Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 214
19S4
— 212 —
það hafi ekki athugað barnið hjá móð-
urinni einni, eftir að það hætti að
koma í vitjanir á V-götu, og lætur það
þess nú getið, að það muni ekki, hvort
liðin séu síðan 1, IV2 eða 2 ár. Vitnið
kveðst muna eftir, að barnið hafi i eitt
skipti orðið yfir sig hrætt við móður
sina, en ekki muna atvik að því
nánar.“
í þinghaldi í sakadómi Reykjavikur
hinn 28. febrúar 1955 er svohljóðandi
bókun eftir lækninum:
„Kærður gefur aðspurður þær upp-
lýsingar, að vottorðið á dskj. nr. 3
liafi upphaflega verið gefið vegna
skilnaðarmáls kærandi og þáverandi
eiginmanns hennar, Y., og hafi það
verið gefið að beiðni hans, Y.
Kærður kveðst ekki geta sagt um
það að svo stöddu, hversu margar
vitjanir hann fór vegna barnsins, Z„
á heimili hennar á 1., 2. og 3. aldurs-
ári hennar, en alls fór hann 8 vitjanir
hennar vegna á V-götu. Aldrei var um
neinar farsóttir að ræða, og umgangs-
veiki var ekki nema lítils háttar, svo
sem kvef.
Kærður kveðst ekki hafa orðið var
við óeðlilegt sálarástand barnsins fyrr
en á 2. aldursári þess, eða þegar það
var nálægt hálfs annars árs.
Kærður segir, að einkenni þau, sem
hafi komið í Ijós og smám saman orð-
ið skýrari, hafi verið 1) lystarleysi,
2) svefntruflanir og 3) meltingartrufl-
anir, og auk þess hafi gætt mjög mik-
ils 4) taugaóstyrks hjá því. Kveðst
kærður hafa talið vafalaust, að þessar
truflanir ættu rætur sinar að rekja til
andlegrar vanlíðanar, en væru ekki af
lífrænum toga spunnar. í þessu sam-
bandi getur kærður þess, að hann hafi
ekki fylgzt með mataræði barnsins
eða látið athuga það sérstaklega með
tilliti til meltingarsjúkdóms.
Kærður kveðst hafa ráðfært sig við
báða foreldra barnsins, þegar hann
varð var við óeðlilegt ástand barnsins,
en hann tekur i því sambandi fram,
að er liann hafði bent móðurinni á
það, að hún mundi eiga þátt í van-
líðan þess, þá hafi hún ekki reynzt
fús til samvinnu um að bæta eða
lækna þá vanlíðan, en það kveðst
kærður hafa álitið vera höfuðskilyrð-
ið. Kveðst hann þvi að þessu levti
hafa aðallega orðið að leita til föður
barnsins og föðursystra, og hann tek-
ur hér sérstaklega fram, að niðurstaða
sin um vanlíðan barnsins í sambúð
móður og barns sé, að svo miklu leyti,
sem hún er ekki byggð á eigin athug-
unum og rannsóknum á barninu sjálfu,
komin frá föður barnsins og föður-
systrum þess. Hins vegar tekur kærð-
ur það aðspurður fram, að hann hafi
aldrei gert neinar rannsóknir á geð-
heilbrigði móður barnsins, kærandi 1
málinu, en af langri viðkynningu og
vitjunum á heimili hennar, hafi hann
komizt að þeirri niðurstöðu, að „hug-
arásíand hennar hafi verið sveiflum
háð“ (stemningslabil). Telur hann, að
sveiflur þessar hafi verið svo miklar,
að lcærandi hafi verið sjúkleg að þessu
leyti. Hann tekur sérstaklega aðspurð-
ur fram, að hann hafi orðið var við
þennan sjúkleika X., áður heldur en
hún giftist Y. og hafi stöðugt verið
fyrir hendi, meðan hann var læknir
hennar. Hins vegar gerði hann enga
sérstaka rannsókn á heilbrigði henn-
ar, áður en hann gaf vottorðið á dskj.
nr. 3, til þess að sannreyna, hvort
um varanlegan eða meðfæddan skap-
gerðareiginleika væri að ræða eða
hvort hann stafaði af einhverri tíma-
bundinni vanlíðan hennar, enda
kvaðst hann hafa talið það óþarfa af
framansögðu.
Sjúkdómseinkenni þau, sem greind
eru í 6. lið vottorðsins, dskj. nr. 3, þa®
er um svefntruflanir og lystarleysi,
kveðst kærður að sjálfsögðu ekki hafa
getað fengið upplýsingar um nema hja
aðstandendum barnsins og þá fyrst
og fremst hjá föður og föðurfólki þess,
sem bvggist á því, að hann fór þangað
fleiri vitjanir vegna barnsins. Kærður
kveðst áiíta, að er hann gaf vottorðið,
hafi föðurfólk barnsins verið hæfara
til þess að fara með forræði barnsins.
Kærður kveðst iðulega hafa veitt þv'
athygli, eftir að barnið var komið _ a
annað ár, að barnið var hrætt við
móður sína, og fór það vaxandi, eftir
því sem lengra leið. Kveðst kærður
hafa veitt því athygli, að jafnan þegar
hann heimsótti það eða foreldra þess,
hafi það leitað meira til og verið