Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 170
1954
— 168
10160 km. MeSalvegalengd í ferð 74,2
km. í 50 ferðum voru farnir 100 km
eða meira. Allar ferðir ársins farnar
í bifreið.
15. Slysavarnir.
Grenivikur. Skýlin á Látrum og í
Keflavík munu i góðu lagi, en öðru
máli er að gegna um skýlið á Þöngla-
bakka. Það er orðið ónothæft. Er því
i ráði að reisa þar nýtt skýli i vor;
grunninn á að steypa, en láta smíða
liúsið á Akureyri og setja það saman
ytra. Sér Slysavarnardeildin hér um
smíði hússins. Skólabörn hér i
hreppnum læra sund í sundlaug Slysa-
varnardeildarinnar.
Vestmannaeyja. í góðu horfi hér,
og er sérstaklega vel fylgzt með fiski-
bátum á vertið.
16. Tannlækningar.
Búðardals. Enginn tannlæknir kom
hér á árinu, og er þess þó brýn þörf.
Sá myndi hafa nóg að gera. Ekki er
nægilegt að fá aðeins tannsmið hing-
að, því að tiltölulega fátt fólk þarf á
gervitönnum að halda. Það getur og
frekar farið suður til Reykjavíkur til
slikra hluta, en ókleift er fyrir flesta
að fara suður til að láta gera við
tennur sinar.
Reykhóla. Tannsmiður dvaldist hér
nokkra daga síðast liðið sumar.
Hólmavíkur. Einungis tannsmiður
komið hér undanfarin ár.
Hvammstanya. Sami tannlæknir og
hér var i fyrra dvaldist enn á
Hvammstanga um skeið i sumar og
vann að viðgerðum og tannsmíðum.
Höfða. Tannlæknir og tannsmiður
dvöldust hér i vikutíma síðast liðið
vor og smíðuðu nokkra góma.
Ólafsfj. Ole Bieltvedt, tannlæknir á
Sauðárkróki, var hér nokkrar vikur
að sumarlagi, enn fremur aftur nokkr-
ar vikur fyrra hluta vetrar við skóla-
tannlækningar.
Þórshafnar. Tannlæknir frá Akur-
eyri dvaldist hér í viku í sumar og
smiðaði tennur i nokkra sjúklinga.
Vopnafj. Óli Baldur tannsmiður
dvaldist hér hálfsmánaðartima í júli,
gerði við tennur og smíðaði tennur i
alla, sem báðu. Áður hafði héraðs-
læknir alhreinsað 7 munna.
Seyðisfj. Ástandið hefur farið batn-
andi fram að þessu, en nú eru þvi
miður horfur á, að tannlæknirinn sé
á förum héðan, og er þá hætt við, að
sæki í fyrra horf.
Kirkjubæjar. Væri mikil þörf, að
skipulag kæmist á ferðir tannlækna
út um land, þannig, að viðgerð á tönn-
um skólabarna væri fastur liður i
starfi þeirra og gæti farið fram árlega.
Þó að tannlæknir hafi komið hér 2
siðast liðin ár, hafa not af því verið
minni en vonir stóðu til, að þvi er
skólabörnum við kemur, þvi að fólk
setur fyrir sig kostnað og fyrirhöfn,
sem tannviðgerðir hafa i för með sér.
Vitanlega væri æskilegast, að reynt
væri að draga úr tannskemmdum með
því að forðast það, sem helzt verður
til að valda skemmdum. Flestir vita,
hvað helzt ber að forðast, en fara þó
lítið eftir því.
17. Samkomuhús. Kirkjur.
Kirkjugarðar.
Búðardals. Hvergi gott samkomuhús
i héraðinu. Umbætur fóru þó nokkrar
fram á samkomuhúsi Miðdælinga. Þó
vantar í það upphitun. Eins er víst
farið um kirkjurnar. í flestar þeirra
er ekki komandi vegna kulda. Vill til,
að sjaldan er til kirkju farið, en komi
shkt fyrir, verða menn að vera vel
búnir skjólldæðum, ef kalt er í veðri,
því að annars er hætt við ofkælingu.
Engan kirkjugarð hef ég séð hér, sem
ekki er að einhverju leyti vanhirtur.
Reykhóla. Tilfinnanlega vantar fé-
lagsheimili i Reykhólahrepp. Stendur
það öllu félagslifi mjög fyrir þrifum,
þó að ekki vanti félagafjöldann. Kirkj-
ur eru 4 í héraðinu. 2 er allvel við-
haldið. Hinar eru hrörlegar. Kirkju-
görðum lítill sómi sýndur.
Hólmavíkur. Samkomuhús það, er
íbúar Kirkjubólshrepps eru að reisa
af mesta myndarskap, verður e. t. v.
tekið í notkun seint á þessu ári.
Braggakumbaldi sá á Hólmavík, sem
notaður er til skemmtanahalds, er að
verða gersamlega ófær til slikra hluta,
og getur jafnvel verið háski að koma