Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 177
— 175 —
1954
skýranlegir af falli, sem ekki hef-
ur verið hærra en 80 sm, því að
miklu meiri kraft virðist þurfa til
að fá svo mikla áverka á þrjá
staði samtímis. Heilablæðingin
hefur verið afleiðing af slysinu,
en ekki orsök þess.
17. 9. apríl. H. H-son, 56 ára prestur.
Var á ferð i langferðabil, er hann
hné út af og var þegar örendur.
Ályktun: Við krufningu fannst
vinstri kransæð hjarta stífluð af
kölkun og vöðvinn á parti band-
vefsskotinn af langvinnu blóð-
leysi. Hjarta töluvert stækkað
(510 g). Dánarorsök hefur verið
kölkun vinstri kransæðar, sem
valdið hefur skyndilegu blóðleysi
i hjartanu.
18. 17. april. B. S-son, 62 ára bóndi.
Reið beint framan á bíl með þeim
afleiðingum, að hesturinn dó
strax. Þegar læknir kom til
mannsins, var hann meðvitundar-
laus og vínlykt af honum. Dó 3
vikum eftir slysið. Ályktun: Við
krufningu fundust einkenni um
mikinn heilahristing, en engin
veruleg brot á höfuðbeinum né
kúpubotni. Banamein virðist hafa
verið hinn mikii heilahristingur
og útbreiddar, dreifðar smáhlæð-
ingar i heila, sem hlotizt hafa af
hristingnum.
19- 24. april A. H. J-dóttir, 42 ára,
ógift. Hafði verið mjög drykkfelld
og upp á síðkastið mikið við rúm-
ið. Fannst látin að morgni 22.
apríl og tómt glas undir kodda
hennar, sem í höfðu verið 10 töfl-
ur af mebumalnatrium. Ályktun:
Af skýrslu lögreglunnar og krufn-
ingu virðist mega álykta, að kon-
an hafi dáið af að taka inn svefn-
lyf. Að vísu hefur skammturinn
ekki verið sérlega stór, rúmlega
þrefaldur maximaldosis, en vegna
þess hve lifrin hefur verið stór-
kostlega skemmd af fitu (vegna
ofdrykkju), hefur konan þolað
miklu minna af svefnlyfinu held-
ur en þeir, sem heilbrigðir eru.
^9. 28. apríl. H. Þ-dóttir, 3 ára. Bill
ók á hana, og mun framhjól hafa
oltið yfir hana. Dó eftir 1—2
klukkustundir. Ályktun: Við
krufningu fannst lifur tætt í
sundur, og hafði það valdið mik-
illi blæðingu í kviðarholi. Vinstra
læri enn fremur þverbrotið, svo
og upphandleggur. Hafa þessi
meiðsli, sérstaklega skemmdin á
lifrinni, leitt mjög skjótlega til
bana.
21. 23. apríl. S. G. Ó-son, 44 ára
bóndi. Fannst skotinn í stofu
sinni að morgni dags. Ályktun:
Við líkskoðun og krufningu fannst
skot, sem farið hafði inn í enni,
í gegnum vinstra heilahvel og
stöðvazt í hnakkabeini, þar sem
22 mm beigluð riffilkúla fannst.
Engin greinileg nærskotsmerki,
svo að ekki er unnt að fullyrða,
að maðurinn hafi framið sjálfs-
morð. Væri rétt að gera tilraun
með riffilinn, sem fannst hjá hin-
um látna, til að ganga úr skugga
um, hvort unnt sé að skjóta af
honum svo nálægt, sem hér hefði
þurft að vera, ef um sjálfsmorð
hefði verið að ræða, án þess að
nærskotsmerki sjáist.
22. 30. apríl. Á. H-son, 44 ára náms-
stjóri. Hafði veikzt af kransæða-
stíflu í desember 1948, en jafnaði
sig furðanlega eftir langa legu.
Ekki vitað um neinn undanfar-
andi lasleika, er hann hné allt í
einu niður, þar sem hann var á
gangi með öðrum manni, og var
þegar örendur. Ályktun: Við
krufningu fannst alger lokun á
vinstri kransæð, og er sýnilegt,
að sú lokun hefur átt sér stað
fyrir löngu. Auk þess fersk stífla
af völdum blóðkökks í hægri
kransæð, og var hún um 3 sm
frá upptökum æðarinnar á 1 sm
löngu svæði. Vegna þess hve léleg
blóðrásin í hjartanu hefur verið
og vinstri kransæð algerlega lok-
uð, hefur öll blóðrás hjartans
mætt á hægri kransæð, og þegar
hún hefur lokazt, hefur maðurinn
dáið skyndilega.
23. 17. maí. F. M-son, 3 ára. Veiktist
skyndilega með miklum hita og
fékk samdægurs smáblæðingar út
um allt hörund. Dó eftir rúman
L