Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 167
— 165 —
1954
ur, að hann er ekki nothæfur, fyrr
en komið er fram á sumar. Sund-
kennsla fer nú fram hér hvert vor, og
er sundlaugin nokkuð notuð þess
utan.
Þórshafnar. Engin leikfimikennsla í
vetur í barnaskólanum i Þórshöfn,
eins og undanfarið. Timdi skólanefnd
þvi ekki, þótt hæfur kennari sé hér,
hinn sami og í fyrra, og var hann
reiðubúinn til að kenna leikfimi. Sund-
kennsla var í sumar og mikið sótt af
unglingum. Annars ekkert íþróttalíf.
Vestmannaeyja. íþróttaáhugi er enn
litill. Sund aðeins hægt að stunda að
sumrinu, því aðeins er völ útilaugar,
og er slíkt tæplega vansalaust fyrir
byggðarlag eins og Vestmannaeyjar,
sem byggir alla sina afkomu á sjó-
sókn.
10. Alþýðufræðsla um
heilbrigðismál.
Akranes. Eins og á siðasta ári hefur
nokkurri fræðslu um heilbrigðismál
verið haldið uppi með greinum i
Bæjarblaðinu.
Vestmannaeyja. Héraðslæknir hefur
ritað nokkrar greinar í bæjarblöðin
um heilbrigðis- og félagsmál.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðun hafa bor-
izt úr öllum læknishéruðum og taka
til 17356 barnaskólabarna.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla X),
sem gerð hefur verið upp úr skóla-
skoðunarskýrslum héraðslæknanna,
hafa 15526 börn, eða 89,4% allra
barnanna, notið kennslu í sérstökum
skólahúsum öðrum en heimavistar-
skólum, 572 börn, eða 3,3%, hafa not-
ið kennslu í heimavistarskólum, en
þau hafa þó hvergi nærri öll verið
vistuð i skólunum. 882 börn, eða
5,1%, hafa notið kennslu í sérstökum
herbergjum i ibúðarhúsum og 376, eða
2,2%, i íbúðarherbergjum innan um
heimilisfólk. Upplýsingar um loftrými
eru ófullkomnar, en það virðist vera
mjög mismunandi: í hinum almennu
skólahúsum er loftrými minnst 1,5 m3
og mest 8,3 m3 á barn, en jafnar sig
upp með 3,7 m3. í heimavistarskólum
2,3—12,9 m3, meðaltal 4,8 m3. í hin-
um sérstöku kennsluherbergjum i í-
búðarhúsum 1,7—8,5 m3, meðaltal 4,3
m3. í ibúðarherbergjum 1,4—10,0 m3,
meðaltal 4,1 m3, sem heimilisfólkið
notar jafnframt. í hinum sérstöku
skólahúsum, þar sem loftrýmið er
minnst, er það oft drýgt með því að
kenna börnum til skiptis i stofunum.
Vatnssalerni eru til afnota í skólunum
fyrir 16503 þessara barna, eða 95,1%,
forar- og kaggasalerni fyrir 822 börn,
eða 4,7%, og ekkert salerni fyrir 31
barn, eða 0,2%. Leikfimishús hafa
12496 barnanna, eða 72,0%, og bað
12345 börn, eða 71,1%. Sérstakir
skólaleikvellir eru taldir fyrir 12612
börn, eða 72,7%. Læknar telja skóla
og skólastaði góða fyrir 14055 þessara
barna, eða 81,0%, viðunandi fyrir
2941, eða 16,9%, og óviðunandi fyrir
360, eða 2,1%.
Rvík. Skólalæknar ávísuðu ljósböð-
um handa þeim börnum, sem á sliku
þurftu að halda. Lýsi fengu þau börn,
sem ekki fengu lýsi heima.
Ólafsvíkur. í Olafsvík er að risa
nýtt skólahús, hið veglegasta og vand-
aðasta í héraðinu, og kemur væntan-
lega til nota á næsta ári.
fíúðardals. Óvíða á landi hér munu
skólamálin í sliku öngþveiti og hér í
Dalasýslu. Aðeins á einum stað í
sýslunni er sæmilegt skólahús og þó
illa í sveit sett. Að Sælingsdalslaug er
skólahúsið orðið mjög lélegt, enda litt
til þess vandað i fyrstu og viðhald
mjög af skornum skammti. í 6 hrepp-
um er farkennsla. Á árinu var ekkert
kennt í 2 hreppum, vegna þess hve
börn voru fá, en Fellsstrandarhrepp-
ur og Klofningshreppur sameinaðir
um kennslu. Var kennslunni jafnað
niður á bæina, oft á 6—8 bæi i sama
hreppnum. Þetta fyrirkomulag telja
menn í þessum hreppum hið bezta,
sem völ er á, og muni þeir sakna þess,
ef annað yrði upp tekið hér. í Búðar-
dal er kennt á einum stað, farkennsla
lögð niður fyrir allmörgum árum. Er
það skárra að skömminni til, en þó
er sá ljóður á, að ekkert sérstakt