Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 106
1954
— 104
18. Asthma.
Kleppjárnsreykja. 5 tilfelli.
Ólafsvikur. 4 tilfelli.
Reykhóla. 2 sjúklingar. 35 ára gömul
kona hefur verið asthmaveik frá
þriggja ára aldri. 3 ára drengur.
Flateyjar. 1 piltur, hinn sami og á
fyrra ári.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
Súðavíkur. 1 tilfelli.
Hólmavíkur. 4 sjúklingar, sömu og
áður. Maður yfir áttrætt hefur haft
asthma í 25—30 ár, oft slæmur. Gaf
honum cortone acetas töflur í haust,
er hann var í slæmu kasti. Skipti um
til batnaðar á 1—2 dögum. Síðan
fengið þetta lyf öðru hverju, þegar
liann er verri.
Hvammstanga. 4 sjúklingar, sömu og
áður. 10 ára gömul telpa á Hvamms-
tanga fær slæm köst.
Blönduós. Hreint ekki fátiður sjúk-
dómur hér, því að auk ofnæmis fyrir
heyryki, sem ýmsir sveitamenn fá
með tímanum, eru hér 3 konur, sem
eru oft illa haldnar af þessum sjúk-
dómi.
Kópaskers. Gamall maður, sem lengi
hefur haft vægt asthma, fékk mislinga
og dó. Asthmað var greinilega með-
virk dauðaorsök.
Þórshafnar. 3 tilfelli. 1 sjúklingur
fór til Reykjavíkur til aðgerðar á
sinus paranasales.
Nes. Miðaldra maður, sem orðinn
var mjög ofnæmur fyrir ýmiss konar
ryki, ekki sízt tré- og steinryki, féklc
góða bót hjá prófessor Dungal af inn-
spýtingum af rykextrakti, svo að hann
gat aftur hafið störf sin.
Búða. Sömu sjúklingar og áður.
Djúpavogs. Veit um 2 karla og 1
konu, öll roskin. Þau nota a. m. k.
ephedrin að staðaldri. Ég hef ekkert
þeirra skoðað. 11 ára stúlka á Djúpa-
vogi veiktist í desember af and-
þrengslum. Ég taldi það vera asthma
bronchiale og gaf henni ephedrín i
smáum skömmtum og slimlosandi lyf.
Varð fljótt alveg einkennalaus og þá
látin hætta við lyfin.
19. Avitaminosis.
Kleppjárnsreykja. 18 tilfelli. Defi-
cientia calcis 3 og auk þess vestigia
rachitidis 1.
Ólafsvíkur. 13 tilfelli.
Reykhóla. Er sömu skoðunar og
fyrirrennari minn, að hér gæti mjög
hypovitaminosis B- og C-fjörvis. Þeg-
ar líður á vetur, kvartar fólk mjög um
slappleika og er kvefsækið. Vitamin-
gjafir virðast gagna vel, enda er sér-
staklega erfitt að útvega nýmeti. Notar
fólk mest söltuð og niðursoðin mat-
væli. Lýsistaka er almenn.
Þingeyrar. Rachitis 1.
Hvammstanga. Engar áberandi avita-
minoses. Mikið notað af vitamínlyfj-
um. Þetta bætir ótvirætt slen, slapp-
leika og ýmiss konar verki, sem tals-
vert er kvartað um, einkum síðara
hluta vetrar, og svo er það í tízku.
Börnum gefið lýsi.
Akureyrar. Mikil brögð eru að því,
að fólk komi til lækna og biðji um
alls konar vítamin. Virðist svo, að
furðu margir sjúklingar telji sig fá
nokkurn bata meina sinna við þessa
vítamingjöf, og má þó vera, að eins
oft sé um sálræna verkun að ræða
eins og hitt, að vítaminskorti sé til að
dreifa.
Grenivíkur. Nokkuð mun vera hér
um bætiefnaskort, sérstaklega C og B.
Meira ber á sleni síðara hluta vetrar
en aðra tima árs, og batnar það við
bætiefnagjöf. Börnum er snemma gef-
ið lýsi og því haldið áfram fram eftir
aldri á mörgum heimilum.
Þórshafnar. 1 tilfelli af beinkröm
(crura vara) i 2 ára barni. Hafði það
aldrei tekið lýsi.
Vopnafj. Útivinna og erfiðisvinna er
minni en áður var. Þrátt fyrir ver-
aldlega velgengni kvartar fólk mjög
um slen og þróttleysi, sem það kennir
bætiefnaskorti. Vítamínát er tízka, en
dugir ekki til þess að friða órólegar
sálir og sætta þær við heiminn og
lífskjörin. Menn Iáta sér í augum vaxa
það, sem áður voru taldir smámunir.
Lýsingarorð eru misnotuð úr hófi
fram. Gerir það lækninum erfitt fyrir
að átta sig á þvi, hvað um er að vera,
er hástig lýsingarorða er notað þar,
sem nægja mundi frumstig.
Bakkagerðis. 40 ára bóndi með
blæðingu úr tannholdi og lausar tenn-
i