, en verða að fara í smiðju
til hinna, sem reyndari eru.
Reykhólu. Virðist góð. Lýsistaka er
almenn.
Höfða. Ágæt; enginn ungbarna-
dauði.
ísafí. Alls staðar góð, að ég held.
Þórshafnar. Börn yfirleitt ekki höfð
á brjósti nema 1—2 vikur. Lýsis-
gjafir ekki almennar.
Seyðisfí. Yfirleitt góð.
Vestmannaeyja. Yfirleitt góð hér.
9. íþróttir.
Ólafsvíkur. Eiga æði mikil ítök í
hugum unga fólksins. Skortir þó skipu-
lagningu.
Reykhóla. Sundlaugin á Rcykhólum
er mikið notuð. Haldið er sundnám-
skeið á hverju vori fyrir fermingar-
börn úr næstu hreppum. Skólabörn á
Reykhólum iðka sund daglega um
skólatímann.
Hólmavíkur. íþróttir ákaflega lítið
stundaðar, enda engin skilyrði til
sliks, a. m. k. ekki hér á Hólmavik.
Ólafsfí. Lifnaði aðeins yfir þeim,
einkum sundíþróttinni, vegna þess að
sundmeistaramót íslands var haldið
hér um sumarið.
Grenivíkur. Dauft er hér yfir öllu
iþróttalifi, enda eðlilegt, þar sem
yngra fólkið er að heiman mestan
hluta ársins. íþróttavöllurinn hefur
verið lagfærður, en hann er svo blaut-