Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 96
fór á Kristneshæli, en pilturinn hafði
pleuritis og lá heima. Miðaldra maður
úr sveitinni hafði tbc. pulmonum á
byrjunarstigi og fór á Iíristneshæli.
Ung kona framan úr sveit var einnig
með process í apex á byrjunarstigi og
var gravid. Var hún lögð inn á sjúkra-
hús Sauðárkróks fram yfir fæðingu og
virtist batna vel. Við almenna berkla-
skoðun fannst 81 árs gamall maður
með tbc. pulmonum, og fundust í hon-
um sýklar við ræktun. Liggur hann
heima, enda má hann heita alveg ein-
angraður. Ung kona, er áður hafði
verið berklaveik, fékk coxitis tbc.;
hún var lögð inn á sjúkrahús Sauðár-
króks fram yfir fæðingu, en hún var
gravid. Átti svo síðar að óperera hann
á Landsspítalanum, og fór hún þang-
að í árslok. Þar sem svo mikið hafði
verið af berklaveiki siðast liðið ár,
óskaði héraðslæknirinn eftir þvi við
berklayfirlækni, að allsherjarberkla-
skoðun færi fram á Sauðárkróki. Var
það gert síðast í ágúst, og gerði það
Jón Eiríksson, læknir, en áður hafði
héraðslæknir gert berklapróf á öllum
börnum, er heima voru. Voru allir
bæjarbúar, er heima voru, gegnlýstir.
Eins og áður er getið, fannst einn
sjúklingur, sem ekki var vitað um áð
ur, 81 árs maður, og 82 ára kona með
grunsamlegan blett í lunga, en við í-
trekaðar rannsóknir fundust engir
sýklar. Annars mun ekki enn þá hafa
verið unnið úr skýrslum um þessa
rannsókn. Eftir að skólar voru byrj-
aðir, kom Jón Eiríksson aftur og gegn-
lýsti þá kennara og tuberculinpositíva
nemendur úr barnaskóla og fram-
haldsskólum og nokkra aðra eftir til-
vísun héraðslæknis. Fannst þá ekkert
athugavert.
Hofsós. 28 ára kona veiktist í ágúst
með hita og var um nokkurn tíma
subfebril. Var send til Akureyrar til
rannsóknar og reyndist með tbc. pul-
monum, primær complex i öðru lunga.
Dvelst heima við sæmilega liðan. Önn-
ur kona fluttist hingað til Hofsóss með
tbc. pulmonum; hefur hún extrapleu-
ral pneumothorax. Jón Eiríksson
berklalæknir kom í Hóla með skyggn-
ingartæki, eins og undanfarin haust.
Voru sendir til hans allir grunsam-
legir úr héraðinu.
Siglufj. Sem betur fer, hefur berkla-
veikin farið hraðminnkandi, siðan ég
kom hingað fyrir rúmum 20 árum, og
þakka ég það mest starfsemi berkla-
varnarstöðvarinnar, sem nú hefur
verið rekin í 15 ár. Er nú svo komið,
að á siðast liðnu ári fannst hér eng-
inn nýr sjúklingur, og er það í fyrsta
sinn sem slíkt kemur fyrir.
Hásavíkur. 1 sjúklingur dó úr tbc.
renum, 2 sendir aftur á hæli. 2 fá
loftbrjóst að staðaldri. Allmikið um
skyggningar, sem líta má á sem al-
menna heilsuvernd.
Kópaskers. Rúmlega fimmtug kona
fékk pleuritis og dvaldist 3 mánuði á
Kristneshæli. 11 ára stúlka hafði um
nokkurt skeið kvartað um eymsli í
hné. Við röntgenskoðun fannst berkla-
skemmd í tibia. Fór á Kristneshæli,
en þar var móðir hennar fyrir með
tbc. pulmonum. Fertug kona dvaldist
um tíma á Kristneshæli með tbc. pul-
monum. Sextug kona fór á Kristnes-
hæli með tbc. pulmonum, og 15 ára
stúlka á sama heimili fékk um sum-
arið hitakast, sem ekki lét undan lyfj-
um, en ekkert fannst við skoðun. Fékk
síðar erythema nodosum, en batnaði
að lokum vel. Var skráð sem berkla-
sjúklingur, enda þótt endurtekin
berklapróf kæmu ekki út, og sjúk-
dómsgreiningin því óörugg.
Þórshafnar. 1 nýr sjúklingur. Fékk
haemoptysis og var sendur á Krist-
neshæli.
Bakkagerðis. Af barnaskólabörnum
svaraði eitt jákvætt við Moro-próf.
Var það 10 ára stúlka, sem kom hing-
að frá Reykjavík siðast liðið vor og
hafði svarað neikvætt áður. Hún var
send í skyggningu til Seyðisfjarðar,
en ekki sást neitt athugavert við hana.
Seyðisfj. í héraðinu er enginn sjúk-
lingur, svo að vitað sé. 1 króniskur
sjúldingur héðan dvelst á hæli og hef-
ur verið þar i mörg ár.
Nes. í 42 ára konu fundust smitandi
lungnaberklar. Víst má telja, að hún
hafi smitað 2 börn sín. Þessir 3 sjúk-
lingar voru sendir á hæli þegar eftir
sjúkdómsgreiningu, og heilsaðist öll-
um sæmilega um áramót.