Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
þess eru þær öruggir og góðir
oorgarar, af því að þær vita,
hvað þær vilja gera, og gera
það.
Eftir er þriðji flokkurinn,
mjög stór hópur, og þær konur
kalla ég vegna vöntunar á
betra orði „púðurkeriingar“.
Margar miljónir hinna ame-
rísku kvenna tilheyra þessum
flokki, allar þær konur, sem eiga
svo velstæðar fjölskyldur, að
þær þurfa ekki að vinna sér inn
peninga til þess að svelta ekki;
þær, sem ekki hafa neina
ákveðna hæfileika eða köllun,
þær, sem hafa aðeins meðal-
áhuga á heimili og börnum,
svo að þegar þær hafa sinnt
því nægilega, eiga þær mikinn
tíma aflögu, orku og dugnað,
sem þær vita ekki, hvernig þær
eiga að nota.
Það eru þessar „púðurkerl-
ingar,“ er þjást mest af þeirri
hlunnindabyrði, sem lögð er á
herðar amerísku konunnar.
Ég hefi þessa málsgrein út
af fyrir sig, þó að ég viti vel,
að þannig óskýrð gæti hún
sært einhverja „púðurkerling-
una“ eða reitt hana til reiði.
En ég hætti á það vegna þess,
að hefði amerískum konum
aldrei hlotnast sú hlunninda-
aðstaða, sem þær eiga við að
búa, mundi þessi kventegund
— „púðurkerlingin" — aldrei
hafa orðið til.
Hún er dugleg, frjáls og
menntuð, og hana langar oft
til þess að gera eitthvað fyrir
þjóðfélagið beint, en ekki að-
eins fyrir milligöngu eigin-
manns og barna. En hún getur
það samt sjaldan. Hlunnindin
aftra því, þau eru svo mikil, að
þjóðfélagið gerir engar kröfur
til hennar. Jafnvel vinkonur
hennar draga kjarkinn úr
henni. Ef hún reynir lítillega
til þess að gera eitthvað alvar-
legar en vinkonur hennar gera,
þá segja þær við hana: „Elsku
bezta, þú ert dásamleg!“ — en
það þýðir „Hvernig dettur þér
í hug að gera þetta?“ — „Ertu
ekki eitthvað skrítin?“ — eða
„Þú þykist vera snjöll!“ —
Þetta þýðir í rauninni allt það,
sem óánægðar og úræðalausar
konur álíta, þegar þær sjá ein-
hverja úr hópi sínum haga sér
öðruvísi en hinar, og er því
ásökun í garð þeirra, sem
ekkert gera.
Hin illa afleiðing hlunnind-
anna er sú, að sá sem nýtur
þeirra verður lamaður eins og
af sjúkdómi. Fyrir mörgum