Úrval - 01.12.1944, Blaðsíða 71
69
„PtJÐURKERLINGAR" AMERlKU
til frama, þá sé hún ofurmenni.
Ég get því aðeins haft sam-
úð með hinum smávægilegu
„sprengingum“ hennar, óró-
leika, taugaæsingu, kjána-
skap, óstöðuglyndi hennar í
klæðaburði, ástum og skemmt-
unum. Hún er ógæfusömust
allra mannlegra vera, iðju-
laus af því að einskis er krafizt
af henni, og samt er henni
ómögulegt að vera hamingju-
söm, af því að hún er iðjulaus.
Það er því ekki furða, að hún
séóánægð.Það er þessi óánægja
kvenna, sem ferðalangur frá
Evrópu sagði að hefði borizt á
móti sér „eins og heitur vind-
ur,“ er hann steig á land í
Bandaríkjunum. Hvað er
óánægja nema andlegt púður
af eldfimustu tegund?
„Nei, ég get ekki ásakað
þessar „púðurkerlingar“. Ég
er viss um, að karlmaðurinn
mundi á engan hátt hegða sér
betur eftir að konan væri farin
á skrifstofuna og börnin í skól-
ann, og hann skilinn einn eftir
í húsinu. Ef hann gæti sezt
niður klukkan tiu að morgni
og lesið leynilögreglusögur, þá
mundi hann einnig gera það,
þó að allir væru starfandi í
kringum hann. Hann mundi
liða hár sitt og eyða klukku-
tíma í að snyrta neglur
sínar, ef enginn væri til að
segja honum, að þetta væri
ekki réttur tími til slíkra
hluta. Hann mundi vera jafn-
slakur við heimilisstörfin og
hún er stundum, og enginn
mundi ásaka hann fyrir það.
Nei, án aga hinnar reglubundnu
vinnu, ákveðins vinnutíma,
frjálsrar samkeppni, væri karl-
maðurinn í sömu sporum og
konan er nú.
Þetta er hin einfalda skýr-
ing á því, hvers vegna konur
skara framúr á jafn fáum svið-
um og raun ber vitni, en ekki
sú, að karlmennirnir séu betur
gefnir en konurnar. Þetta er
leitt, því að þessar „púðurkerl-
ingar“, eru glataður aflgjafi
innan þjóðfélagsins. Þó að þær
séu duttlungafullar, eirðarlaus-
ar og iðjulausar, þá eru þær
hin stærsta ónotaða auðlind
okkar — góðar gáfur, sem glat-
ast í ,,bridge,“ kvikmyndum,
fyrirlestrum og heimskulegu
slúðri, í stað þess að vera not-
aðar í þágu þjóðarinnar.
„En hvers vegna skyldi ég
vinna, ef ég þarf þess ekki,”
kann einhver að spyrja. Hvers
vegna ekki til þess að komast