Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 9
MATARÆÐI Á ISLANDI
7
jafnast Akranes því sem næst
á við sveitirnar. Að einhverju
leyti getur þetta stafað af því,
að meðal heimilanna í Reykja-
vík voru nokkrar sjómannafjöl-
skyldur, þar sem svo var ástatt,
að heimilisfaðirinn, sem hefir
hlutfallslega rnesta neyzlu-þörf,
var oft fjarverandi. Ennfremur
voru þar fjölskyldur iðnaðar-
manna, sem ekki höfðu eins
erfiða vinnu og verkamenn
yfirleitt. Þó verða þessar skýr-
ingar einar tæplega fulinægj-
andi.
Annars má fara varlega í að
gera mikið úr mismun meðal-
talanna, þar sem svo fá heimili
eru athuguð á hverjum stað,
auk þess sem reikna má með
10% skekkju vegna ófullkom-
inna rannsóknaraðferða.
Það virðist ekki nema eðli-
legt, að neyzlan hafi verið meiri
í sveitum, því að erfiðisvinna
mun þar almennt meiri, eink-
urn að því leyti, að þátttaka
heimilisfólksins í vinnunni er
almennari, a. m. k. á sumrin.
Svipuð hefir reynsla og verið
hjá öðrum þjóðum. Samkvæmt
dönskum búreikningum 1931
var meðalneyzla á sveitaheimil-
um 4010 he., og eftir nýlegum
enskum skýrslum var fæðið á
smábýlum í Skotlandi sem
svaraði 3654 he.
Eggjahvíta.
Eggjahvítan hefir þá sér-
stöðu meðal næringarefna-
flokkanna þriggja (eggja-
hvítu, fitu og kolvetna), að
hún er aðaluppistaða hinna ííf-
rænu efna líkamans, og getur
þar hvorugur hinna flokkanna
komið í hennar stað. Til vaxt-
ar og viðhalds líkamsvef janna
er því nauðsynlegt að fá álit-
legan skerf af eggjahvítu í
daglegu fæði. Hinsvegar virð-
ist unnt að komast af með sára-
lítið af hvorum hinna flokk-
anna fyrir sig, ef nægilega er
séð fyrir orkumagninu, enda
getur líkaminn breytt kolvetn-
um í fitu og eggjahvítu í kol-
vetni (sykur).
Það mun almennt talíð vel í
lagt, að daglegur skammtur af
eggjahvítu sé 1 gramm fyrir
hvert kg. líkamsþyngdar, eða
til jafnaðar 70 grömm á dag.
Þó þurfa börn og unglingar á
vaxtarskeiði hlutfallslega tals-
vert meira. Æskilegt er, að
nokkur hluti eggjahvítunnar
sé úr dýraríkinu, og því meira
sem minna er af eggjahvít-
unni í heild.