Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 172
1954
— 170
19. Störf heilbrigðisnefnda.
Rvik. Heilbrigðisnefnd hélt 21 fund
á árinu og tók til meðferSar 156 mál.
Umsóknir bárust frá 110 aðilum um
leyfi til starfrækslu fyrirtækja: Ný-
lenduvöruverzlana 22, tóbaks- og sæl-
gætisverzlana 14, mjólkur- og brauða-
búða 12, mjólkur- og rjómaissfram-
leiðslu 8, fiskverzlana 7, kjötverzlana
6, hárgreiðslu- og snyrtistofa 6, veit-
inga- og hótelrekstrar 5, sælgætisgerða
2, efnagerða 2, veitingastofa 2, fram-
leiðslu og sölu á smurðu brauði og
köldum réttum 2, skólahalds 2, starf-
rækslu pöntunarfélags 1, rakarastofu
l, pylsusölu 1, popkorns 1. Aðrar um-
sóknir 16. Önnur mál, er heilbrigðis-
nefnd ræddi á fundum sinum, voru
m. a.: Öryggiseftirlit og heilbrigðis-
eftirlit á iðjustöðvum og iðnaðar, frá-
rennslismál, einkum um frárennsli
þau, sem enn eru opin. Leggur nefnd-
in áherzlu á, að framkvæmdum verði
hraðað, eftir þvi sem ástæður frekast
leyfa. Rætt var um skoðun á lélegu og
heilsuspillandi húsnæði og samþykkt
að ráða mann að borgarlæknisemb-
ættinu i því skyni. Sorphaugarnir og
nauðsyn á sorpeyðingarstöð. Rætt var
um endurskoðun heilbrigðissamþykkt-
arinnar, og var borgarlækni og lög-
reglustjóra falið að gera tillögur þar
um. Búpeningshald á bæjarlandinu.
Heilbrigðisnefnd fjallaði um nýja
mjólkurreglugerð. Tuttugu sinnum hót-
aði heilbrigðisnefnd lokun á fyrir-
tækjum fyrir brot á heilbrigðissam-
þykktinni. Lokunin kom til fram-
kvæmda hjá 3 fyrirtækjum, sem ekki
bættu úr ágöllum fyrir tilsettan tíma.
Lögreglustjóra voru sendar alls 36
kærur vegna brota á heilbrigðissam-
þykkt bæjarins. Kærurnar voru þess-
ar: 10 vegna veitingastofa, þar af 5
vegna vanrækslu á framkvæmd fyrir-
skipaðra endurbóta, 4 vegna óstimpl-
aðs kjöts og 1 vegna óþrifnaðar, 7
vegna gallaðs rjómaíss, 5 vegna iðn-
fyrirtækja, þar af 3 vegna óviðunandi
aðbúnaðar starfsfólks og 2 vegna
slæmrar meðhöndlunar á vörum, 4
vegna nýlenduvöruverzlana, þar af 3
vegna ófullnægjandi aðstæðna og 1
vegna verzlunar, er rekin var án leyfis
heilbrigðisnefndar, 4 vegna óstimplaðs
kjöts í kjötverzlunum, 3 vegna ófull-
nægjandi aðstæðna í fiskverzlunum, 1
vegna ófullnægjandi aðstæðna í brauð-
gerðarhúsi, 1 vegna ófullnægjandi að-
stæðna í mjólkur- og brauðbúð, 1
vegna hárgreiðslustofu, er rekin var
án leyfis heilbrigðisnefndar.
Hafnarfj. Heilbrigðisnefnd starfaði
á árinu að undirbúningi nýrrar heil-
brigðissamþykktar fyrir bæinn. Er
hún væntanleg á þessu ári. Heilbrigð-
isfulltrúi og héraðslæknir litu eftir
matvælabúðum og hreinlæti í bænum.
Vatn var nokkrum sinnum tekið úr
sundlaug bæjarins og sent til gerla-
rannsóknar til þess að fylgjast með
heilnæmi baðvatnsins. Reyndist það
einu sinni svo slæmt, að loka varð
lauginni um tíma, meðan hreinsun fór
fram.
Akranes. Aðalviðfangsefnið var
mjólkursalan. Auk þess má nefna sorp-
hreinsunina. Sorp og aska hefur verið
og er enn flutt í opinni vörubifreið,
og er að þessu vitanlega mikil óþæg-
indi og sóðaskapur, þar sem úr henni
fýlcur, þegar vindur er. Þessu hefur
ekki fengizt breytt, enda verið talið
óhægt vegna kostnaðar. Nú hefur ver-
ið pöntuð sérstök sorphreinsunarbif-
reið, og á að smíða ofan á hana hér
í bænum. Að öðru leyti eru áburðar-
haugarnir erfiðasta verkefnið nú sem
stendur, því að búfjáreign er hér tölu-
verð í kaupstaðnum.
Ólafsvíkur. Heilbrigðisnefndir leið-
beindu um þrifnað með þvi að fara
um þorpin og áminna um þrifnað og
hreinlæti. Bætt meðferð sorps. Áform-
að af hreppsnefnd Ólafsvíkur fyrir til-
mæli heilbrigðisnefndar að láta mæla
fyrir aðalholræsum i kauptúninu.
Búðardals. Heilbrigðisnefnd hefur
sofið svefni hinna réttlátu undanfarið,
enda ekki fullskipuð; vantar einn
nefndarmann, en hann fluttist héðan
fyrir nokkru, og hefur hreppsnefnd
ekki skipað mann i staðinn enn sem
komið er. Heilbrigðissamþykkt fyrir
Búðardalsþorp mun vera orðin milli
40—50 ára gömul og auðvitað úrelt
fyrir löngu. Þyrfti hún nauðsynlega
endurskoðunar við. Væntanlega tekst
að vinna að því á næstunni.
i