Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 27
RAFEINDIN 1 ÞJONUSTU MANNANNA
25
1. Lampa, sem breyta rið-
straum í rakstraum á miklu
ódýrari hátt en aðrar þekktar
aðferðir.
2. Lampa, sem magna raf-
straum, t. d. þeir sem taka við
daufum útvarpssendingum úr
mikilli fjarlægð og magna þær
svo, að þær verða skýrar og
greinilegar.
3. Lampa, sem stilla raf-
straum, sem fer í gegnum þá.
Slíkir lampar eru notaðir til að
stjóma sjálfkrafa hraða raf-
mótora, og einnig við rafþrýsti-
logsuðu.
4. Lampa, sem framleiða rið-
straum með mjög hárri tíðni.
Þeir eru nauðsynlegir í útvarps-
senditæki, og eru nú notaðir
við rafeindahitun.
5. Lampa, sem breyta ljósi
í rafstraum. Þessir lampar eru
notaðir við sýningu tal- og tón-
filma. Hljóðræman á filmunni er
Iátin renna fram hjá lampanum
og mísmunandi gagnsæi hljóð-
ræmunnar framkallar mismun-
andi sterkan rafstraum í lamp-
anum, en þennan rafstraum
heyrum við síðan sem tal eða
tóna. 1 sjónvarpssenditækinu
breytir hann myndunum, sem
kvikmyndatökuvélin tekur, í
rafstraum. í verksmiðjum leysa
einfaldari gerðir af þessum
lömpum eða ,,rafaugum“ ótal
hlutverk af hendi.
6. Lampa, sem breyta raf-
straum í ljós. Þessir lampar eru
notaðir í sjónvarpsviðtæki, og
breyta þeir aftur þeim raf-
straum, sem rafeindalampinn í
sjónvarpssenditækinu sendi frá
sér og myndaðist við Ijósáhrif
frá myndatökuvélinni, í myndir.
Vitanlega væri það rangt að
álykta, að bylting sú, sem raf-
eindafræðin mun valda, muni
skella yfir óvænt og skyndilega.
Rafeindafræðin hefir lengi verið
í sköpun, þó að menn hafi til
skamms tíma ekki gert sér fulla
grein fyrir hinum miklu fram-
tíðarmöguleikum hennar.
Edison bjó til einfalda gerð
af rafeindalampa árið 1883, en
vann ekkert frekar að fullkomn-
un hans. Árið 1906 gerði Lee
de Forest breytingar á lampan-
um, og má það raunar teljast
upphaf rafeindafræðinhar, því
að fáum árum seinna kom út-
varpið fram á sjónarsviðið. Á
síðari árum hafa ýmis stór raf-
magnsfyrirtæki lagt fram fé og
tæki til að efla þessa nýju vís-
indagrein. Og nú síðast hefir
styrjöldin knúð fram svo aukið
starf á þessu sviði, að þegar