Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 95
— 93 —
1954
tbc. Er kunnugt um smitendur í öll-
um þessum tilfellum; voru það berkla-
veikir aðkomumenn, sem fóru á Víf-
ilsstaði. 13 ára drengur, berklabólu-
seltur fyrir nokkrum árum á Líkn,
félck adenitis axillae sama megin s. 1.
sumar. Gróf í þessum eitlum, svo að
skafa varð þá út. Greri það vel, og
hefur hann verið heilbrigður síðan.
Akranes. Einn skráðra sjúklinga
var 23 ára karlmaður með berkla i
eitlum á hálsi. Batnaði eftir operatio.
45 ára sjómaður með lungnaberkla.
Við skólaskoðun reyndist barn frá
heimilinu jákvætt i fyrsta sinn. Var
þá ákveðin skoðun á fjölskyldunni.
En um sama leyti var framkvæmd
skoðun á áhöfn skips þess, sem hann
var á, og fannst hann við þá skoðun.
hriðji sjúklingurinn var aðflutt kona,
27 ára, frá Reykjavik.
Kleppjárnsreykja. Starfsstúlka á fá-
vitahælinu á Kleppjárnsreykjum var
send í Líkn og reyndist hafa tbc.
pulmonum. Fór á Vifilsstaði.
Búðardals. 2 konur blásnar heima
a árinu. Öll skólabörn berklaprófuð
sem áður í byrjun skólaársins. Engin
ný berldasmitun kom í ljós.
Þingeyrar. Maður veiktist með smit-
sndi lungnaberkla, smitaði fernt á
heimili sínu með brjóstholseitlaberkl-
um og þrimlasótt. Var sendur á hæli.
2 sjúklingar nutu loftbrjóstaðgerðar á
árinu.
Flateyrar. Við skólaskoðun á Flat-
evri revndust 3 börn jákvæð við
herklapróf, en höfðu verið neikvæð
áður.
ísafj. S. A.-dóttir er uppeldisdóttir
B.-sonar, sem verið hefur sjúkling-
ur á Vífilsstöðum i mörg ár, en komið
°ft heim í sumarleyfum. Hún fékk
slæmt kvef skömmu eftir barnsburð i
niarz 1954, en kom ekki til rannsókn-
ar fyrr en í byrjun júní. Var hún þá
uieð allstóra cavernu í hægra lunga
°g bólgublett í vinstra lunga. Um-
fangsmiklar rannsóknir voru þegar
gerðar á öllu umhverfi hennar og
stöðugt eftirlit haft með börnum henn-
ar og tengdafólki. Börn hennar, öll 3,
sýktust og voru lengi i sjúkrahúsi ísa-
fjarðar, en horfur eru á því, að þau
nái fullum bata. Mágkona S. fékk
erythema nodosum á síðast liðnu
hausti og er nú undir eftirliti. G. A.-
son kom veikur úr unglingaskólanum
í Reykjanesi á leið heim til sín, í
Strandasýslu. Hann var stöðvaður,
nánast af tilviljun. Reyndist hann vera
með smitandi berklaveiki í lungum.
Út af þessu voru gerðar ráðstafanir til
þess, að öll skólasystkini hans yrðu
rannsökuð og höfð undir eftirliti um
eins árs skeið. Var héraðslæknum við-
komandi nemenda gert aðvart um
þetta.
Siiðavíkur. Piltur frá Bæ í Árnes-
hreppi á Ströndum kom til min
snemma í april á heimleið úr Reykja-
nesskóla. Rtg-skyggning og sputum-
rannsókn á Sjúkrahúsi ísafjarðar. í
Ijós kom, að pilturinn var bacillær, og
var hann sendur skömmu síðar á Víf-
ilsstaðahæli. Er á berklaskrá á ísafirði.
Til þess að fylgzt yrði með öðrum
unglingum, sem verið höfðu samtímis
piltinum í skólanum, gerði ég hlutað-
eigandi héraðslæknum aðvart. í byrj-
un september veiktist 14 ára gömul
slúlka á bæ hér við Djúp af pleuritis
exsudativa. Hafði verið á Reykjanes-
skóla um veturinn. Lá háfebril á aðra
viku. Batnaði furðu fljótt við isonia-
zid -f PAS-meðferð. Við Rtg-skyggn-
ingu i byrjun október var exsudat að
miklu leyti horfið. Kom siðan mán-
aðarlega til eftirlits og virðist nú al-
bata. Á berklaskrá á ísafirði.
Hólmavikur. Loftbrjósti viðhaldið á
3 sjúklingum.
Hvammstanga. 2 sjúklingar, konur,
sérstaklega athugaðar, önnur á Vifils-
stöðum, var þar um tíma, en hin hjá
Berklavarnarstöð Reykjavíkur. Hvorug
reyndist hafa virka berkla.
Blönduós. Virðist vera að hverfa úr
héraðinu. Undanfarin ár hafa komið
fram fáein ný tilfelli í Höfðakaupstað,
en í héraðinu var aðeins eftir 1 mað-
ur á skrá, bóndi í Vatnsdal. Eftir Víf-
ilsstaðavist Var gerð á honum thoro-
coplastic fyrir nokkrum árum, og hef-
ur hann síðan verið undir sífelldu
eftirliti, en getur ekki lengur talizt
með virka berkla.
Sauðárkróks. Systkin frá sama
heimili á Sauðárkróki. Stúlkan var
með tbc. pulmonum á byrjunarstigi og