Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 12
10
TjRVALi
enginn hætta virðist á því, að
ekki fáist nógu mikið í fæði,
sem ekki er því einhæfara.
Helzt er það kalk, fosfór, járn
og sumstaðar joð, sem hætta
getur verið á að skorti í fæðuna
og mun kalkskortur algengast-
ur.
Kálk.
Af steinefnum er langmest
af kalki í líkama vorum, eða
rúmlega 2% af líkamsþungan-
um, en 99% af því er í beinun-
um, í kolsúrum og fosfórsúrum
samböndum. Auk þess er örlítið
af kalki í öllurn vef jum og blóð-
inu.
Margar tilraunir hafa verið
gerðar til að ákveða minnstu
kalkþörf manna. Nefnd, sem
Þjóðabandalagið skipaði á sín-
um tíma til að athuga ým-
islegt varðandi manneldi,
komst að þeirri niðurstöðu, að
lágmarksþörfin væri 0,5 g á
dag. Til frekari öryggis bætir
hún svo við 50%, og er þá
0,75 g talinn nægilegur dags-
skammtur handa fulltíða
manni. Hinsvegar er þörf barna
og unglinga meiri, og er þeim
ekki talið veita af 1,0 g af kalki
á dag, ef vel á að vera, og enn
meira þurfa konur um með-
göngutímann og meðan þær
hafa börn á brjósti.
Við rannsóknirnar kom í ljós,
að meðalkalkneyzla í kaupstöð-
um var 1,11} g en í sveitum 2,08
g, hvorttveggja miðað við karl-
mannsfæði. Minnst var neyzlan
á Suðureyri 0,68 g, en í öllum
öðrum kaupstöðum yfir 1,0 g,
mest á Akureyri 1,55 g. 1
sveitunum var það minnst á
Kjalarnesi og Kjós 1,93 g, en
mest í Dölum 2,95 g. Eftir
þessum tölum að dæma mætti
virðast, sem yfirleitt væri mjög
vel séð fyrir kalkþörfinni hjá
okkur, ef frá er talin Suðureyri..
Við þetta er þó það að at-
huga, að kalkþörfin fylgir ekki
sama lögmáli og orkuþörfin..
Börn og unglingar þurfa minna
orkumagn en karlmenn, en
meira kalkmagn. Það gefur því
ekki rétta hugmynd um það,
hvernig séð er fyrir kalkþörf
einstaklinganna, ef notaður er
sami tölustigi og við útreikn-
inga orkumagnsins, eins og
gert er hér að framan. Með því
að búa til nýjan tölustiga og
reikna út vísitölu kalkþarfar,
þar sem unglingum innan tví-
tugs er ætlað 1,0 g, konum
0,88 g og körlum 0,68 g, og
jafna kalkneyzluna niður meði