Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 160
1954
158 —
kvörtun þessi hafði ekki viS rök að
styðjast.
3) Þá barst kvörtun vegna mjólk-
ursýrulausnar (10%), er kona hafði
keypt í lausasölu í lyfjabúð. Rannsókn
leiddi í ljós, að ekkert var við lyfið
að athuga.
4) Að lokum barst um það kvörtun
á árinu frá sjúklingi, að lyf, er hann
hefði fengið að staðaldri úr sömu
lyfjabúð, væri með öðrum hætti en
hann ætti að venjast. Rannsókn leiddi
í ljós, að um mistök í blöndun hafði
verið að ræða. Hafði verið látið í
lyfið 24,9% af kalíumjoðíði i stað
3,3%. Mistök þessi leiddu ekki til
tjóns.
Ýmislegt. Tekið var fyrir lausasölu
á lyfinu Benzedrex Inhaler, Smith,
Kline & French, á árinu, þar sem full
ástæða þótti til að láta fara um af-
greiðslu þess eins og önnur sambæri-
leg lyf og láta það heyra undir á-
kvæði 9. gr. í reglum nr. 273 30. des-
ember, varðandi gerð lyfseðla og af-
greiðslu lyfja.
Ein lyfjabúð var á árinu staðin að
mjög mikilli ónákvæmni, að því er
birgðatalningu deyfilyfja varðar. Mun
óreiða þessi taka til margra ára. Mál-
inu er ekki lokið.
4. Húsakynni og þrifnaður.
Rvik. í Reykjavík var lokið bygg-
ingu 296 íbúðarhúsa og aukning gerð
á 37 eldri húsum. Samanlögð aukning
á húsnæði nemur á árinu 25909 m2
og 168526 m3. í húsum þessum eru
alls 487 ibúðir, og er skipting þeirra
eftir herbergjafjölda, auk eldhúss, sem
hér segir: 1 herbergi: 5, 2 herbergi:
43, 3 herbergi: 93, 4 herbergi: 104, 5
herbergi 127, 6 herbergi: 68, 7 her-
bergi: 38, 8 herbergi: 6, 9 herbergi: 3.
Auk þess eru 41 einstök herbergi. Vit-
að er, að allmörg hús hafa verið byggð
í úthverfum bæjarins án samþykkis
byggingarnefndar, og eru þau ekki
talin hér með. Framkvæmdar voru,
samkvæmt beiðni íbúa, 123 húsnæðis-
skoðanir. Flestar voru beiðnirnar frá
fólki i bragga-, skúra- eða kjallara-
íbúðum. Algengustu gallar á þessum
íbúðum voru: Raki, ónóg einangrun,
léleg kynding og þrengsli. Skortur á
nægilegu viðhaldi var viða áberandi,
sérstaklega í braggaibúðum, enda eru
þær flestar nú orðnar svo úr sér
gengnar, að telja verður þær algerlega
óhæfar sem mannabústaði. Sama er að
segja um marga þá skúra, sem upp-
haflega voru byggðir sem geymsluhús-
næði, en hafa vegna stöðugrar hús-
næðiseklu verið innréttaðir til íbúðar.
Að tilhlutan heilbrigðiseftirlitsins voru
hreinsaðar 484 lóðir, þar af hreinsuðu
vinnuflokkar bæjarins 137. Rifnir voru
44 braggar og 118 skúrar. Ekið var
904 bílhlössum af rusli á sorphaugana.
Útisalerni við íbúðarhús voru i árs-
lok alls 90. í herskálahverfum og á
vinnustöðvum voru útisalerni 215, þar
af á vinnustöðvum 33. í árslok 1953
voru útisalerni alls 332 og hefur því
fækkað um 27 á árinu. Sorpmagn í
Reykjavík var á árinu 97568,5 m8 og
i smálestum 18257,5. Sorpmagn á
hvern íbúa var 1573 m3. Aukning frá
fyrra ári er því allveruleg.
Iiafnarfj. Húsbyggingar eru miklar
í bænum og nágrenni lians, og fara
húsakynni almennings batnandi.
Braggaíbúðir eru ekki til i héraðinu.
Akranes. Eins og frá var skýrt í
siðustu ársskýrslu, komst skriður á
liúsabvggingar hér í bænum árið 1953.
Voru húsin flest smáíbúðir, og reis þá
upp smáíhúðahverfi við Vesturgötu
innanverða. Þessum byggingum hefur
verið haldið áfram, en einnig reist
nokkur stærri hús. Á þessu ári hafa
verið staðsett 45 ibúðarhús, alls 2523
m2 að flatarmáli og 23877 m3 að rúm-
máli, með 58 ibuðum alls. Af þeim
hafa 28 verið tekin i notkun á árinu,
en að visu ekki gengið fyllilega frá
þeim enn. Má því telja, að allvel hafi
rætzt úr húsnæðisskortinum, þrátt
fyrir fólksfjölgunina.
Ólafsvíkur. Sökum algers verbúða-
skorts hrúgast aðkomufólk á vertíðum
upp í prívathúsum, til stórbaga, ef
farsótt kæmi í héraðið. Gerist æ
brýnni nauðsyn að koma upp sóma-
samlegum verbúðum og sjúkrahúsi,
og siðast en ekki sizt auknu húsnæði
til liéraðslæknisstarfanna. Húsakynni
fara batnandi.
Búðardals. Lokið mun hafa verið