Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 152
1954
— 150 —
Allar tölur eru hér meðalmeðlimatölur
samkvæmt greiddum iðgjöldum.
Rvik. Byggingu Heilsuverndarstöðv-
ar Reykjavíkur var langt komið, svo
aS í ársbyrjun fluttist ungbarnavernd-
in i hiS nýja húsnæSi. í árslok flutt-
ust l^angað einnig mæðraverndin og
liúð- og kynsjúkdómadeild.
Ólafsvíkur. Heilsugæzla í þeim stíl,
er lög mæla fyrir um, er ekki komin
á hér. Hjúkrunarfélag Ólafsvíkur
starfar ekki beinlínis, en héraðslækn-
ir hefur með höndum röntgentæki
þess. Enn þá á það hvergi skjólshús
nema á prestssetrinu, en hefur fengið
loforð um húsnæði til bráðabirgða í
liinu nýja barnaskólahúsi.
Reykhóla. Sjúltrasamlög starfandi í
öllum hreppum.
Þingeyrar. Gerðar voru 86 loft-
brjóstaðgerðir, 49 gegnlýsingar og 31
brjóstmynd tekin.
Flateyrar. Sjúkrasamlög starfandi í
öllum hreppum.
ísafi. Hinum ýmsu greinum heilsu-
verndar hefur verið sinnt, svo sem
föng hafa verið á, og flestum eitthvað.
Hólmaviknr. Hagur sjúkrasamlaga
versnandi. ISgjöld hafa ekki verið
hæltkuð, þrátt fyrir hækkandi verS á
lyfjum og hækkun daggjalda á sjúkra-
liúsum. Vanfærar konur koma í vax-
andi mæli til eftirlits.
Ólafsfi. Mánaðargjald sjúkrasam-
lagsins var kr. 14,00 á árinu, en tölu-
verður halli varð á rekstrinum, svo að
sjálfsagt mun tillagið hækka.
Seyðisfi. Um aðra sjúkrahjúkrun en
í sjúkrahúsinu er ekki að ræða.
Sjúkrasamlög eru tvö í héraðinu, ann-
Berklaveiki:
Hrákar, smásjárrannsókn
Ræktun úr hrákum
— — þvagi
— — magaskolvatni
— — igerðum
— — liðavökva
— — brjóstholsvökva
— — mænuvökva
— — ýmsu .......
að fyrir kaupstaöinn, en hitt fyrir
hreppana. Bæði búa við þröngan fjár-
hag. Heilsuverndarstarfsemin er í
höndum og huga héraðslæknisins, og
gengur læknisstarfið mikið út á það,
þó að ekki verði komizt hjá að nota
meðul og sprautur og þess háttar með.
Heilsuverndarstöðin hefur hingað til
aðallega fengizt við berklarannsóknir.
Virðist nú berklaveikin að mestu upp-
rætt í læknishéraðinu, en gleymast
má hún ekki, og er því ströngu eftir-
liti haldiö áfram.
Kirkjubæjar. Sjúkrasamlög voru
rekin með sama sniði og undanfarin
ár. Fjárhagsleg afkoma þeirra var
bærileg.
Vestmannaeyja. Heilsuverndarstöðin
fékk ný húsakynni, sem hún gat þó
ekki flutt í strax vegna breytinga og
viðgerða, sem fyrst þurfti að ljúka
við, og mun varla verða hægt að taka
húsið til fullrar notkunar fyrr en á
árinu 1955. Þar er fyrirhugað að koma
fyrir á einum stað berklavörnum, ung-
barnaeftirliti, skólaeftirliti, mæðraeft-
irliti og öðrum þeim þáttum heilsu-
verndarmálanna, sem upp verða tekn-
ir síðar. Einnig er ætlunin að hafa í
liúsnæði þessu nuddlækningar, Ijós og
böð og aðrar orkulækningar. Hjúkr-
unar- og líknarfélög eru hér talin 3,
kvenfélagið „Likn“, „Rauðakrossdeild
Vestmannaeyja“ og félagið „Krabba-
vörn“. Rauðakrossdeildin starfrækir
eins og áður sjúkrabifreið.
C. Rannsóknarstofa Háskólans.
Prófessor Níels Dungal hefur látið í
té eftirfarandi skýrslu um störf henn-
ar á árinu 1954:
Jákvæð Neikvæð Samtals
38 703 741
252 1765 2017
27 250 277
40 540 580
7 32 39
3 7 10
5 33 38
19 19
9 35 44
381 3384 3765