Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 88
1954
— 86 —
Hafnarfj. Síðara hluta ársins varð
vart rauðra hunda samtímis misling-
um. í mörgum tilfellunum fengu sömu
börnin báðar farsóttirnar, hvora eftir
aðra.
Akranes. Gengu seinna hluta ársins,
frá því i ágúst, og höfðu ekki lokið
sér af um áramót. Bent var á það
opinberlega, hver hætta stafaði af
þeim fyrir fóstrið á fyrsta hluta með-
göngutímans.
Kleppjárnsreykja. Komu fyrir síð-
ustu mánuði ársins.
Þingeyrar. Vægur faraldur síðara
hluta ársins.
Hvammstanga. Faraldur allan seinna
hluta ársins. Tilfellin vafalaust mun
fleiri en þau, sem komust á skrá, því
að kvilli þessi varð mjög útbreiddur,
en yfirleitt vægur.
Blönduós. Stungu sér niður um
haustið og sáust aftur í árslok í 2
ungmennum, sem voru heima í jóla-
fríi.
Sauðárkróks. Virðast fylgja í kjöl-
far mislinga.
Siglufj. I júlímánuði bárust hingað
rauðir hundar. Þeir breiddust talsvert
út og voru viðloðandi fram yfir ára-
mót, en voru vægir og læknis eigi
vitjað í mörgum tilfellum. Stundum
var erfitt að greina „hundana“ frá
mislingum, einkum ef hvorum tveggja
lenti saman eða í hælana hvor á
öðrum, og kom það sér illa, en varð
þó aldrei að fjörtjóni.
Ólafsfj. Veikin byrjaði í ágúst og
gerði vart við sig alla mánuði ársins
úr þvi. Miklu fleiri munu hafa veikzt
en þeir, sem skráðir eru, vegna þess
að veikin var oft mjög væg og því
ekki vitjað læknis.
Akureyrar. Kona, sem fékk rauða
hunda, var vanfær og hafði gengið
með i ca. 3% mánuð. Konan eignað-
ist algerlega eðlilegt barn á réttum
tima.
Breiðumýrar. Bárust i húsmæðra-
skólann að Laugum í septemberlok
með nemanda af Fljótsdalshéraði.
Voru viðloðandi á Laugum til ára-
móta, en fóru hægt yfir og voru mjög
vægir.
Kópaskers. Bárust til Raufarhafnar
í júni og voru viðloða í héraðinu til
áramóta. Veikin mjög væg, nema 2
fyrstu tilfellin.
Nes. Nokkur faraldur síðustu mán-
uðina.
Djúpavogs. Byrjuðu að gera vart við
sig í desember. Voru mjög vægir,
nema helzt i ungbörnum, sem fengu
sum háan hita og slæma hálsbólgu um
leið.
Vestmannaeyja. 3 einangruð tilfelli
skráð um sumarið, en aðallega tók að
bera á veikinni um árslokin.
19. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 19.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. 69 42 21 32 39
Dánir „ „ „ „ „
Einstök dreifð tilfelli í 9 héruðum,
og verður enginn faraldur úr, enda
hvert tilfelli nú fljótlæknað með fúka-
lyfjum.
Hafnarfj. Varð aðeins vart, mjög
væg.
Akranes. 1 sjúklingur í febrúar.
Var fyrirskipuð samgönguvarúð, og
breiddist veikin ekki frekar út.
Hvammstanga. 1 tilfelli skráð í júli
— rauðir hundar?
Sauðárkróks. 1 vægt tilfelli. Batn-
aði fljótt við pensilíngjöf.
Siglufj. Gerði hér talsverðan usla
fyrr á árum með allstórum faröldruni,
og um margra ára bil bar meira og
minna á skarlatssótt á hverju ári. En
5—6 undanfarin ár hefur hún alls
ekki gert vart við sig, enda viðráðan-
legri nú en áður.
Akureyrar. Engar sóttvarnarráðstaf-
anir gerðar.
Grenivikur. 1 tilfelli; sjúklingurinn
sennilega náð sér i veikina á Akur-
eyri. Gaf ég honum pensilin, og batn
aði honum á fám dögum. Hann lá i
sérherbergi, og engir fleiri tóku veik-
ina.
20. Munnangur
(stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 20.
1950 1951 1952 1953 1954
Sjúkl. 114 387 529 570 500
Dánir „ „ „ „ „