Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 162
1954
— 160 —
en tiltölulega fáir búa þó í bröggum.
Af opinberum byggingum má helzt
nefna, að lokið var að mestu byggingu
liins stóra heimavistarhúss Mennta-
skólans á Akureyri og haldið áfram
byggingu á sundhöll bæjarins. Sorp-
hreinsun bæjarins er komin i sæmi-
legt horf, nema hvað illa gengur alltaf
að fá gengið nógu vel frá sorphaug-
unum.
Grenivíkur. 4 íbúðarhús hafa verið
í byggingu hér á Grenivík og 1 í
sveitinni, það langt komin, að flytja
má inn í þau á næsta ári. Þrifnaður
víðast góður. Heizt ábótavant um úr-
gang frá húsum; er honum víða kast-
að fram af bakka við sjóinn, og liggja
rottur í honum og lifa góðu lífi. Eins
er um afbeitu af línu, að henni er
fleygt í fjöruna, en ekki í sjóinn.
Þórshafnar. Lokið smíði þriggja í-
veruhúsa í Þórshöfn, allra úr steini.
Byrjað á smíði verzlunarhúss á árinu
og lokið við það. 4 íveruhús voru gerð
fokheld. Byrjað á bóndabæ úr steini
á Langanesströnd. Eins og áður er
þrifnaði mjög ábótavant.
Vopnafj. Uppbyggingu á sveitabýl-
um er langt komið og nokkur undir-
búningur hafinn að stofnun nýbýla á
stærri jörðunum. í kauptúninu hafa
ungu mennirnir byggt yfir sig mynd-
arleg hús með ótrúlega litlum tilkostn-
aði með þvi að vinna að þeim sjálfir.
Að þessu hefur einnig stuðlað, að
menn hafa veitt hver öðrum verulega
aðstoð með sjálfboðavinnu. Húsnæðis-
ekla er engin.
Bakkagerðis. Yfirleitt býr fólk allt
of þröngt, og eru margar íbúðirnar
lélegar. Lítið er byggt. Á síðustu 2
árum hefur aðeins 1 íbúðarhús (með
1 ibúð) verið fullgert í sveitinni, en
2 hús eru í smíðum (1 í sveitinni og
annað í þorpinu), og eru þau reyndar
langt komin. Þrifnaður misjafn, en
sums staðar góður.
Segðisfj. Lítið um nýbyggingar.
Vestmannaeyja. í smíðum hafa ver-
ið 100 ibúðarhús á árinu, en þar af
voru 19 fullgerð með 20 íbúðum, og
auk þess bættust 2 íbúðir við vegna
stækkunar og breytinga á eldri hús-
um. Enn hafa 10 íbúðir verið stækk-
aðar og endurbyggðar í eldri húsum.
Flestar hinna nýju íbúða eru í stein-
húsum, vel rúmgóðum, 4 herbergi, auk
eldhúss á hæð. Víða er svo kjallari og
ris tiltækt fyrir fjölgun svefnherbergja
síðar meir. Fullgerð voru 4 fiskiðn-
aðarhús, alls 9140 m3, en í smíðum
voru auk þess slík hús, 12340 m3 að
stærð. Af öðrum húsum fullgerðir 3950
m3, en í smíðum auk þess 4346 m3
annars húsnæðis. Sorpbíllinn yfir-
byggður á árinu. En enn vantar góðar
sorptunnur og þó sérstaklega lok á
tunnurnar, og hefur heilbrigðisnefnd
og bæjarstjórn haft það mál til athug-
unar. Sorp og slóg hefur að mestu ver-
ið flutt vestur á Hamar undanfarin
ár. Þó hefur einstaka sinnum, þegar
sérstaklega hefur staðið á veðri, orðið
að flytja sorpið austur á Urðir, en
mjög verður það að teljast varhuga-
vert, þar sem ekki væri alveg útilok-
að, að af því gæti mengazt brunnar
sjóveitunnar, sem að vísu er alllangt
frá, en þó sömu megin á eynni. Það
verður því að stefna að því að banna
alveg sorpflutning á Urðirnar. Skólp-
leiðslur bæjarins liggja flestar í höfn-
ina, og er það nokkurt áhyggjuefni,
sérstaklega í sambandi við þær nýju
framkvæmdir, sem nú eru þar á döf-
inni, svo að straum- og sjávarfalla-
hreinsunar kemur ekki til að gæta
eins og áður. Það er því mjög aðkall-
andi nauðsyn, að samfara hafnarfram-
kvæmdunum fari endurskipulagning á
skólpleiðslukerfi bæjarins og stefnt
verði að því, að allt skólp fari norður
fyrir Eiði. Til þess þarf að byrja sem
fyrst á að kortleggja gamla kerfið og
gera nákvæmar hallamælingar á bæn-
um. í sambandi við sorpflutningana,
þ. e. sérstaklega slógflutningana á ver-
tíð, þurfa að minnsta kosti hin stærri
fiskaðgerðarhús að hafa tilbúnar stíur
i bílana, sem flytja slógið, svo að síð-
ur kastist út úr kössunum á götuna,
þegar farið er fyrir horn eða upp
bratta.
Selfoss. Hreinlæti og utanhússum-
gengni virðist mér í góðu lagi. Vatns-
leiðsla er í hvert hús hér á Selfossi.
Vatnið er tekið uppi undir Ingólfsfjalli
og er gott og nægilegt enn þá, enda
hægt að auka það. Skólpleiðsla er úr
hverju húsi út í á. Vatnssalerni í