Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 99
ER HERNAÐUR ÖHJÁKVÆMILEGUR ?
ir sér stað, t. d. um Pólverja og
Grikki, heilar borgir eru lagðar
í rústir, eins og Rotterdam,
nauðsynjar heilla héraða eru að
yfirlögðu ráði gjöreyðilagðar,
eins og átti sér stað í Úkraínu.
Því víðtækari, sem styrjöld
verður, þegar vinnuafl land-
anna er tekið frá nauðsynja-
framleiðslu til þess að vinna að
eyðileggingu, og æ fleiri þjóðir
eru flæktar út í hernað, því
hættulegri eru styrjaldirnar
þróun mannkynsins.
Hvað hefir líffræðingurinn til
andsvara þeim, sem halda því
fram, að styrjaldir séu óum-
flýjanlegar, þareð þær séu eðli-
leg „útbrot“ mannlegs eðlis, og
að ekki sé hægt að breyta eðli
mannsins ?
Við þessu getur lífeðlisfræð-
ingurinn gefið fullnægjandi
svar. Hernaður er sem sé ekki
óumflýjanlegt fyrirbrigði í lífi
manna. Athuganir hafa leitt
það í ljós, að út í hernað er
farið vegna sérstakra aðstæðna
og ekki annarra. Það liggja ekki
fyrir neinar sannanir um það,
að frumbyggjar jarðarinnar
hafi iðkað hernað, því að öll
áhöld þeirra virðast hafa verið
miðuð við veiðimennsku, eða til
að rækta jörðina, eða þá til að
9 T
raka húðir. Og vér megum vera
vissir um það, að jafnvel þó að
til hernaðar haí'i dregið á millí
kynflokka, þegar maðurinn var
á veiðimennsku-stiginu, þá hafa
slíkar styrjaldir bæði verið
sjaldgæfar og harla áhrifalitlar.
Skipulagður hernaður hefir tæp-
lega þekkzt fyrr en um það bil,
sem menningin var komin á
nokkurn rekspöl. Á meðal
mannanna, eins og hjá maurun-
um, er það tilefni til alvarlegs
hernaðar, að fyrir hendi sé eitt-
hvert safn verðmæta, til að berj-
ast um. Og þó er það svo, að
jafnvel eftir það, að mennirnir
lærðu að búa saman í borgum,
þar sem verðmæti söfnuðust
fyrir, virðist hernaður ekki hafa
verið óumflýjanlegur. Hin forna
Indus-menning, sem rekja má:
að minnsta kosti til ársins
3000 f. Kr., ber ekki með sér
neinar menjar um hernað. Og
í hinni elztu sögu Kínverja, virð-
ist hafa verið tímabil, þar sem
enginn hernaður átti sér stað,
eða var að minnsta kosti sjald-
gæft fyrirbrigði.
Að því er viðvíkur eðli manns-
ins, þá virðist ekki vera til í
því hernaðar tilhneiging, eins og
er t. d. um uppskeru-maurana.
Maðurinn er að vísu þannig