Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 132
1954
— 130
um bílslyss, er hann varð fyrir 16.
júní 1953. 3 drukknuðu: Fertugur
maður týndist við Reykjavíkurhöfn í
desember 1953. Lik hans fannst á floti
í höfninni í lok marzmánaðar. 15 ára
gamall piltur drukknaði i sundlaug-
unum í fyrra hluta júní. Maður á
fertugsaldri drukknaði í sundhöllinni
10 dögum síðar. Enn fremur drukkn-
uðu 4, að því er talið var, en lik
þeirra fundust ekki. í umferðarslysum
slösuðust meira og minna samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar í Reykja-
vík 210. Banaslys í Reykjavik voru 3.
Sjálfsmorð voru 7, þar af 4 framin
með hengingu og 3 með svefnlyfjum.
Hafnarfj. Slys tíðir atburðir hér og
smáákomur daglegir viðburðir. Dreng-
ur frá Hliði á Álftanesi drukknaði í
stórbrimi í febrúar, er hann var að
leika sér í fjörunni með systur sinni.
Fannst ekki fyrr en i apríl, þrátt fyrir
mikla leit. í febrúar féll matsveinn út
af togara, er hann var að sigla út iir
höfninni. Drukknaði hann og fannst
ekki. Bifreiðarslys hafa orðið nokkur,
þar á meðal eitt banaslys, er ölvaður
maður varð fyrir bifreið i Engidal
fyrir innan Hafnarfjörð. Á því svæði
vegarins milli Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar hafa árlega orðið banaslys
undanfarið. Væri ekki vanþörf á, að
ökuhraði væri takmarkaður þar meira
en nú er.
Kleppjárnsreykja. Vulnera 49. Am-
bustio 5. Commotio cerebri 4. Fract.
costarum 9, radii 2, fibulae 5, ulnae 2,
tibiae 1, scapulae 1, nasi 1, radii et
ulnae 1. Contusio 24. Combustio 5.
Distorsio 19. Luxatio 3. Corpus alie-
num 25.
Ólafsvíkur. Fract. humeri supracon-
dylica 1, claviculae 1, cruris 1, mal-
leoli interni 1, fibulae 1, mandibulae 1.
Commotio cerebri 1. Distorsiones va-
riae 7, haematoma orbitae 1. Distorsio
humeroscapularis 7, spinae 1, talocru-
ralis 7, coxae 1, variae 7. Lux. humeri
habitualis 1. Contusio sclerae oculi 1.
Iritis („suðuauga") 1. Conjunctivitis
traumatica 1. Intoxicatio monoxydi
carbonis 1: Formaður af bát frá
Reykjavík varð fyrir eitrun af út-
blásturslofti frá bilaðri vél bátsins
suður á miðjum Faxaflóa. Corpus alie-
num in broncho dextro: 11 ára dreng-
ur með kikhósta fékk lausa tönn úr
munni sér niður í h. aðalbronchus
með eftirfylgjandi pneumonia. Stefán
Ólafsson fékk hann til meðferðar og
gat dregið tönnina upp með aðstoð
bronchoskóps, en varð (sagði hann
mér) að gera 2 atrennur með súrefnis-
gjöf í milli.
Biíðarclals. Litið um slysfarir. Sub-
lux. capitis radii 3 (þetta smávægi-
lega slys kemur þó nokkrum sinnum
fyrir á börnum innan 4 ára og veldur
foreldrum oft áhyggjum, ef ekki er
rétt greint, en harla lítið er getið um
það í kennslubókum). Fract. costae 4,
radii 1, tuberculi humeri 1. Vulnera
alls konar 25, distorsiones 9, corpus
alienum 4, corpus alienum oculi 5,
ambustiones 3.
Reykhóla. 24 ára karlmaður varð
undir Fergusons dráttarvél, er henni
hvolfdi. Marðist hann mikið á baki,
herðum og andliti. Fékk commotio
cerebri. Heilsaðist eftir atvikum vel.
Vélbáturinn Oddur frá Flatey fórst á
Breiðafirði i júní. Fórust 5 menn, þar
á meðal 1 maður úr Gufudalshreppi.
Önnur slys í héraðinu voru smávægi-
leg. Var tvisvar sóttur vegna slyss í
Búðardalshérað í fjarveru læknis. 19
ára piltur var við vinnu i kolanám-
unni að Tindum á Skarðsströnd. Var
einn niðri í námunni, er 2 kg kast-
blökk féll úr 16 m hæð og lenti á enni
hans. Hann var með hjálm á höfði.
Missti hann ekki meðvitund, fyrr en
búið var að koma honum upp eftir
10—15 minútur. 10 sm skurður var á
enni skáhallt í vinstra augnalok og
annar 5 sm skurður hornrétt á hinn
fyrra. Laus beinbrot voru í sárbotni.
Sjúklingurinn var sendur á Lands-
spítalann. Heilsaðist vel, kom heim
eftir mánuð og fékk mislinga, en allt
gekk vel. Skytta við sláturhúsið í
Salthólmavík hélt á svokallaðri „loft-
þrýstingsbyssu“ í vinstri hendi, er
hljóp af, og gekk skotið i gegnum
fremsta köggulinn á vísifingri vinstri
handar, svo að hann hékk á mjórri
húðbrú. Gerð var exarticulatio á
fremsta köggli.
Flateyjar. 5 manns drukknuðu á ár-
inu. Gömul kona lærbrotnaði.