Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 107
— 105 —
1954
ur. Batnaði vel af C-vítamíni. Sá ekki
fleiri greinileg tilfelli þetta ár, en
vanþrif og lystarleysi í börnum batnar
vel við vítamíngjöf, einkum C-vita-
min. Einnig er hér margt fólk, sem
telur C- og B-bætiefni hressa sig veru-
iega, losa sig við óeðlilega þreytu og'
magnleysi og bæta sér gigt.
Seyðisfj. Beinkramar verður ekki
vart hér, svo að teljandi sé, enda lýs-
isát algengt. Flest börn neyta lýsis, aS
minnsta kosti aS vetrinum.
Nes. SvipaS ástand og áriS áSur.
fíúða. 1 rachitistilfelli, vægt. Þorska-
lýsi eða calciferol mikiS notaS.
Djúpavogs. Enginn meS klinisk ein-
kenni. Margir nota B- og C-vítamín aS
staSaldri og telja sig aldrei geta án
þeirra veriS.
20. Bronchitis chronica.
Ólafsvíkur. Bronchitis chronica
purulenta 5, simplex 5.
21. Caries dentium.
Ólafsvíkur. Tannskemmdir (annarra
en skólabarna) 123.
Reykhóla. Töluvert um tann-
skemmdir, sérstaklega í skólabörnum.
Flateyjar. Mjög miklar tannskemmd-
ir i fólki á öllum aldri, einkum í eyj-
unum.
Súðavíkur. Algengur kvilli, oft sam-
fara paradentosis.
Árnes. Mjög mikiS hér um tann-
skemmdir.
Hólmavíkur. Mjög algengur kvilli.
Hvammstanga. Talsvert áberandi.
Iiöfða. MeS algengari kvillum hér.
Grenivíkur. Alltaf töluvert um tann-
skemmdir og nokkuS dregiS af tönn-
um. Samt er nú meira gert aS þvi en
áSur aS láta gera viS tennur.
Þórshafnar. Tannskemmdir mjög
tíSar. Teknar voru 152 tennur úr 56
sjúklingum.
Vopnafj. 79 tilfelli.
Bakkagerðis. Mjög mikiS um tann-
skemmdir.
Seyðisfj. Ber minna á tannskemmd-
um, siSan tannlæknir kom á staSinn
°g hægt er aS gera viS tannskemmdir
Þegar i staS, en sérstaklega á þaS þó
viS um börnin.
Nes. StöSugt vaxandi plága, einkum
í börnum. Tannlæknirinn hefur engan
veginn haft viS aS gera svo fljótt og
almennt viS tennur sem nauSsynlegt
væri. Tennur margra barna brenna,
jafnóSum og þær koma upp.
Búða. Mjög algengur kvilli. Tann-
viSgerSarmaSur dvelur hér árlega, og
fara tannviðgerSir og skilningur á
þeim vaxandi.
22. Catarrhus tubae auditivae.
Þingeyrar. Occlusio tubae audi-
tivae 3.
23. Cephalalgia.
Ólafsvíkur. 25 tilfelli.
24. Cholecystitis s. cholecystopathia
& cholangitis.
Þingeyrar. Cholecystitis 1.
Súðavíkur. Cholecystitis v. chole-
lithiasis 3.
Hvammstanga. 3 manneskjur reynd-
ust hafa bólgu í gallblöSru og gall-
vegum. Grunur um steina í einum.
Nes. Kona sú meS cholangitis, sem
getiS var í síSustu ársskýrslu, fær
öðru hverju svipuS köst og áSur.
25. Cholelithiasis.
Vopnafj. 2 tilfelli.
26. Chorea hereditaria.
Iiópaskers. Sami sjúklingur og áSur.
Seyðisfj. Gamall maSur gengur meS
þenna sjúkdóm, en hefur til skamms
tíma séS fyrir sér sjálfur.
27. Colitis chronica.
Kleppjárnsreykja. 15 tilfelli.
Ólafsvíkur. 11 tilfelli.
Súðavíkur. Colitis spastica 1.
28. Condyloma acuminatum.
Kleppjárnsreykja. 1 tilfelli.
Súðavíkur. Kona nokkur hafSi lengi
haft óþægindi af þessu. BatnaSi fljót-
lega viS áburS meS podofyllíni (25%)
í paraffínolíu.
29. Conjunctivitis & blepharitis.
Kleppjárnsreykja. Conjunctivitis 27.
Ólafsvíkur. Conjunctivitis acuta 4,
14