Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 129
— 127 —
1954
Framfallinn handlegg var hægt að
lagfæra í eitt skipti án vendingar.
TvíburafæSing var ein, og fylgdi hyd-
ramnion. 1 kona hafði nephrosis og
önnur thrombophlebitis á undan fæð-
Jngu. Fasta fylgju varð einu sinni að
s*kja með hendi. Eftirblæðingu all-
verulega fengu 3 konur, en án þess
að grípa þyrfti til tróðs. Oftast gefin
stutt deyfing með chloroformi, stund-
um að undangengnu pethidini eða
Pitúitríni og ef til vill ergometrini á
eftir. Mér virðist það gefast líka vel
að gefa aneurín inn i æð á eftir, ef
konan er orðin þreytt og hríðirnar
eru afllitlar, að ég tali nú ekki um
glucosis í æð með pitúitrini saman
við. Ég vil að lokum skýra frá einu
skrítnu atviki, sem gerðist á þessu
ari. Ung kona var nýflutt vestur í
Langadal úr Skagafirði. Hún átti sín
yon og hafði ákveðið að fara norður
í átthagana til þess að eiga barnið,
t*ví að öll aðstaða var slæm á nýja
yerustaðnum. En hún hafði reiknað
tíniann skakkt og tók léttasótt þar um
núðja nótt, svo að bóndi hennar
hringdi til nágranna síns, sem átti
jeppabíl, og fékk hann til að aka
henni á spítalann hér. Ég var vakinn
tú að skýra frá komu hennar, en
þegar ég var að nudda stírurnar úr
augunum, heyrði ég nístandi óp neð-
an af biðstofunni, hljóp niður fá-
klæddur, skipaði bílstjóranum að taka
Undir annan handlegginn á konunni
yg hjálpa mér með hana fram i rúm-
sem var að verða tilbúið. Þegar
yið lyftum konunni upp úr sætinu, sá
eg, að barnunginn lá á gólfinu með
slitinn naflastreng. Ég dembdi kon-
Unni í rúmið, hljóp inn eftir krakk-
anum, sem ég tók upp á fótunum og
tór með hann fram á eftir henni, en
hílstjórinn beið ekki eftir frekari
framvindu málsins, heldur flúði út
sem fætur toguðu. Með fósturlát komu
2 konur á spítalann. Var önnur með
öiabetes, fékk svo mikla blæðingu, að
|eggja varð inn tróð og síðar að gefa
henni 1 lítra af blóði. 3 önnur fóstur-
iát komu og fyrir, sem lælcnis var leit-
að vegna, auk þeirrar mola hydati-
•iosa, sem áður getur. Abortus arti-
ficialis einu sinni, að fengnu leyfi
réttra yfirvalda. Konan, 29 ára, gift
hér á Blönduósi, hafði fengið rauða
liunda i byrjun meðgöngutímans, fékk
af hugarkvöl og kvíða fyrir vanskapn-
aði, sótti því fast eftir að verða losuð
við fóstrið, og var sú ákvörðun tekin
og framkvæmd. Fósturláta geta Ijós-
mæður ekki, en þau urðu þó 6, þar
af 1 kona gestkomandi úr Reykjavík.
Við eitt þeirra varð blæðing svo mikil,
að troða varð upp legið og gefa kon-
unni blóð. Hún er með diabetes og
offitu, hafði fætt hér á spítalanum
fyrir 4 árum og fengið þá einnig mjög
mikla blæðingu, eftir að barnið hafði
verið tekið með töngum. Önnur kona
var flutt á spítalann og skafin þar að
afstöðnu egglosi, af þvi að um blöðru-
egg hafði verið að ræða. Hún hafði
einnig látið fóstri árið áður og orðið
mikil blæðing. Vefjarannsókn leiddi
ekki í ljós malignitet.
Höfða. Graviditas extrauterina: 1
tilfelli ópererað á Blönduósi. Fóstur-
lát 1. Ósk um getnaðarvarnir 5.
Sauðárkróks. Tilefni oftast, að ósk-
að var deyfingar, eða að samhliða því
þurfti að herða á sótt. í 1 skipti var
barn tekið með töng og gerð episio-
tomia á 24 ára primipara við lang-
varandi fæðingu. Einu sinni var gerð
Credé í svæfingu vegna retentio pla-
centae. Heilsaðist þessum konum vel.
2 börn fæddust vansköpuð, annað
með pes equino-varus á báðum fótum,
hitt fullburða sveinbarn með heilann
út úr höfuðkúpunni (exencephalus),
og var höfuðkúpan opin frá auga-
brúnum að hnakka, aðeins húð og
himnur yfir heilabúi. Barnið var lif-
lítið og dó eftir rúmlega Vi sólarhring.
1 kona með placenta praevia kom á
sjúkrahúsið, meðan ég var fjarver-
andi; var lconan send á Akureyrar-
spitala og þar gerð siðar sectio cae-
sarea. Ljósmæður geta ekki um fóstur-
lát á skýrslum sínum. 7 fósturlát fékk
ég til meðferðar á árinu. Komu 5 af
konunum til meðferðar á sjúkrahús-
inu, en 2 í heimahúsum. 1 kona óper-
eruð á sjúkrahúsinu vegna graviditas
extrauterina og heilsaðist vel. Eins og
áður liafa nokkrar konur leitað ráða
um takmörkun barneigna. Leitað var
eftir um abortus provocatus fyrir