Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 183
— 181
1954
Varð fyrir bíl, sem ók yfir hann
á verkstæði í Rvik. Varð fyrst i
stað ekki mikið um, en var seinna
fluttur í sjúkrahús, þar sem í hon-
um fannst hjartainfarct. Ályktun:
Við krufningu fannst mikil út-
bungun á vinstra afturhólfi
(aneurysma ventriculi sin. cor-
dis). Þessi útbungun stafar af
veilu í hjartavegg, sem hefur hlot-
izt af því, að vinstri kransæð
hefur lokazt og drep komið í
hjartavöðvann, sem við það hefur
þynnzt mikið og síðan látið und-
an og bungað út. Þar sem sjúk-
lingurinn hefur fengið hjartain-
farct rétt viku eftir áverkann, sem
hann varð fyrir 16. júní 1953, er
nijög sennilegt, að lokunin á
vinstri kransæð hafi verið bein
afleiðing af þessum áverka, sem
sennilega hefur valdið mari í
hjartavöðvanum, og út frá því
hefur komið stíflan í vinstri
kransæð.
59- 22. nóvember. B. J. K-son, 11 ára.
Varð fyrir bíl seinna hluta dags
og lézt sama kvöldið. Ályktun:
Við krufningu fannst mikil blæð-
ing i kviðarholi, og kom hún aðal-
lega frá milti, sem var sprungið
á 2 stöðum. Enn fremur hafði
vinstra nýra sprungið á 2 stöðum
og líka talsverð blæðing frá þvi.
Þá fannst mikið brot á höfuð-
beinum, kúpubotn tvíbrotinn, og
náði annað brotið inn að fora-
men magnum. Mikið mar á heila
neðanverðum og meira hægra
megin. Þessir áverkar hafa fljót-
lega valdið bana. Brotið á vinstra
lærbeini hefur einnig átt sinn
þátt í að framkalla lost.
®0. 26. nóvember. D. H., 30 ára karl-
maður. Fannst látinn heima hjá
sér. Hafði verið lítið eitt ölvaður
kvöldið áður. Ályktun: Engin á-
verkamerki fundust á líkinu, og
engin sjúkdómseinkenni fundust,
að undanteknum breytingum í
mjógirni, sem benda til þess, að
hinn látni hafi haft þarmabólgu.
Útlit liffæranna og ástand blóðs-
ins (mikið dökkt, fljótandi blóð)
bentu á köfnunardauða. Rann-
sókn á magainnihaldi leiddi í
ljós greinilega barbitúrsýrusvörun
(af veronalflokknum). Sennilegast
virðist, að of mikil inntaka af
svefnlyfi hafi leitt manninn til
bana. Rannsókn á blóði og þvagi
sýnir, að maðurinn hefur verið
lítið ölvaður.
61. 30. nóvember. G. A. J-son, 20 ára.
Var á hjóli, er bíl var ekið yfir
liann í myrkri með þeim afleið-
ingum, að hann var dáinn, áður
en hann komst i sjúkrahús. Álykt-
un: Við krufningu fannst mikil
blæðing í brjóstholi vinstra meg-
in, sem stafað hafði af brotnu
rifbeini, er stungizt hafði inn í
lunga. Enn fremur fannst hrygg-
urinn þverbrotinn milli 3. og 4.
hálsliðs. Dálítil sprunga i milti,
og hafði lítið eitt blætt frá henni.
Banameinið virðist hafa verið lost
eftir blóðmissi, sennilega heila-
hristingur ásamt blæðingu inn í
bæði lungu, þannig að blóð hefur
komizt inn í berkjur og það vald-
ið köfnun.
62. 7. desember. J. S. Á-son, 7 ára.
Varð fyrir bíl, þar sem hann var
á hjóli á þjóðveginum. Var strax
fluttur í sjúkrahús, og fannst þá
brot á hægra lærlegg, og lömun
sást hægra megin i andliti. Dreng-
urinn varð rænulaus og fékk hita.
Daginn eftir var komið fram stórt
mar bak við vinstra eyra. Fékk
andardráttarerfiðleika og krampa,
áður en hann dó. Ályktun: Við
krufningu fannst blæðing í kring-
um heilabrúna, aðallega frá lið-
böndum, sem sprungið höfðu,
milli höfuðbeins og 1. hálsliðs,
enn fremur epiduralblæðing yfir
clivus, sem einnig hefur aukið
þrýsting á heilabrúna. Þetta hef-
ur valdið andlitslömun og síðar
dauða. Auk þess lærbrot hægra
megin og smásprungur i lifur og
milti, en ekkert brot fannst á
hryggjarliðum né höfuðbeinum.
63. 17. desember. S. S-son, 74 ára.
Fannst dáinn á götu i Rvik. Hafði
verið óvinnufær af brjóstþyngsl-
um. Ályktun: Við krufningu
fannst alger lokun á báðum krans-