Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Blaðsíða 199
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1956.
1/1956.
Sakadómari í Reykjavík hefur með
bréfi, dags. 1. desember 1955, leitað
umsagnar læknaráðs i sakadómsmál-
inu: Ákæruvaldið gegn K. S. P-syni.
Málsatvik eru þessi:
Þriðjudaginn 22. febrúar 1955, laust
fyrir kl. 12 á hádegi, vildi það slys til
a horni Ásvallagötu og Blómvallagötu
i Reykjavík, að ekið var yfir tvö börn
^oeð þeim afleiðingum, að þau biðu
hana.
Ákærður i máli þessu, K. S. P-son,
■ ■ •, Reykjavík, f. ... september 1897,
telur hugsanlegt, að hann hafi valdið
slysi þessu, en er þó ekki viss um það.
Samkvæmt læknisvottorðum tveggja
starfandi augnlækna í Reykjavik,
heirra ... og ..., hefur sjón ákærðs
a þeim tíma, er slysið varð, verið
mjög skert á hægra auga.
1 málinu liggur fyrir læknisvottorð
sérfræðings í tauga- og geðsjúk-
úónium í Reykjavík, dags. 7. nóvem-
her 1955, svohljóðandi:
»Undirritaður stundaði K. P-son, f.
■ • • september 1897, alllengi á tíma-
hilinu eftir að rannsókn var höfð
tsic) i málinu gegn honum vegna
öauðaslyss þess, sem mér var tjáð, að
hann hefði ef til vill verið valdur að.
K. P-son var á þessu timabili í
hjúpu þunglyndi (depressio mentis
Psychog. m. gr.), og er ekki útilokað
að mega álykta, að framburður hans
a þessu tímabili hafi verið ósakbær
th'responsibel), þar sem hér var um
geðveild (psychosis) að ræða.“
1 vottorði sama læknis, dags. 27.
nóvember 1955, segir svo:
„Þ. 25. 2. 1955 var ég kallaður í vitj-
un til K. P-sonar, f. ... september
1897, Rvik.
Sjúkl. var í depressiv stupor, lá
hreyfingarlaus og þögull i rúminu,
reageraði ekki, þegar hann var spurð-
ur, en mimik gaf til kynna hina
depressivu stemningu, sem lá á bak
við.
Þar sem ekki var hægt að ná kon-
takt við sjúkl., sneri ég mér til eigin-
konu sjúkl. til þess að fá upplýsingar
um ástæðuna fyrir ástandi sjúklings-
ins. Mér var tjáð, að sjúkl. væri grun-
aður um að hafa valdið dauðaslysi
rneð bil sínum á Ásvallagötu þ. 22. 2.
1955. Þann dag (þ. 22. 2. 1955) hafði
hann verið eðlilegur, en morguninn
eftir, þegar hann hafði lesið frásagnir
blaðanna um dauðaslysið, hafði þung-
lyndi sjúklingsins byrjað og hann
strax orðið rúmfastur.
Hann hafði gagnvart eiginkonu gef-
ið í skyn, að hann héldi, að hann væri
valdur að nefndu dauðaslysi.
Enn fremur upplýstist, að sjúkl. þ.
23. 2. 1955 og þ. 24. 2. 1955 hefði verið
ýmist i stupor eða með óróaköst, talað
rugl og verið sístynjandi, ekki hallu-
cineraður eða með suicidalhugsanir,
en þó inn á milli talað um, að hann
hefði heldur viljað deyja sjálfur.
Upplýsingar eiginkonu sjúklingsins
stóðu heima við aðrar upplýsingar um
astand sjúkl. frá 22. 2. 1955 til 25. 2.
1955, sem ég fékk hjá tengdasyni sjúkl-
ings, . .. lækni (sem vinnur á sjúkra-
húsi Keflavíkurflugvallar), sem upp-
lýsti, að sjúkl. hefði verið ýmist í
stupor eða með óróaköst og rugl.
Diagnosis mín var þ. 25. 2. 1955:
depressio mentis psych. m. gr. Sjúkl.
4