Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 111
— 109 —
1954
50. Gastritis.
Kleppjárnsreykja. 3 tilfelli.
Ólafsvíkur. Gastritis simplex 4,
chronica 5, nervosa 2.
Reykhóla. Töluverð brögð af maga-
bólgu og eykst með hverju ári.
Flateyrar. 6 sjúklingar, allir frá
Suðureyri, á vetrarvertíðinni, og urðu
3 alveg að hætta róðrum.
Súðavikur. 7 tilfelli.
Vopnafj. 4 tilfelli.
51. Glaucoma.
Ólafsvíkur. 4 tilfelli.
52. Granuloma.
Ólafsvikur. 1 tilfelli.
Búðardals. Granuloma faciei 1.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
Sauðárkróks. 6 tilfelli.
Ólafsjj. 3 sjúklingar.
Grenivíkur. 4 sjúklingar.
Vopnafj. 4 tilfelli.
53. Haematoma subdurale.
Búða. 12 ára gömul stúlka kvartaði
um dvínandi sjón. Var skorin upp hjá
prófessor E. Busch í Kaupmannahöfn.
^ar hér um að ræða gamalt, stórt
haematom, sem lá yfir hægra heila-
helmingi, einkum framanverðum. Ekki
var vitað um áverka á höfði stúlku
bessarar. Við nánari eftirgrennslun
síðar skýrði móðir stúlkunnar frá því,
að skömmu áður en hún ól barnið,
hefði hún dottið ofan af stóli, sem hún
stóð á, og lent með neðanverðan kvið
á hvössu borðshorni. Einnig minntist
hún þess, að barnið, nýfætt, hefði ver-
ið með stóran marblett hægra megin
á höfði og andliti.
54. Haemorrhoides.
Kleppjárnsreykja. 9 tilfelli.
Ólafsvíkur. 6 tilfelli.
Þingeyrar. 3 tilfelli.
Súffavikur. 2 tilfelli.
Vopnafj. 1 tilfelli.
55. Herniae.
Kleppjárnsreykja. 1 tilfelli.
Reyklióla. 23 ára karlmaður sendur
td aðgerðar vegna hernia inguinalis.
Þingeyrar. 3 tilfelli.
Höfða. Hernia umbilicalis 2, in-
guinalis 1, femoralis 1.
Sauðárkróks. 4 sjúklingar, allir
skornir.
Ólafsfj. 3 sjúklingar, þar af 1 incar-
ceratio á barni með cryptorchismus.
Skurðaðgerð á Siglufirði.
Kópaskers. Óvenjumargir sendir til
aðgerðar á árinu. 2 gamlir menn ganga
með nárahaul beggja vegna og nota
umbúðir.
Seyðisfj. Alltaf gert við nokkur
kviðslit árlega.
Búða. 3 drengir á aldrinum 1—3 ára
fengu haul í sjálfheldu, allir í sama
mánuði. Voru síðar sendir i sjúkrahús
til aðgerðar.
56. Hydrocele testis.
Hvammstanga. Maður um sextugt, ei
áður getið. Punctio venjulega 3—4
sinnum á ári.
Sauðárkróks. 1 tilfelli.
Þórshafnar. 2 tilfelli. Annað skorið
á Landsspítalanum, á hinu gerð punc-
tio, og er það 10 ára drengur.
57. Hypertensio arteriarum.
Kleppjárnsreykja. 4 tilfelli.
Ólafsvíkur. Hypertonia transiens 6,
fixa 5.
Búðardals. 8 tilfelli. Virðist einkum
ásækja konur.
Reykhóla. 20 ára stúlka allslæm,
hefur haft einkenni frá 12 ára aldri.
5 sjúklingar aðrir, allir yfir sextugt.
Þingeyrar. 6 tilfelli.
Flateyrar. 3 tilfelli. Góður árangur
hefur oft náðst af serpasilmeðferð.
Súffavíkur. 8 tilfelli.
Hólmavikur. Algeng i rosknu fólki
(65 ára og eldra), en einnig allmörg
tilfelli i miðaldra fólki.
Blönduós. Virðist fara í vöxt, eink-
um i konum, en vera má, að maður
sé betur vakandi fyrir þvi að mæla
blóðþrýsting en áður. Serpasil og
skyld lyf gefast stundum vel, en
stundum er eins og slett sé vatni á
gæs. Annars virðast sumir geta gengið
með háþrýsting árum saman án vei'u-
legs baga.
Grenivíkur. 7 tilfelli, allt roskið
fólk.