Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 174
1954
— 172 —
framkvæmd, vegna þess að hlaupabóla
og mislingar gengu í læknishéraðinu.
ísafj. Horfið frá að frumbólusetja
gegn kúabólu vegna hlaupabólufar-
aldurs.
Hólmavikur. Bólusett var gegn kúa-
bólu við skólaskoðanir og ungbörn
frumbólusett, eftir því sem beðið var
um. Nokkuð var bólusett gegn kik-
hósta.
Ólafsfj. Kúabólusetning fórst fyrir
vegna veikinda og kvillasemi í börn-
um.
Dalvíkar. Meira en helmingur skóla-
barnanna berklabólusettur. Ætlun mín
var að berklabólusetja öll neikvæðu
börnin, en berklayfirlæknir var því
mótfallinn. Skildist mér á honum, að
takmarkið væri: Öll þjóðin berklanei-
kvæð. Fátt var um aðrar ónæmisað-
gerðir.
Akureyrar. Ókeypis ónæmisaðgerðir
gegn berklaveiki voru framkvæmdar
á Heilsuverndarstöð Akureyrar, eftir
þvi sem óskað var eftir, og var eftir-
spurnin eftir þessum aðgerðum held-
ur meiri á þessu ári en á undanfar-
andi árum. Á heilsuverndarstöðinni
einnig framkvæmdar ókeypis ónæmis-
aðgerðir gegn barnaveiki og bólusótt.
Grenivíkur. Kúabólusetning fór fram
á eldri börnum, en fórst fyrir á hin-
um yngri. Bólan kom illa út.
Húsavíkur. Frumbólusetning fór
ekki fram; lagði ég enga áherzlu á
það, því að ég bólusetti rækilega árið
áður. 1 skólanum endurbólusetti ég
börn, er fermast áttu að vori.
Kópaskers. Litið bólusett gegn bólu-
sótt á árinu. Var það einkum vegna
þess, að þegar ég hugðist gera gang-
skör að bólusetningum, lcomu upp far-
sóttir í héraðinu, svo að mér þótti
ekki ráðlegt að bólusetja. Fólk gengur
lítið eftir bólusetningu barna sinna,
svo að sýnilegt er, að eigi framkvæmd-
ir að vera í lagi, verður frumkvæð-
ið að koma frá héraðslækninum. Oft
kemur fyrir, þegar ég býð upp á bólu-
setningu, að einhverjum mótbárum er
við slegið og beðið um frest. Recon-
valescentserum gegn mislingum var
gefið nokkrum sinnum á meðgöngu-
tima veikinnar og gafst ágætlega.
Vestmannaeyja. Óll börn, sem til
næst, eru bólusett gegn barnaveiki, úr
því að þau eru 6 mánaða gömul. Til
bólusetningarinnar notað „triimmu
nol“, sem einnig ver kikhósta og stíf-
krampa. Kúabólusetning fór fram á
árinu, og annaðist heilsuverndarstöð-
in framkvæmd hennar.
21. MannskaSarannsóknir og önnur
réttarlæknisstörf.
Frá rannsóknarstofu Háskólans hef-
ur borizt eftirfarandi skýrsla um rétt-
arkrufningar stofnunarinnar 1954:
1. 2. janúar. P. A. S., 18 ára karl-
maður. Fannst látinn i vörubil,
sem var í gangi, þannig að gúm-
slanga var leidd frá reykpípu
bílsins og inn um glugga bilsins.
Litrófskönnun: Sterk kolsýrlings-
svörun. Ályktun: Kolsýrlingseitr-
un.
2. 2. janúar. P. G., 43 ára verzlunar-
maður. Ók í sendibil á vörubil og
' dó samstundis. Við krufningu
fundust mikil brot á höfuðbein-
um og heili allur sundurtættur.
í blóði fannst 1,24%« vinandi, í
þvagi 1,93%«.
3. 16. janúar. J. R. K., 53 ára amer-
iskur starfsmaður á Keflavíkur-
flugvelli. Lézt, eftir að bill ók aft-
ur á bak yfir höfuð hans. Mikil
brot fundust á höfuðbeinum, eink-
um ennisbeinum. 5 sm langt sár
var hægra megin framan á heila,
sem var sundurtættur viðs vegar
á yfirborði. Mörg rif brotin og 15
sm löng sprunga í lifur. Grindar-
bein og hægra lærbein einnig
brotin. Ályktun: Þessar miklu
breytingar eru afleiðingar af mikl-
um árekstri og hafa valdið skjót-
um dauða.
4. 20. janúar. G. G., 75 ára stein-
smiður. Var í heimsókn í sjúkra-
húsi í Rvilc, er hann varð skyndi-
lega lasinn, hné niður og var
skömmu síðar örendur. Ályktun:
Við krufningu fannst blóðkökkur,
er stiflaði fremri grein vinstri
kransæðar hjarta; út frá þvi hafði
komið drep í hjartavöðvann, svo
að hann hafði sprungið skyndi-
lega, og í gegnum sprunguna í