Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 180
1954
— 178 —
hnattfrumuinfiltration i honum,
einkum undir ependymi i 3. ven-
triculus og ventriculi laterales.
Einnig sást bólga í slagæðaveggj-
um á stöku stað. Ályktun: Konan
hefur dáið af heilabólgu. Ekki
er unnt að segja, af hverju heila-
bólgan hefur stafað, en venju-
lega orsakast slíkar bólgur af
vírus.
35. 7. júlí. J. Þ. T-son, 51 árs. Var
hraustur þangað til í febrúar
1954, en fékk þá kvef og hita,
sem ekki batnaði. Var fiuttur í
sjúkrahús, en þar fannst ekkert
áberandi athugavert. Fluttur
heim, en var ávallt rúmliggjandi.
Dó skyndilega, án þess að vitað
væri úr hverju. Ályktun: Við
krufningu fannst krabbamein í
efra hluta hægra lunga. Hafði það
á parti vaxið inn í hægri höfuð-
berkju frá miklu útsæði í eitlum
þar i kring. Útsæði var einnig í
lifur og mjög mikið i öllum
hryggjarliðum. Kona hins látna
upplýsir, að hann hafi reykt mik-
ið frá unglingsárum, aðallega
vindla, en hann var hættur fyrir
fáeinum árum.
36. 14. júli. M. Á-son, 69 ára. Fannst
meðvitundarlaus i ibúð sinni að
morgni dags. Eldur hafði komið
upp i kjallara. íbúðarhæðin yfir
kjaliaranum var læst, og þegar
slökkviliðsmenn brutust þar inn,
fundu þeir íbúðina fulla af reyk
og mann þennan meðvitundar-
lausan á eldhúsgólfinu. í blóði
reyndist sterk kolsýrlingssvörun.
Ályklun: Af krufningu og blóð-
rannsókn virðist auðsætt, að mað-
urinn hafi látizt af kolsýrlings-
eitrun. Einkenni um aðrar breyt-
ingar, er gætu verið samverkandi
orsök að dauða mannsins, fund-
ust ekki.
37. 17. júli. G. Ó-son, 23 ára. Hafði
verið vistmaður á fávitahæli, en
var talinn geðbilaður og var öðru
hverju að strjúka af hælinu. Hvarf,
2 dögum áður en hann fannst ör-
endur í flæðarmáli niður undan
hælinu. Ályktun: Af krufningu er
auðsætt, af útliti lungna, froðu í
vitum, barka og berkjum, að mað-
urinn hefur drukknað.
38. 17. júlí. E. B-son, 5 ára. Hafði
verið krampaveikur frá fæðingu
og lézt í krampakasti. Ályktun:
Við krufningu fannst hárberkju-
bólga og byrjandi lungnabólga,
auk þess æðastífla í heila (í v.
corpus striatum). Sennilegt þykir,
að ofangreindar breytingar, eink-
um æðastíflan, hafi stuðlað að þvi
að koma drengnum í sífelld floga-
köst (status epilepticus), sem leitt
hafa hann til bana.
39. 21. júlí. H. H-son, 30 ára. Var við
sundnám í laug í Rvik, er hann
fékk aðsvif og sökk til botns. Var
tekinn upp úr vatninu og andaði
brátt reglulega. 2 dögum seinna
var hann fluttur i sjúkrahús og
lézt þar 11 dögum síðar, án þess
að vitað væri úr hverju. Ályktun:
Við krufningu fannst mikil blæð-
ing í reifaholi heilans (subara-
chnoidalt), einkum neðanvert á
heilanum og einnig í hvelaholi og
4. heilaholi. Sýniiegt er, að blæð-
ing þessi hefur orðið manninum
að bana. Ekkert finnst, sem bent
gæti til þess, að ofangreind heila-
blæðing hafi orsakazt af utanað-
komandi áverka.
40. 22. júlí. A. J-son, 52 ára. Var að
keppa í samnorrænu sundkeppn-
inni, er hann sökk til botns, eftir
að hann hafði synt um 100 metra.
Var örendur, er hann náðist upp
úr lauginni. Ályktun: Við krufn-
ingu fannst mikil kölkun og
þrengsli i kransæð og alger lokun
á einni aðalgreininni, auk þess
menjar um gamla skemmd (fi-
brosis) í hjartavöðvanum. Aug-
ljóst virðist, að hjartað hefur ekki
þolað hina auknu áreynslu, er af
sundinu leiddi, og gefizt upp.
41. 26. júli. S. S-son, 25 ára. Klifraði
i ölæði upp á húsþak og datt af
því niður á götu, þar sem hann
lenti á palli vörubifreiðar. Komst
aldrei til meðvitundar eftir fallið
og lézt eftir 3 klukkustundir.
Ályktun: Við krufningu fannst
mikil blæðing undir höfuðsverði
fyrir ofan vinstra eyra. MikiL brot