Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 93
— 91 —
1954
5—10 10—15 15—20 ára 20—30 ára 30—40 ára 40—60 ára
ára ára M K M K M Ií M K Samtals
1 6 37 28 94 30 20 7 2 1 226
Fylgikvillar helztir: Epididymitis 7,
Prostatitis 4, salpingitis 2.
Syphilis: ASeins 6 nýir sjúklingar
Pieð þenna sjúkdóm leituðu mín á
árinu, eða einum færri en árið áður.
1 sjúklingur var með lues congenita
tarda, sero + , en að öðru leyti ein-
10—15 ára
M K
Syphilis secundaria....... „ „
— congenita .............. „ 1
kennalaus. Hinir allir höfðu latent s.
secundaria. 2 þeirra höfðu ekki leitað
sér lækningar áður. Enginn sjúkling-
anna var á smitandi stigi. Mestu máli
skiptir þó, að engin nýsmitun kemur
fyrir á árinu, en svo var einnig árið
áður (1953). Sjúklingarnir skiptust
þannig: 0—30 ára 30—40 ára 40—60 ára Samtala
M K M K M Ií
„ 2 „ 1 1 í 5
99 99 99 99 99 99 1
Allir sjúklingarnir fengu rækilega
lækningu á árinu. 2 sjúklingar urðu
sero-f-, hinir eru enn í lækningu eða
undir eftirliti. Ókeypis læknishjálp
ríkisins við kynsjúkdómum, sem ég
hef haft á hendi siðan 1928, hefur
jafnan verið til húsa í lækningastof-
urn minum, daglega á sérstökum tíma.
t byrjun desember þ. á. (1954) flutt-
l'st lækningar þessar í ný og vistleg
núsakynni í Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur við Barónsstíg. Eru lækninga-
stofurnar þar opnar daglega frá kl.
1—2, nema laugardaga kl. 9—10 f. h.
Rvík. Fjöldi lekandasjúklinga hefur
bví nær tvöfaldazt á 2 árum.
Hafnarfj. Býst við, að öll kurl komi
ekki til grafar.
Akranes. Elckert tilfelli hefur komið
lyrir af syphilis, og af gonorrhoea eru
aðeins skráð 3 tilfelli. Raunar getur
bað ekki skoðazt gildur mælikvarði á
béraðið að þessu leyti, þar sem lækn-
lng á gonorrhoea er nú orðin svo
fijótleg og fáanleg á hlaupum hjá
hvaða lækni sem er.
ísafj. Kynsjúkdóma verður litið
vart hér í héraði og með minnsta
móti á þessu ári. Skráð fólk allt
heimilisfast utan héraðs.
Árnes. Samkvæmt mánaðarskrám
fékk ein kona salpingitis gonorrhoica.
sú diagnosis sennilega dubia (ekki
skráð).
Hólmavíkur. Aðkomumaður með
lekandaeinkenni (recidiv) var sendur
til Reykjavíkur (ekki skráður).
Blönduós. Gerðu ekki vart við sig.
Sau&árkróks. 3 af skráðum sjúk-
lingum með lekanda voru aðkomu-
menn, er dvöldust hér um stundar-
sakir. Maður og kona, er búa, saman,
voru úr héraðinu. Batnaði öllum vel
við pensilíngjöf.
Siglufj. Kynsjúkdómar gera lítið
vart við sig. Helzt eru það erlendir
sjómenn, sem fljótlega læknast, ef um
gonorrhoea er að ræða, og séu þeir
með „skítinn“, þá fá þeir væna
sprautu, sem vonandi endist þeim til
r.æsta viðkomustaðar og síðan til fulls
bata, ef þeir svikjast ekki um að finna
lækni þar, og svo koll af kolli.
Húsavikur. Skráðir lekandasjúkling-
ar virðast hafa smitazt í skipum (inn-
lendum), en ekki tókst að hafa uppi
á smitberunum.
Þórshafnar. 2 tilfelli af lekanda.
Annað var íslenzkur sjómaður, er
smitaðist í Bremen. Fékk recidivum
eftir drykkju. Hitt var hollenzkur sjó-
maður, er smitaðist í Álaborg og fékk
hér meðferð, meðan skip hans stóð
við.
Keflavíkur. Ef lekandi og aðrir kyn-
sjúkdómar væri öruggur mælikvarði
á siðferði á Keflavíkurflugvelli, þá
væri það varla svo illa þokkað sem
það er. En kynsjúkdómar eru næsta