Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Side 162

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Side 162
1954 — 160 — en tiltölulega fáir búa þó í bröggum. Af opinberum byggingum má helzt nefna, að lokið var að mestu byggingu liins stóra heimavistarhúss Mennta- skólans á Akureyri og haldið áfram byggingu á sundhöll bæjarins. Sorp- hreinsun bæjarins er komin i sæmi- legt horf, nema hvað illa gengur alltaf að fá gengið nógu vel frá sorphaug- unum. Grenivíkur. 4 íbúðarhús hafa verið í byggingu hér á Grenivík og 1 í sveitinni, það langt komin, að flytja má inn í þau á næsta ári. Þrifnaður víðast góður. Heizt ábótavant um úr- gang frá húsum; er honum víða kast- að fram af bakka við sjóinn, og liggja rottur í honum og lifa góðu lífi. Eins er um afbeitu af línu, að henni er fleygt í fjöruna, en ekki í sjóinn. Þórshafnar. Lokið smíði þriggja í- veruhúsa í Þórshöfn, allra úr steini. Byrjað á smíði verzlunarhúss á árinu og lokið við það. 4 íveruhús voru gerð fokheld. Byrjað á bóndabæ úr steini á Langanesströnd. Eins og áður er þrifnaði mjög ábótavant. Vopnafj. Uppbyggingu á sveitabýl- um er langt komið og nokkur undir- búningur hafinn að stofnun nýbýla á stærri jörðunum. í kauptúninu hafa ungu mennirnir byggt yfir sig mynd- arleg hús með ótrúlega litlum tilkostn- aði með þvi að vinna að þeim sjálfir. Að þessu hefur einnig stuðlað, að menn hafa veitt hver öðrum verulega aðstoð með sjálfboðavinnu. Húsnæðis- ekla er engin. Bakkagerðis. Yfirleitt býr fólk allt of þröngt, og eru margar íbúðirnar lélegar. Lítið er byggt. Á síðustu 2 árum hefur aðeins 1 íbúðarhús (með 1 ibúð) verið fullgert í sveitinni, en 2 hús eru í smíðum (1 í sveitinni og annað í þorpinu), og eru þau reyndar langt komin. Þrifnaður misjafn, en sums staðar góður. Segðisfj. Lítið um nýbyggingar. Vestmannaeyja. í smíðum hafa ver- ið 100 ibúðarhús á árinu, en þar af voru 19 fullgerð með 20 íbúðum, og auk þess bættust 2 íbúðir við vegna stækkunar og breytinga á eldri hús- um. Enn hafa 10 íbúðir verið stækk- aðar og endurbyggðar í eldri húsum. Flestar hinna nýju íbúða eru í stein- húsum, vel rúmgóðum, 4 herbergi, auk eldhúss á hæð. Víða er svo kjallari og ris tiltækt fyrir fjölgun svefnherbergja síðar meir. Fullgerð voru 4 fiskiðn- aðarhús, alls 9140 m3, en í smíðum voru auk þess slík hús, 12340 m3 að stærð. Af öðrum húsum fullgerðir 3950 m3, en í smíðum auk þess 4346 m3 annars húsnæðis. Sorpbíllinn yfir- byggður á árinu. En enn vantar góðar sorptunnur og þó sérstaklega lok á tunnurnar, og hefur heilbrigðisnefnd og bæjarstjórn haft það mál til athug- unar. Sorp og slóg hefur að mestu ver- ið flutt vestur á Hamar undanfarin ár. Þó hefur einstaka sinnum, þegar sérstaklega hefur staðið á veðri, orðið að flytja sorpið austur á Urðir, en mjög verður það að teljast varhuga- vert, þar sem ekki væri alveg útilok- að, að af því gæti mengazt brunnar sjóveitunnar, sem að vísu er alllangt frá, en þó sömu megin á eynni. Það verður því að stefna að því að banna alveg sorpflutning á Urðirnar. Skólp- leiðslur bæjarins liggja flestar í höfn- ina, og er það nokkurt áhyggjuefni, sérstaklega í sambandi við þær nýju framkvæmdir, sem nú eru þar á döf- inni, svo að straum- og sjávarfalla- hreinsunar kemur ekki til að gæta eins og áður. Það er því mjög aðkall- andi nauðsyn, að samfara hafnarfram- kvæmdunum fari endurskipulagning á skólpleiðslukerfi bæjarins og stefnt verði að því, að allt skólp fari norður fyrir Eiði. Til þess þarf að byrja sem fyrst á að kortleggja gamla kerfið og gera nákvæmar hallamælingar á bæn- um. í sambandi við sorpflutningana, þ. e. sérstaklega slógflutningana á ver- tíð, þurfa að minnsta kosti hin stærri fiskaðgerðarhús að hafa tilbúnar stíur i bílana, sem flytja slógið, svo að síð- ur kastist út úr kössunum á götuna, þegar farið er fyrir horn eða upp bratta. Selfoss. Hreinlæti og utanhússum- gengni virðist mér í góðu lagi. Vatns- leiðsla er í hvert hús hér á Selfossi. Vatnið er tekið uppi undir Ingólfsfjalli og er gott og nægilegt enn þá, enda hægt að auka það. Skólpleiðsla er úr hverju húsi út í á. Vatnssalerni í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.