Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 213
— 211 —
1954
ástand þess gaf tilefni til. Frekari
skýringu og nánari upplýsingar um
þetta atriSi, þ. á m. um það, í hverju
rannsóknir minar og athuganir á barn-
inu voru fólgnar, gef ég fúslega lækna-
ráði, verði þess óskað.
Ad 7. Ég tel tilgangslítiS aS skýra
þetta fyrir venjulegum dómstól. Ég tel,
aS skýringar mínar hér aS lútandi og
niat á gildi þeirra heyri undir (til
fullnægjandi úrlausnar) dóm sérfræS-
inga, þ. e. læknaráðs. Er mér Ijúft og
skylt að svara þessari sp. fyrir lækna-
ráði og skýra þar svör mín, verði
þess óskaS.
Ad 8. Eins og segir í framburði
mínum fyrir bæjarþingi Reykjavíkur
þann 23. desember 1952, tel ég ekki,
að barnið hafi fengið ófullnægjandi
eða óeðlilega líkamlega aðhlynningu
á V-götu.
-4rf 9. Hér er um að ræða almenní
subjectivt mat mitt, byggt á allmörgum
athugunum (og upplýsingum) og skoS-
unum á barninu, sbr. áður frágreint,
sem og á sérfræðimenntun minni í
tauga- og geðsjúkdómum og læknis-
í'eynslu minni.
Til viðbótar hér endurtek ég orðréít
svar mitt hér að framan undir 7. lið
(sp.).
Ad 10. Nákvæmlega sama svar (og
athugasemdir) sem undir næsta tölu-
lið á undan (nr. 9).
Ad 11. Vísa hér um til svars míns
undir 6. tölulið hér að framan o;
einnig undir 4. tölulið. (Vitjanir til
barnsins á G-götu fóru fram á tíma-
bilinu frá desember 1950 til sumarsins
1952.)
Ad 12. Svar mitt við þessum spurn-
ingum felst i svari mínu við 5. sp. liér
að framan.
AS lokum vil ég taka þetta fram,
sem þó ætti raunar aS vera óþarfi.
VottorS mitt sem og framburður varð-
andi það fyrir bæjarþingi Reykjavík-
ur felur sumpart í sér upplýsingar urn
staðreyndir og sumpart (e. t. v. að
verulegasta leyti) mat mitt (subjec-
tivt) á líðan barnsins og ástæðum tii
vanlíðanar þess. Þessi subjectivu möt
mín eru vitanlega jöfnum höndum
byggð á allmörgum og að sumu levti
ýtarlegum athugunum og skoðunum á
barninu, sem framkvæmdar voru á
alllöngu timabili og við breytt ytri
skilvrði, sem og á sérmenntun minni
og læknisreynslu.
Þar sem hér er því fyrst og fremst
um að ræða ályktanir og möt um sér-
fræðileg efni, tel ég tilgangslítið aS
gefa frekari skýringar á vottorði mínu
en að framan greinir, á þessu stigi
málsins. Hins vegar tel ég, að ef fram-
angreindar upplýsingar mínar verða
ekki taldar fullnægjandi, þá beri að
vísa máli þessu til læknaráðs, og óska
ég þá þess að mega gefa þar frekari
skýringar og upplýsingar um hin sér-
fræðilegu efni vottorðs míns.“
í þinghaldi á bæjarþingi Reykjavík-
ur hinn 23. desember 1952 er bókað
eftir lækninum á þessa leið:
„Vitnið tekur fram, að tilefni þess,
að það hafi komið í vitjanir til barns-
ins, hafi verið það, að óskaS hafi verið
eftir þeim, aðallega af föður þess, en
stundum af móður þess líka. Segir
vitnið, að í þessi skipti hafi verið
smákvillar að barninu, svo sem kvef
og slíkt. Kveðst vitnið einungis hafa
verið kvatt til þess að athuga þessa
kvilla, en ekki til þess að rannsaka
sálarástand barnsins. Vitnið segir,
þar sem það hins vegar hafi orðið
vart viS andlega vanlíðan hjá barninu
í þessum vitjunum, hafi það talið sér
skjdt sem heimilislæknir og sérfræð-
ingur í tauga- og geðsjúkdómum að
rannsaka það atriði sérstaklega. Vitn-
ið kveðst hafa rannsakað barnið, þeg-
ar það var hjá móður sinni einni o"
án þess að faðir þess eða föðursystir
hefðu áhrif á það. VitniS telur, að það
hafi ekki rannsakað barnið á V-götu
siðastliSin 1% til 2 ár, og kveður vitn-
ið það stafa af þvi, að faðir þess hafi
sagt vitninu, að móðirin vildi ekki, að
það kæmi í vitjanir til barnsins þanr
að. VitniS kveðst ekki hafa skrifað
upp neitt til minnis varðandi vitjanir
til barnsins. VitniS tekur fram, að í
orðalagi vottorðsins felist ekki frekar,
að barniS hafi ekki fengið eðlilc
umhirSu og aðhlynningu á V-götu.
VitniS getur þess, að það hafi fengið
vitneskju um dvalartíma barnsins á
hvorum stað um sig frá föður þess og
föSursvstrum. VitniS tekur fram, að