Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 173
— 171 —
1954
Flateyjar. íhlutun um rottueitranir
og aukið hreinlæti í barnaskólanum.
ísafj. Störf heilbrigðisnefndar voru
wjög með svipuðum hætti og verið
hefur hin seinni ár. Nýr heilbrigðis-
fulltrúi var ráðinn á árinu og for-
nianni heilbrigðisnefndar falið að
semja handa honum erindisbréf. Ný
heilbrigðissamþykkt fyrir ísafjarðar-
kaupstað, sem lengi var búin að vera
i deiglunni, hlaut staðfestingu 24. júní
1954. Sú, sem fyrir var, hafði þá enzt
í 48 ár.
Hvammstanga. Heilbrigðisnefnd
skipuð fyrir Hvammstanga á sýslu-
fundi. Hélt einn fund, gekk um þorp-
ið, athugaði þrifnað og umgengni og
reyndi að fá bætt úr því, er henni
þótti helzt áfátt um í þvi efni.
Akureyrar. Heilbrigðisnefndin hélt
22 fundi á árinu og afgreiddi marg-
vísleg mál. Af málum þeim, sem heil-
brigðisnefnd hafði til meðferðar, var
nieðal annars samning nýrrar heil-
l>rigðissamþykktar. Úr margvíslegum
umkvörtunum varðandi óþrifnað og
fleira gátu þeir leyst upp á sitt ein-
dæmi, héraðslæknir og heilbrigðisfull-
trúi, svo að ekki þurfti að leggja þau
fyrir heilbrigðisnefnd.
Vestmannaeyja. Ný heilbrigðissam-
Þykkt er í smíðum. Nokkrir fundir
hafa verið haldnir á árinu, og nú að-
allega verið fengizt við mjólkurmálin,
framan af árinu, og siðan sorphirð-
inguna. Heilbrigðisnefnd lét gera skrá
yfir útikamra, og kom i ljós, að þeir
voru enn ótrúlega margir. Víða haml-
aði vatnsleysið, of litlir brunnar eða
vöntun á frárennsli, en oftast var þó
um hreinan trassaskap að ræða, og
hefur þvi nú verið ákveðið að beita
öllum hugsanlegum ráðum til að út-
rýma kömrunum. Hefur bæjarstjórn
meðal annars lofað að hjálpa þeim,
Sem ekki telja sig hafa bolmagn til
að standa undir þeim breytingum og
kostnaði, sem salernisbygging hefði i
för með sér.
20. Ónæmisaðgerðir.
Tafla XIX, 1—5.
Ónæmisaðgerðir, aðrar en kúabólu-
setning, eflaust mjög vantaldar í
skýrslum, ekki sízt í Reykjavík, þar
sem m. a. var ekki hirt um að hafa
reiður á fjölda þeirra barna, sem bólu-
sett voru gegn kikhósta og stífkrampa,
jafnframt því sem þau voru bólusett
gegn barnaveiki. Bólusetning manna
gegn taugaveiki og Austurlandasótt-
um, er menn gangast undir í sam-
bandi við utanlandsferðir og Rann-
sóknarstofa Háskólans framkvæmir að
jafnaði, kemur og ekki til skila á
skýrslum.
Hafnarfj. Bólusetningar fóru fram
eins og áður. Lítil eftirspurn eftir
frumbólusetningu. Endurbólusetning
fór fram í öllum barnaskólunum á
börnum eldri en 10 ára. Bólan kom
sæmilega út, og alvarlegir fylgikvillar
voru engir. Sömu sögu er að segja af
ónæmisaðgerðum gegn barnaveiki —
eftirspurn var lítil.
Akranes. Kúabólusetning fór seinna
fram en venjulega, og varð minna af
henni. Orsakaðist það af faröldrum
þeim, inflúenzu, kikhósta og misling-
um, sem gengu hér fram á sumar. Út-
koman var á fyrra ári allsvæsin, bæði
mikil og stóð lengi — náði hámarki
í sumum tilfellum á 11.—12. degi —
þótt ekki verði sagt, að börnin hafi
veikzt alvarlega. Má vera, að þetta
liafi dregið nokkuð úr aðsókn. Bólu-
efnið reyndist að þessu sinni svipað,
—- virtist hæfilegt að taka það úr
kuldageymslunni og geyma það 1—2
vikur á svölum stað. Bólusetning gegn
barnaveiki var auglýst og fólki gefinn
kostur á henni eftir vild, en fáir voru
þeir, sem notuðu sér það, eins og
skráin sýnir. Virðist fólk skorta skiln-
ing á því nú orðið, hve barnaveiki er
hættulegur sjúkdómur.
Ólafsvíkur. Úr kúabólusetningu varð
ekki á árinu, nema á 2 unglingum,
sem fóru í skóla.
Búðardals. Kúabólusetningar fórust
fyrir að mestu vegna mislingafarald-
urs, sem gekk um það leyti, sem bólu-
setning átti að fara fram.
Reykhóla. Kúabólusetning jafnframt
skólaskoðun.
Flateyjar. Útkoma léleg, að öllum
likindum vegna galla á bóluefni.
Flateyrar. Kúabólusetning var ekki