Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 118
1954
— 116 —
Önnur 24, þ. e. 1,4%C, voru aS vísu
talin berklaveik, en leyfð skólavist.
Lús eða nit fannst i 338 börnum,
eða l,9%e, og kláði á 12 börnum í 5
héruðum, þ. e. 0,7%«. Geitur fundust
ekki i neinu barni, svo að getið sé.
Við skoðunina ráku læknar utan
Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Akur-
eyrar sig á 116 af 8759 börnum með
ýmsa aðra næma kvilla, þ. e. 1,3%.
Skiptust kvillar þeirra, sem hér segir
(athugun þessi eflaust að jafnaði bæði
sundurleit og gloppótt):
Angina tonsillaris................. 19
Catarrhus resp. acutus ............ 70
Febris rheumatica .................. 2
Rubeolae........................... 13
Stomatitis epidemica................ 2
Impetigo contagiosa .............. 10
Samtals 116
Um ásigkomulag tanna er getið í
13452 skólabörnum, er skoðuð voru að
því leyti. Höfðu 9508 þeirra meira eða
minna skemmdar tennur, þ. e. 70,7%.
Fjölda skemmdra tanna er getið i
11949 skólabarna. Voru þær samtals
29082, eða til uppjafnaðar 2,4 skemmd-
ar tennur í barni. Með meiri eða
minni reglu er getið viðgerðra tanna
í 11075 börnum, og eru þau samtals
með 8356 viðgerðar tennur, eða rúm-
lega % tannar til uppjafnaðar í barni.
Rvík (6585). Stækkaðir kokeitlar
361, teknir kokeitlar 1277, scoliosis
220, kyphosis 45, pes planus 385,
hjartasjúkdómar 9, beinkröm 359,
kviðslit 172, sjóngallar 483 (200
drengir og 283 stúlkur), heyrnardeyfa
30, málgallar 72 (45 drengir og 27
stúlkur). Of létt 668.
Hafnarfí. (819). 57% barna í Bessa-
staðahreppi með skemmdar tennur,
en 61,7% í Hafnarfirði. Nit eða lús
fannst ekki i neinu barni í Bessa-
staðahreppi. Öll börnin berklaprófuð
og röntgenskoðuð í Likn, þau, sem
reyndust jákvæð.
Akranes (465). Við skólaskoðun
kom í ljós sú ánægjulega staðreynd,
að barnaskólinn hér var lúsalaus, og
er það annað árið í röð. Má efalaust
að miklu leyti þakka það starfi skóla-
hjúkrunarkonunnar undanfarin ár.
Scoliosis (oftast lítil) 30, vottur um
blóðleysi 24, eitlaþroti á hálsi 35,
stækkaðar tonsillae 94, sjóngallar 47,
heyrnardeyfa (annað eyra) 10, rachi-
tismerki 18, megurð 13, sequelae polio-
myelitidis 1, morbus cordis congeni-
tus 1. Enn fremur hefur eitt barnið
anaemia perniciosa frá ungbarnsaldri,
en helzt í horfinu með viðeigandi
meðferð.
Kleppjárnsreykja (149). Heilsufar
og þroski skólabarna i ágætu lagi.
Hypertropliia tonsillarum 62, 5 not-
uðu gleraugu, og 6 höfðu hrygg-
skekkju.
Borgarnes (143). Vegetatio adenoi-
dea 1, adenitis 1, epilepsia 1.
Ólafsvíkur (169). Mikið mein er að
tannskemmdum, sem er mjög illvígur
kvilli í þorpabörnunum, en þó verst
í Ólafsvík sjálfri. Lús er í bráðina
horfin úr sveitabörnunum, en mun þó
til vera á heimilum, sé vel leitað. í
þorpunum ætlar hún að verða erfið-
ari viðfangs. Hryggskekkja (1. gr.) 8,
kokeitlaauki 8, munnöndun 6, krampa-
lömun 1.
Stykkishólms (222). Við skoðun
fundust þessir kvillar (38 miðskóla-
nemendur sennilega meðtaldir): Sco-
liosis 10, hypertrophia tonsillaris 12,
strabismus 10, myopia 7, blepharitis
2, conjunctivitis 1, pes planus 6, pes
equino-varus 1, sequelae rachitidis 8,
struma 1.
Búðardals (58). Heilsufar gott.
Eitlaþroti 10, kokeitlar stækkaðir 9,
hryggskekkja 5. Sjóngallar 3.
Reykhóla (39). Hettusótt geisaði i
skólanum á Reykhólum og rauðir
hundar í skólanum i Geiradalshreppi.
Að öðru leyti gott heilsufar. Töluvert
er um tannskemmdir, en eftirtektar-
vert er, að í Gufudalshreppi er ekkert
barn með skemmdar tennur, nema
tvær telpur, sem báðar eru fæddar og
uppaldar í Reykjavik. í Geiradals-
hreppi virðist mér mataræði líkara
því, sem verið hefur í landinu en í
hinum hreppunum tveimur.
Þingeyrar (75). Kvillar (72 ung-
mennaskólanemendur e. t. v. meðtald-
ir): Sinusitis frontalis 1, heyrnarleysi
á öðru eyra 1, tonsillitis chronica 2,
psoriasis 2.