Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 208
1954
— 206 —
Diagn.: Periarthritis humeroscapula-
ris sin.
Röntgenmynd af v. öxl negativ.
Sjúkl. hefur verið hjá mér siöan.
Nú er sjúkl. verkjafri, engin sjáan-
leg vöðvarýrnun á axlarsvæði, en
hreyfingar eru hindraðar. Það vantar
ca. 15° á 90° abduktion í v. axlarlið.
Sjúkl. getur með erfiðismunum fært v.
hönd í hnakka. Heldur er það léttara
fyrir hann að færa v. hönd í mjóbak,
en rotation er annars allhindruð,
þannig að sjúkl. á erfitt með vinni!
(erfiðisvinnu).“
. .. læknir, sem áður er nefndur.
segir í vottorði, dags. 15. október 1954,
á þessa leið:
„H. P-son, f. ... febrúar 1904, hefur
óskað eftir vottorði vegna verkja i v.
öxl, sem hann telur, að hann hafi
fengið sem afleiðing af slysi, er hann
varð fyrir i marz s. 1.
Ég vil þá fyrst vísa til vottorðs, sem
ég gaf honum fáum dögum eftir slysið
(þ. e. 3. april 1954). Enn fremur vil
ég vísa til vottorðs ... læknis [fyrr-
nefnds sérfræðings í gigt- og liðsjúk-
dómum], en hann hefur stundað hann
vegna periarthritis humeroscapularis
sin., en einkenni um það fóru að koma
í ljós i júlí s. 1., en um það leyti var
sjúkl. í neurologiskri rannsókn hjá . ..
lækni [sérfræðingi í tauga- og geð-
sjúkdómum], og sendi hann H. [P-
son] til ... [fyrrnefnds sérfræðings í
gigt- og liðsjúkdómum] til meðferðar.
Hvort umræddur sjúkdómur er af-
leiðing af slysi því, er sjúklingurinn
varð fyrir í marz s. 1., get ég ekkert
fullyrt. Hins vegar upplýsir hann, að
hann hafi ekkert unnið á þessu tíma-
bili og ekkert komið fyrir öxlina á
honum, og mundi það styðja, að svo
gæti verið.“
... [fyrrnefndur], sérfræðingur í
tauga- og geðsjúkdómum í Reykjavík.
segir i vottorði, dags. 22. október 1954,
að slasaði hafi verið hjá sér til lækn-
inga síðan 26. júlí s. á. Síðan segir
hann á þessa leið:
„Aðalkvartanir hans voru þyngsli i
höfði, almenn þreyta og taugaóstyrk
leiki. Þ. 27. júlí kvartaði hann um
verk i v. öxl, sem hann heldur fram,
að stafi frá slysinu.
Neurologisk skoðun negativ.
Diagnosis: Commotionis cerebri
sequelae.“
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
að óskað er álits um, hvort verkir
þeir, sem stefnandi samkvæmt gögn-
um málsins telur sig hafa haft í vinstri
öxl, séu sennileg afleiðing þess slyss,
sem um getur í málinu.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Af þeim gögnum, sem fyrir liggja,
verður ekki ályktað, að verkirnir í
vinstri öxl, sem stefnandi fer að finna
til í júli 1954, séu afleiðing af bílslysi
því, er hann varð fyrir hinn 10. marz
sama ár.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 24. apríl 1956
staðfest af forseta og ritara 5. mai s. á,
sem álitsgerð og úrskurður læknaráðs.
Mdlsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykja-
víkur, kveðnum upp 19. febrúar 1957, var
stefndur, T. T-son, dæmdur til að greiða
stefnanda, H. P-syni, kr. 5250.00 með 6% ;n's-
vöxtum frá 10. marz 1954 til greiðsludags,
kr. 123.84 1 orlofsfé og kr. 950.00 í máls-
kostnað.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefndan.
5/1956.
Rorgardómari í Reykjavík hefur
með bréfi, dags. 10. apríl 1956, sam-
kvæmt úrskurði, kveðnum upp á bæj-
arþingi Reykjavikur 6. s. m„ leitað
umsagnar læknaráðs í málinu nr.
565/1956: A. B-son gegn fjármálaráð-
herra f. h. rikissjóðs.
Málsatvik eru þessi:
Aðfaranótt sunnudagsins 30. apríl
1944 varð A. B-son, .. .fræðingur, nú
til heimilis að ... í Reykjavík, fyrir
meiðslum af völdum lögregluþjóna,
sem handtóku hann fyrir utan Hótel
Borg í Reykjavik, sbr. dóm hæstarétt-
ar, uppkv. 15. nóvember 1948 í málinu
nr. 19/1947, en endurrit þess dóms
hefur verið lagt fram í máli þessu.