Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 171
inn í hann, þar sem búast má við, að
plötur detti úr loftinu þá og þegar.
Lengi hefur verið rætt um byggingu
nýs samkomuhúss, en mér er ekki al-
niennilega ljóst, á hverju strandar.
Hvammstanga. Ný kirkja reist á
Prestbakka og grunnur lagður að
nýrri kirkju á Hvammstanga.
Höfða. Hér er ekkert viðunandi
samkomuhús, en lélegur braggi not-
aður til samkomuhalds.
Ólafsfj. Gamla samkomuhúsið hrörn-
ar meir og meir, en verulegur skriður
er ekki kominn á byggingu félags-
heimilis.
Akureyrar. í samkomuhús bæjarins
er nú búið að setja föst sæti, og hefur
templurum verið leigt það til kvik-
niyndasýninga, jafnframt því að leik-
félag bæjarins hefur aðgang að því
®eð leiksýningar sínar. Tilfinnanleg-
Ur skortur er hér á góðum danssal,
siðan samkomuhúsinu var breytt í
núverandi form.
Grenivikur. Samkomusalurinn i
skólahúsinu ekki í svo góðu lagi sem
æskilegt væri. Ein orsök þess, að hann
er ekki lagfærður, mun sú, að i ráði
er að byggja við skólahúsið og breyta
i>ví. Umgengni um þessi hús og kirkju-
garða er sæmileg.
Þórshafnar. Samkomuhúsið í Þórs-
Löfn, gamall járnsleginn trékumbaldi,
brann til kaldra lcola i byrjun október.
Vopnafj. Að félagsheimili á Vopna-
firði var ekkert unnið á árinu. Á Hofi
var komið upp snotru samkomuhúsi,
nijög við hæfi sveitarinnar. Kirkjum
er vel við haldið, en kirkjugarðar i
vanrækslu. Minna þeir einna mest á
storþýfið í gömlu túnunum, nema
hvað náttúran gerði þúfurnar miklu
asjálegri og viðfeldnari. Mývetningar
Lafa riðið myndarlega á vaðið með
kirkjugarð sinn á Skútustöðum. Gerð-
nr var uppdráttur af garðinum og
|eiðin merkt inn á kort, sem hangir
J kirkjunni, en garðurinn jafnaður og
breytt í sléttan grasflöt, en trjágróður
groðursettur umhvefis innan girðing-
ar. Ættu fleiri að taka upp þann hátt.
Geyðisfj. Samkomuhúsið er nú loks
aÖ verða fullgert. Kirkjusókn er i
betra meðallagi. Kirkjugarður mætti
Vera betur hirtur.
18. Meindýr.
Rvík. A árinu bárust alls 1213 kvart-
anir um rottugang, og fram fóru 16932
skoðanir. Rottu og mús var útrýmt á
2031 stað. Alls var dreift 93057 eitur-
skömmtum. Dúfum var útrýmt á 157
stöðum. Alls voru drepnar 2627. Mein-
dýraeyðir útrýmdi veggjalús á 22 stöð-
um, silfurskottu á 15, fatamöl á 168,
mjölmöl á 11, stökkmor á 6 og bjöll-
um á 4. Hann eyddi einnig rottu og
mús á 198 stöðum. Blásýruloft var
notað einu sinni við útrýmingu á
tínusbjöllu.
Reykhóla. Rottur eru hér ekki, en
mikið var um mýs í vetur.
Flateyjar. Eitrað fyrir rottu víða.
Mýs viðíoðandi.
Akureyrar. Ekki hefur borið mikið
á meindýrum, nema helzt rottum.
Alltaf nokkuð af þeim, þó að eitrað
sé fyrir þær tvisvar á ári. í einu húsi
komu veggjalýs i farangri frá Noregi,
og tókst sæmilega fljótt að útrýma
þeim með því að blása 40% DDT dufti
á veggi, loft og húsgögn.
Grenivíkur. Mikið var orðið hér um
rottur. Var því framkvæmd allsherjar-
eitrun síðast liðið haust, og tókst hún
sæmilega, en skömmu síðar fór að
bera mikið á músagangi. Geta frost-
hörkur og jarðleysi hafa valdið nokkru
um. Talsvert mun vera af ref við sjó
og á afrétti, en ekki leggst hann á
sauðfé að ráði.
Þórshafnar. Mikill músagangur hér
í þorpinu. Mikið eitrað fyrir þær, og
virðist bera góðan árangur um stund-
arsakir.
Seyðisfj. Ekki kunnugl um önnur
meindýr en rottur, sem er haldið mjög
í skefjum með eitri.
Nes. Rottugangur í minna lagi. Dýr-
bitur gerði nokkuð vart við sig i
sveitahreppunum.
Vestmannaeyja. Vel hefur tekizt að
halda rottuplágunni niðri hér undan-
farin ár með ágætu rottueitri, sem
heilbrigðisfulltrúi lætur mönnum í té
endurgjaldslaust og leiðbeinir um
notkun á. Um veggjalús eða húsaskíti
hefur ekki verið kvartað.
22