Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 111
KÍNA EFTIR SJÖ ÁRA STYRJÖLD
109
framleiðslunni, að hún er að-
eins brot af því, sem herinn
þarfnast. Birgðir hersins af
byssum og vélbyssuskotum eru
svo litlar, að engri evrópskri eða
amerískri herstjórn mundi láta
sér til hugar koma að senda
þannig búinn her til orustu. Af-
leiðingin er sú, að kínverski her-
inn verður um fram allt að forð-
ast að lenda í stórorustum.
Vopnin eru honum dýrmætari
en landsvæði.
Nú mun margur spyrja,
hvernig Kína geti yfirleitt hald-
ið áfram styrjöldinni. Það er
mest að þakka forustu Chang
Kai-sheks. Hún hefir alla tíð
verið óbrigðul, hetjuleg, og
hvergi hvikað í baráttunni við
Japani. En hún hefði komið að
næsta litlu gagni, ef grundvöll-
ur hennar — kínverska bænda-
stéttin — væri ekki jafn bjarg-
fastur og raun ber vitni. Bónd-
inn framleiðir tvennt: mat og
syni. Hann er þýðingarmesta
hráefnið til styrjaldarreksturs-
ins.
Verðbólgan er enn eitt vanda-
mál, sem kínverska þjóðin á við
að stríða. Tekjustofnar ríkisins
eru að mestu þrotnir — engar
tekjur, sem hægt er að skatt-
leggja, enginn iðnaður, sem
rekinn er með hagnaði. Stjórnin
greiðir stríðsgjöldin með því að
prenta pappírsseðla. í fyrra
voru um 40.000.000.000 kín-
verskra dollara seítar í umferð.
I ár mun seðlaútgáfan verða
enn meiri.
Siðferðisþreki þjóðarinnar er
alvarleg hætta búin af þessari
verðbólgu. I skjóli hennar þró-
ast hverskonar fjármálaspilling,
bæði meðal einstaklinga og
opinberra starfsmanna. Inn-
heimta kornskattsins er gjör-
spillt og menn geta keypt sig
lausa frá herþjónustu.
Ein afleiðing þessa ástands
er sú, að hin furðulegasta víg-
lína hefir skapast milli hinna
tveggja stríðandi þjóða. Um
þessa víglínu fara fram blóm-
leg viðskipti á báða bóga. Þessi
viðskipti eru í eðli sínu heiðar-
leg og nauðsynleg. Með þeim
afla báðir herir sér lyfja, fatn-
aðar og annarra nauðsynja. En
þau hafa slæm áhrif á iiðsfor-
ingja hersins, því að þeir hagn-
ast á þeim. Þeim er þess vegna
oft illa við, að breytingar verði
á víglínunni, því að þá missa
þeir gömul verzlunarsambönd.
Stríðið á sök á aðflutnings-
banninu og verðbólgunni. En
það á ekki sök á hinni lamandi,