Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 2
Áhrifavald blaðanna.
1 amerísku bókmenntatímariti
birtist i nokkrum tölublöðum í
sumar frásögn af gangi máls i
hinum ameríska bókmennta-
heimi. Úrval langar til að skýra
frá þessu, og verður því bréfum
frá lesendum sleppt í þetta sinn.
Séð er fyrir bókaþörf Banda-
ríkjahersins á þann hátt, að sér-
stök útgáfunefnd innan hersins
annast dreifingu bóka og tíma-
rita til hermannanna viösvegar
um heim. Starfsemi þessi er
mjög víðtæk. Ýmist annast
nefndin útgáfu á gömlum, sígild-
um bókum, eða hún kaupir nýjar
bækur í stórum stíl og fá her-
mennimir bækurnar ókeypis. —
AUt að þrjátíu bækur hafa kom-
ið út á mánuði hverjum.
Svo er að sjá sem stjórnarand-
stæðingar á Bandaríkjaþingi
hafi óttast, að stjórnmálaáróð-
urs kynni að gæta í útgáfustarf-
semi hersins, því að þeir fengu
á síðastliðnum vetri samþykkt
lög í þinginu, sem bönnuðu, að
bækur, er flyttu pólitískan áróð-
ur í einhverri mynd, væru keypt-
ar fyrir ríkisfé og dreift út á
meðal hermannanna. Þetta var
snemma í sumar, um það bil,
sem kosningabaráttan fyrir for-
setakjörið var að hefjast.
Áhrifa þessara laga gætti
fljótt, þvi að í ljósi þeirra fundu
nú ýmsar nýjar bækur ekki náð
fyrir augum útgáfunefndar hers-
ins, meðal annarra tvær bækur,
sem af öllum gagnrýnendum
voru talin gagnmerk rit. Heitir
önnur „Yankee from Olympus",
og er ævisaga hæstaréttardóm-
arans Oliver Wendel Holmes,
eftir Catherine Drinker Bown, en
hin „The Republic", eftir Charles
A. Beard, sem er einn af merk-
ustu sagnfræðingum þjóðarinn-
ar. I tilefni af þessu birtist rit-
stjómargrein í vikublaðinu „The
Saturday Review of Literature“,
þar sem farið var mjög hörðum
orðum um hin nýju bannlög
annars vegar og túlkun útgáfu-
nefndar hersins á þeim hins
vegar. Taldi höfundur, að ein-
ræðiskenndrar ritskoðunar gætti
orðið ískyggilega mikilsíafskipt-
um hins opinbera af bókaútgáfu.
Sem svar við þessari ritstjórn-
argrein bárust blaðinu tvö bréf,
annað frá Taft öldungadeildar-
þingmanni og hitt frá útgáfu-
nefnd hersins. I bréfi sínu upp-
lýsir þingmaðurinn að sem flutn-
ingsmaður fyrrnefndrar laga-
greinar fullyrði hann, að útgáfu-
nefndin hafi algerlega misskilið
tilgang laganna. Þau hafi aðeins
verið sett til að koma í veg fyrir,
að hið opinbera stuðlaði með
fjárframlögum að dreifingu rita
meðal hermannanna, sem án alls
vafa væru pólitisk áróðursrit.
Hitt hefði aldrei verið ætlunin að
hefta útbreiðslu jafn gagn-
merkra bóka og „Yankee from
Olympus" og „The Republic“.
Útgáfunefndin lagði áherzlu á
það í bréfi sínu, að lögin hefðu
mjög torveldað starf nefndarinn-
ar. Orðalag þeirra væri óákveðið
og viðurlög mjög ströng — 1000
dollara sekt eða árs fangelsi.
Það gæti þvi hver sem vildi láð
nefndinni þó að hún væri varkár
í vali bóka, enda lítill vandi fyrir
þá, aem ekkert eiga á hættu að
gagnrýna gjörðir nefndarinnar.
Hún hefði ekki óskað eftir lög-
unum, en meðan þau væru í gildi
mundi hún leitast við að fylgja
þeim eftir beztu samvizku.
Að fengnum þessum upplýs-
ingum taldi „Saturday Review“
sýnt, að bannið á tveim fyrr-
greindum bókum mundi að
nokkru á misskilningi byggt. 1
von um að ef til vill mætti tak-
Framh. á 3. kápusíðu.